Lífið

Óttarr Proppé: Bannað að tala um launin

Pétur Jóhann Sigfússon og Óttarr Proppé.
Pétur Jóhann Sigfússon og Óttarr Proppé.

,,Þessi hugmynd kom upp hjá Vodafone að taka þennan pönkvinkil," svarar Óttarr Proppé söngvari hljómsveitarinnar Rass sem fer með aðalhlutverkið í auglýsingaherferð Vodafone þar sem hún tekur lagið Skítt með kerfið.

,,Einhverjir sem unnu við þetta höfðu hlustað mikið á Rassinn meðan þeir voru að vinna hugmyndina og okkur fannst þetta tilvalið því hugmyndin er að vera í hrópandi andstöðu og hrópa sem hæst."

Nú spilar Pétur Jóhann Sigfússon leikari á trommur með ykkur. Er hann nýr meðlimur hljómsveitarinnar Rass?

,,Nei hann er ekki meðlimur í bandinu en allt of stór hluti af Rassinum var staddur erlendis eða ófáanlegur til að taka þátt. Þetta var gert í pönki með engum fyrirvara. Pétur Jóhann lærði á trommur í Tónlistarskóla Garðabæjar og var þar mjög óánægður að þurfa að lemja á borð heilan vetur en hann er dálítill pönkari í sér og fékk því að spila á trommur með okkur."

Máttu upplýsa lesendur Vísir.is um launin sem þið fenguð fyrir framtakið?

,,Nei ég má það nú ekki en þau eru í rauninni aukaatriði enda ekki aðalatriðið í pönkinu. Það sem kallaði á okkur var að við fengum að krukka í textanum. Við vorum með í því að semja textann og þeir komust að því að þeirra attitude var á sömu bylgjulengd og okkar."

,,Það á örugglega eftir að heyrast fleiri hróp frá okkur áður en langt um líður," segir Óttarr að lokum.

Sjá myndbandið Skítt með kerfið hér.

Sjá Pétur Jóhann læra á trommur hér.

Auglýsinguna má svo sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.