Lífið

Lýtalæknir Jacksons lagður inn á geðsjúkrahús

Lýtalæknir stjarnanna, Steven Hoefflin, lagðist rétt fyrir mánaðarmótin inn á geðhjúkrunardeild fræga fólksins á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles eftir taugaáfall.

Sylvester Stallone, Donald Trump og Elisabeth Taylor eru meðal fjölda stjarna sem hafa lagst undir hnífinn hjá Hoefflin, sem auk þess sá um frægar endurbætur á andliti Michaels Jacksons.

Ástæðan taugaáfallsins mun þvert á það sem margir gætu haldið ekki vera samviskubit yfir því að hafa breytt Jackson í mennska barbiedúkku. Þremur dögum fyrir innlögnina kærðu tveir samstarfsmenn læknisins hann og fóru fram á hundruð milljónir dollara í skaðabætur.

Þetta olli lækninum slíkum sálarkvölum að hann leitaði að lokum til spítalans. Hann er ekki fyrstur frægra til að gera það, en það var einmitt á geðdeild Cedars-Sinai sem Britney Spears dvaldi fyrr í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.