Svala Björgvins: Hamingjusöm að vera á lífi 8. júlí 2008 15:21 Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord, Svala Björgvinsdóttir söngkona og bræðurnir Einar, Erling og Eðvarð Egilssynir ásamt föður þeirra, Agli Eðvarssyni, upptökustjóra Kastljóssins, lentu í hörðum árekstri við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut 9. apríl síðastliðinn. Vísir hafði samband við Svölu og spurði hana hvernig þau hefðu það í dag og um framtíð Steed Lord sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferðalag um Bandaríkin. „Við verðum með tónleika á Q-Bar 19. júlí áður en við förum í þriggja vikna tónleikaferðalag til Ameríku. Við ákváðum að slá til og halda tónleikana hér heima áður en við förum. Síðan förum við til Þýskalands eftir að við komum heim og svo kemur fyrsta platan okkar út hérna heima á Íslandi," svarar Svala Björgvinsdóttir. „Já þetta eru fyrstu tónleikarnir eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Við erum öll að koma til. En ekkert af okkur er 100% enn þá og við verðum það ekki nærri því strax." Sárin enn að gróa„Sárin og beinbrotin eru enn að gróa. Einar fer alltaf annan hvern dag upp á göngudeild Landsspítala að láta skipta um umbúðir á sárunum þannig að það er ekki búið að útskrifa hann. Hann var í rúmlega tvo og hálfan mánuð á spítalanum og er nýkominn heim. Hann slasaðist mest af okkur." ,,Það tekur um heilt ár að jafna sig og við viljum ekki sitja aðgerðarlaus. Við vorum búin að plana svo mikið á þessu ári sem við þurftum að fresta út af slysinu og ákváðum að fara út um leið og við vorum komin með þol. Þannig að við ákváðum að láta slysið ekki stoppa okkur þó við séum lurkum lamin." ,,Þegar maður er búinn að ganga í gegnum svona lífsreynslu er maður bara hamingjusamur að vera á lífi. Við vorum öll á gjörgæslu og ég vissi ekki hvort maðurinn minn (Einar) mundi ná sér. Að ganga í gegnum svona lífsreynslu breytir öllu. Við fengum annan sjéns. Að hafa lífað þetta slys af er ótrúlegt. Við vorum öll spennt í belti. Þetta voru beltismeiðsl, innvortis blæðingar og beinbrot. En beltin björguðu lífi okkar." Hvað kom fyrir þig? ,,Ég fékk gat á lifrina og það blæddi inn á hana og þess vegna var ég á gjörgæslu því ég mátti ekki hreyfa mig og svo rifbeinsbrotnaði ég frekar illa líka, Einar og bræður hans brotnuðu og hlutu einnig alvarleg innvortis meiðsl. Einari var haldið í öndunarvél og hefur farið í margar aðgerðir. Það sem skiptir öllu er að við sluppum öll lifandi og erum rosalega þakklát fyrir það." ,,Læknarnir og hjúkrunarliðið á spítalanum hjálpuðu okkur í gegnum þetta og fjölskyldur okkar. Án þeirra hefðum við ekki komist í gegnum þetta." Treystið þið ykkur til að halda tónleika? ,,Já við erum vel undirbúin og læknar segja að það sé í lagi. Við erum með sjúkrakassann með okkur," svarar Svala á léttu nótunum og kveður áður en hún leggur af stað í upptökuver ásamt félögum sínum í Steed Lord. Tónleikar sveitarinnar verða á Q-Bar þann 19.júlí. Húsið verður opnað klukkan 20 með grilli og verður selt inn við dyrnar. Forsala er einnig á Q-Bar. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord, Svala Björgvinsdóttir söngkona og bræðurnir Einar, Erling og Eðvarð Egilssynir ásamt föður þeirra, Agli Eðvarssyni, upptökustjóra Kastljóssins, lentu í hörðum árekstri við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut 9. apríl síðastliðinn. Vísir hafði samband við Svölu og spurði hana hvernig þau hefðu það í dag og um framtíð Steed Lord sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferðalag um Bandaríkin. „Við verðum með tónleika á Q-Bar 19. júlí áður en við förum í þriggja vikna tónleikaferðalag til Ameríku. Við ákváðum að slá til og halda tónleikana hér heima áður en við förum. Síðan förum við til Þýskalands eftir að við komum heim og svo kemur fyrsta platan okkar út hérna heima á Íslandi," svarar Svala Björgvinsdóttir. „Já þetta eru fyrstu tónleikarnir eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Við erum öll að koma til. En ekkert af okkur er 100% enn þá og við verðum það ekki nærri því strax." Sárin enn að gróa„Sárin og beinbrotin eru enn að gróa. Einar fer alltaf annan hvern dag upp á göngudeild Landsspítala að láta skipta um umbúðir á sárunum þannig að það er ekki búið að útskrifa hann. Hann var í rúmlega tvo og hálfan mánuð á spítalanum og er nýkominn heim. Hann slasaðist mest af okkur." ,,Það tekur um heilt ár að jafna sig og við viljum ekki sitja aðgerðarlaus. Við vorum búin að plana svo mikið á þessu ári sem við þurftum að fresta út af slysinu og ákváðum að fara út um leið og við vorum komin með þol. Þannig að við ákváðum að láta slysið ekki stoppa okkur þó við séum lurkum lamin." ,,Þegar maður er búinn að ganga í gegnum svona lífsreynslu er maður bara hamingjusamur að vera á lífi. Við vorum öll á gjörgæslu og ég vissi ekki hvort maðurinn minn (Einar) mundi ná sér. Að ganga í gegnum svona lífsreynslu breytir öllu. Við fengum annan sjéns. Að hafa lífað þetta slys af er ótrúlegt. Við vorum öll spennt í belti. Þetta voru beltismeiðsl, innvortis blæðingar og beinbrot. En beltin björguðu lífi okkar." Hvað kom fyrir þig? ,,Ég fékk gat á lifrina og það blæddi inn á hana og þess vegna var ég á gjörgæslu því ég mátti ekki hreyfa mig og svo rifbeinsbrotnaði ég frekar illa líka, Einar og bræður hans brotnuðu og hlutu einnig alvarleg innvortis meiðsl. Einari var haldið í öndunarvél og hefur farið í margar aðgerðir. Það sem skiptir öllu er að við sluppum öll lifandi og erum rosalega þakklát fyrir það." ,,Læknarnir og hjúkrunarliðið á spítalanum hjálpuðu okkur í gegnum þetta og fjölskyldur okkar. Án þeirra hefðum við ekki komist í gegnum þetta." Treystið þið ykkur til að halda tónleika? ,,Já við erum vel undirbúin og læknar segja að það sé í lagi. Við erum með sjúkrakassann með okkur," svarar Svala á léttu nótunum og kveður áður en hún leggur af stað í upptökuver ásamt félögum sínum í Steed Lord. Tónleikar sveitarinnar verða á Q-Bar þann 19.júlí. Húsið verður opnað klukkan 20 með grilli og verður selt inn við dyrnar. Forsala er einnig á Q-Bar.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira