Lífið

Dóttir Jamie Lynn á sinni fyrstu forsíðu

Tæpar þrjár vikur eru liðnar síðan hin sautján ára Jamie Lynn Spears ól frumburð sinn. Og því ekki seinna vænna að birta fyrstu myndirnar af grislingnum á forsíðu slúðurtímarits.

Dóttirin Maddie Briann hefur fjölmiðlaferil sinn á forsíðu OK! tímaritsins þessa vikuna. Í meðfylgjandi viðtali við Jamie Lynn ræðir hún meðal annars móðurhlutverkið, nafnavalið og drauma sína fyrir hönd dótturinnar. Jamie, sem sjálf hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri, segist ætla að styðja dóttur sína vilji hún feta þá braut. Helst af öllu óski hún sér þó þess að dóttirin eignist góða vini, finni sér áhugamál sem hún hafi brennandi áhuga á og viti hvert hún vill stefna í lífinu. Líklega er ekki vanþörf á því sama hjá Jamie Lynn sjálfri, sem segist einnig ætla að bæta sig til að vera dóttur sinni góð fyrirmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.