Fleiri fréttir Yngsti forstjórinn í Kauphöllinni orðinn þrítugur Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, er þrítugur í dag. Jón, sem er yngsti forstjórinn í Kauphöllinni, hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann tók við forstjórastólnum af Hannesi Smárasyni seint á síðasta ári. 18.3.2008 10:52 Súrrealískur sigur Hljómsveitin Agent Fresco sigraði Músiktilraunir í ár. Sigurinn kom liðsmönnum sveitarinnar mikið á óvart. 18.3.2008 07:00 Regína syngur lag fyrir ABC barnahjálp ABC barnahjálp setur markið hátt í tilefni af 20 ára afmæli sínu og stefnir að því að tvöfalda þann fjölda barna sem njóta stuðnings starfsins. Það þýðir að félagið myndi framfleyta tíu þúsund fleiri börnum fyrir árslok. 17.3.2008 16:36 Bjarni Jónsson tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna Bjarni Jónsson er tilnefndur fyrir Íslands hönd til Norrænu leikskáldaverðlaunanna í ár fyrir leikritið ÓHAPP! 17.3.2008 16:09 Miðasala að hefjast á Dylan Miðasala á tónleika Bobs Dylan í Egilshöll 26. maí, hefst föstudaginn 28. mars kl. 10:00 á Miði.is og öllum afgreiðslustöðum Miða.is. Eingöngu verður selt í stæði, og er salnum skipt í tvö svæði. Miðarnir kosta 8,900 krónur á A-svæði, nær sviðinu, og 6,900 á B svæði sem er fjær. 17.3.2008 15:55 Tónlist vændiskonunnar slær í gegn Ashley Alexandra Dupre er ekki á flæðiskeri stödd eftir samskipti sín við ríkisstjórann Eliot Spitzer. Dupre, sem fjármagnaði leit sína að frægð og frama með kynlífssölu, hefur nú fengið greiddar tæpar fimmtán milljónir króna fyrir niðurhal á lögunum sínum. 17.3.2008 15:13 Segir fæðingardag tvíburanna þann versta sem hann hefur lifað Dennis Quaid og eiginkona hans Kimberly Buffington voru gestir í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes í gær þar sem þau ræddu læknamistökin sem urðu þess valdandi að nýfæddir tvíburar þeirra lágu milli heims og helju fyrstu dagana. 17.3.2008 14:03 Mills fær nærri fjóra milljarða vegna skilnaðar Heather Mills, fyrrverandi eiginkonu Bítilsins Sir Pauls McCartney, voru dæmdar 24,3 milljónir punda, jafnvirði um 3,7 milljarða króna vegna skilnaðar þeirra skötuhjúa. Frá þessu var greint fyrir stundu. 17.3.2008 13:42 Hjónaband Madonnu í andaslitrunum Orðrómur um að Madonna ætli að skilja við eiginmanninn, Guy Richie gerist nú sífellt háværari. Samkvæmt heimildamanni Showbizspy vefsíðunnar hafa þau ákveðið að skilja, en ætla sér ekki að tilkynna það fyrr en eftir 18 mánuði. 17.3.2008 12:31 Fyrrverandi trommari ABBA lést af slysförum Ola Brunkert, fyrrverandi trommari sænsku sveitarinnar ABBA, fannst látinn í húsi sínu á Majorku á Spáni. Frá þessu greinir spænska fréttaveitan EFE. 17.3.2008 11:30 Halle Berry eignast stúlku Halle Berry ól hrausta og myndarlega stúlku á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles í gær. Þetta er fyrsta barn Halle, sem er rúmlega fertug, og kærastans, fyrirsætunnar Gabriel Aubry. 17.3.2008 10:38 Brotist inn hjá sjónvarpsstjörnu á meðan hún var í beinni Brotist var inn í hús David Walliams stjörnu í þáttunum Little Britain á meðan hann var í beinni útsendingu til styrktar góðgerðarmálum. Lögreglan telur að þjófarnir hafi vitað að hann yrði í sjónvarpsstúdíói og að íbúð hans í London yrði mannlaus. 16.3.2008 20:24 Keith Richards varar Winehouse við eiturlyfjum Gítarleikari Rolling Stones Keith Richards hefur varað söngkonuna Amy Winehouse við að hún eigi ekki langt eftir taki hún sig ekki á varðandi eiturlyfjaneyslu sína. 16.3.2008 16:24 Skilnaður McCartney og Mills að bresta á Paul McCartney kemst að því á morgun hversu mikið af Bítlaauðæfum hans renna til Heather Mills fyrrverandi eiginkonu hans. Þá mun dómari kveða upp dóm sem gæti orðið fordæmisgefandi fyrir stutt hjónabönd hinna ofurríku í Bretlandi. Hugh Bennett dómari gæti þó sett birtingarbann á úrskurðinn. 16.3.2008 14:25 Agent Fresco sigraði Músíktilraunir Hljómsveitin The Agent Fresco sigraði Músíktilraunir 2008. Úrslitakvöldið fór fram í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. Hljómsveitarmeðlimirnir fjórir úr Reykjavík og á aldrinum átján til tuttugu og tveggja ára. Á heimasíðu Músíktilrauna segja hljómsveitarmeðlimir að þeir spili pólirythmískt rokk með nokkrum áhrif frá jazzi. 16.3.2008 11:03 Missa vinnu vegna Britney Spears Að minnsta kosti 13 starfsmenn UCLA-sjúkrahússins í Los Angeles verða reknir og sex til viðbótar hafa verið leystir tímabundið frá störfum fyrir að hnýsast í sjúkraskýrslur Britney Spears. Samkvæmt heimildum Los Angeles Times eiga sex læknar auk þess von á afleiðingum vegna málsins. 15.3.2008 18:18 Gere saklaus af ruddaskap Hæstiréttur Indlands hefur lýst málaferlum þar sem Hollywoodleikarinn Richard Gere er sakaður um ruddalega hegðun gegn indverskri leikkonu sem „hégómlegum.“ Dómari við réttinn sagði Gere saklausan, þetta væri endi málsins og leikaranum væri frjálst að koma til Indlands. 15.3.2008 15:41 Þrjár milljónir fyrir stefnumót með Scarlett Aðdáandi Scarlett Johansson greiddi litlar þrjár milljónir fyrir 20 mínútna stefnumót við Hollywoodleikkonuna á uppboði góðgerðarsamtakanna Oxfam á netinu. Stjarnan verður í fylgd hins heppna aðdáanda við frumsýningu myndarinnar He's Just Not That Into You í Bandaríkjunum í júlí. 15.3.2008 11:01 Laufey Johansen sýnir í London Myndlistarkonan Laufey Johansen opnaði einkasýningu á verkum sínum í Design Centre í Knightbridge í London á fimmtudag. Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra í London hélt ræðu við það tilefni en fjölmenni var viðstatt opnunina. 15.3.2008 09:06 Ed Norton gerir mynd um Barack Obama Hollywoodstjarnan Edward Norton hyggst ásamt félögum sínum í Class 5 Films fyrirtækinu gera heimildarmynd um aðdraganda forsetakosninganna sem nú fara í hönd í Bandaríkjunum. Í myndinni verður athyglinni sérstaklega beint að Barack Obama. 14.3.2008 22:53 MR sigraði Gettu betur Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr bítum í Gettu betur eftir æsispennandi bráðabana í lokaviðureign við Menntaskólann á Akureyri. Þegar þrjár síðustu spurningarnar voru eftir var MR sjö stigum yfir og einungis sjö stig eftir í pottinum. 14.3.2008 21:31 Villi sendur heim Bubbi sendi Vilhjálm Örn Hallgrímsson heim í kvöld. Þar með er ljóst að hann mun ekki taka þátt í Bandinu hans Bubba, sem keppnin snýst að sjálfsögðu um. 14.3.2008 22:16 Lohan eyddi fimm milljónum í brúnkumeðferðir Eftir nokkrar misvinsælar bíómyndir í röð og dýra vist á meðferðarstofnunum fara sjóðir Lindsay Lohan óðum minnkandi. Slúðurpressan vestanhafs hefur eftir vinum hennar Lohan þurfi sárlega á eins og einni vinsælli bíómynd eða svo að halda til að ná endum saman. 14.3.2008 16:58 Strompreykir enn þrátt fyrir krabbameinið Patrick Swayze reykir enn, þó hann sé nýgreindur með krabbamein í brisi. Reykingar þykja almennt ekki heilsubætandi, hvað þá sé maður að berjast við krabbamein. Sé eitthvað hæft í sögusögnum um að hann eigi aðeins nokkrar vikur ólifaðar, er ekki víst að honum þyki það skipta miklu. 14.3.2008 14:41 D. Ramirez á þriggja ára afmæli Flex Music Þriggja ára afmæli Flex Music verður haldið hátíðlegt á Nasa við Austurvöll miðvikudaginn 19. mars, en það er dagurinn fyrir Skírdag. Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn D. Ramirez mun sjá um að fá fólk til þess að dansa. 14.3.2008 13:57 Dettur Vilhjálmur út í kvöld? Ellý Ármanns spáir því að Vilhjálmur detti úr í Bandinu hans Bubba í kvöld, en hann slapp naumlega frá vist í „grafhýsi frægðarinnar“ í síðustu viku, þegar Birgir fékk reisupassann. Ellý opnaði í dag vefsíðu sína Spámaður.is á ný eftir langt hlé, og dró af því tilefni spil fyrir keppendurna. 14.3.2008 12:34 Minnie Driver er ekki feit - heldur ólétt „Ertu að segja að ég sé feit? Hefurðu ekki tekið eftir maganum á mér?" með þessum orðum viðurkenndi Minnie Driver að hún ætti von á sínu fyrsta barni. 14.3.2008 12:04 Skandallinn borgar sig Frægðarsól Elliots Spitzer hnígur hratt til viðar eftir að upp komst um óheppilega náin tengls hans við 22ja ára vændiskonu. Gleðikonan sjálf, Ashley Alexandra Dupre stefnir hinsvegar hraðbyri í átt að frama og frægð. 14.3.2008 11:44 Vonum að tækniguðirnir verði í húsinu „Það er nú mesta furða hvað ég er lítið stressaður enda er ég búinn að koma flestu frá mér. Nú get ég aftur orðið gítarleikari og hætt að vera framkvæmdarstjóri eins og ég hef verið undanfarnar vikur,“ segir Guðmundur Jónsson í Sálinni Hans Jóns Míns. 14.3.2008 11:19 Breti fer á stefnumót með Scarlett Leikkonan fagra Scarlett Johansson bauð draumastefnumót með sér til styrktar Osfam. Hægt var að bjóða í stefnumótið og var breskur karlmaður sá heppni. 13.3.2008 21:07 Þýskt eurodance á Broadway Cascada kemur fram á Broadway í boði Flass 104,5 og mun ekkert vera til sparað til að gera kvöldið eins glæsilegt og mögulegt er. Auka hljóðkerfi og auka ljósakerfi verður á svæðinu. Upphitun verður í höndum Dj Sindra Bé Emm og Mercedez Club, sem munu koma fram á sínu fyrsta alvöru balli þetta kvöld. Síðan mun einn heitasti Dj landsins Frigore úr Plugg´d stíga á stokk þegar Cascada hefur lokið sér af. 13.3.2008 18:53 Sjónvarpsstöðin Sýn kvödd Frá og með deginum í dag munu allar sjónvarpsstöðvar 365 miðla verða kenndar við Stöð 2 - að viðbættu frekara auðkenni. Sýn hefur fengið nafnið Stöð 2 Sport. 13.3.2008 18:15 Gömul áramótaskaup aftur á skjáinn „Við erum ekkert að rjúka í þetta, það er heilmikið safn sem við þurfum að fara í gegnum," segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, um það hvenær landsmenn geta barið augum það gamla efni sem nú má sýna á ný. Stofnunin gerði á dögunum samning við Félag íslenskra leikara og Félag íslenskra hljómlistamanna um að endurflytja megi verk sem RÚV hefur framleitt og mun framleiða án þess að listamennirnir fá greitt sérstaklega fyrir það. 13.3.2008 18:07 Gettu betur vinsælasta sjónvarpsefni landsins Í vikulegri könnun Capacent fyrir vikuna 3-9. mars er spurningakeppnin Gettu betur með 55,4% áhorf í áhorfendahópnum 12-80 ára. Það er einnig Gettu betur sem er í öðru sætinu með 52,6%. Rúv á 15 af 20 vinsælustu dagskrárliðunum. 13.3.2008 17:12 Fyrsta Karen Millen verslunin opnar í New York Mikið var um dýrðir í opnunarpartýi fyrstu Karen Millen verslunar í New York á þriðjudaginn. Rjómi elítu borgarinnar mætti í veisluna og fylgdist með sýningu á tískusýningu á vor og sumarlínunni frá hönnuðinum vinsæla. 13.3.2008 14:46 Dauðadjásnin verða að tveimur kvikmyndum Tvær kvikmyndir verða gerðar úr síðustu Harry Potter bókinni, Harry Potter og Dauðadjásnin, að sögn fjölmiðla vestanhafs. Fyrri myndin lítur dagsins ljós í nóvember árið 2010 og sú seinni í maí árið eftir. 13.3.2008 14:30 Dj Premier á Gauknum um helgina Einn virtasti og áhrifamesti hip-hop plötusnúður heims, Dj Premier, ætlar að skemmta landanum á Gauki á stöng næsta laugardag í tilefni af sjö ára afmæli Kronik Enterntainment. 13.3.2008 14:15 Gleraugun skyggðu á Íraksinnrás „Ég bara fékk í augað,“ segir Logi Bergmann Eiðsson, sem vakti athygli áhorfenda Stöðvar 2 í hádeginu þegar hann las fréttirnar með forláta gleraugu. Logi hefur verið með linsur síðan hann var sautján ára gamall, og er ekki hrifinn af því að ganga með gleraugu. 13.3.2008 13:21 Íslenskir nemar fá ókeypis smokka Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir er þessa dagana að gefa öllum nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla og í framhaldsskólum smokka. Hver og einn nemandi 14 ára eða eldri fær því einn ókeypis smokk. 13.3.2008 13:11 Heimildarmynd um Ketil Larsen Heimildarmynd um Ketil Larsen fjöllistamann verður frumsýnd í Tjarnarbíó næsta sunnudag. 13.3.2008 12:44 Lítill engill á leið til Mörtu Lovísu Noregsprinsessu Marta Lovísa Noregsprinsessa á von á sínu þriðja barni í október. Prinsessan, sem er 36 ára, á fyrir börnin Maud Angelicu og Leuh Isadoru með eiginmanninum Ari Behn. Í tilkynningu frá konungshöllinni segir að móðirin sé í fínu formi og búist sé við áfallalausri meðgöngu. 13.3.2008 11:52 Frumsýningu frestað vegna vinsælda hrollvekju Fyrirhugaðri frumsýningu Græna ljóssins á heimildarmyndinni King of Kong, sem átti að fara fram í Regnboganum á morgun, verður frestað. Í sjálfu sér ekki af illu. Hryllingsmyndin traugastrekkjandi El Orfanato hefur gengið betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Hana átti að færa í minni sal um helgina til að rýma fyrir King of Kong, en það er ekki hægt vegna mikillar aðsóknar. Því er ekki pláss fyrir King of Kong. 13.3.2008 11:07 Jónsi skemmti 600 konum Konukvöld Létt Bylgjunnar fór fram í Smáralindinni í kvöld – glæisilegt og flott. Páll Óskar, Bjarni Haukur, MYST og fleiri skemmtu en Jónsi var kynnir og skemmti 600 konum. 12.3.2008 22:49 Handtekinn fyrir að vera heltekinn af Jodie Foster Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður sem hefur verið með leikkonuna Jodie Foster á heilanum undanfarin ár hefur verið handtekinn. Maðurinn sendi handskrifað bréf með sprengjuhótun á Van Nuys flugvöllinn í Kalíforníu og aðra flugvelli á svæðinu. 12.3.2008 20:18 Owen og Jennifer nýtt par? Það hitnar í kolunum á milli Jennifer Aniston og Owen Wilson á tökustað nýrrar myndar þeirra, Marley and Me, þar sem þau leika einmitt hjón. Haft eftir samstarfsmönnum þeirra að neistarnir hafi farið að fljúga um leið og þau hittust, og þau láti sér ekki nægja að faðmast og kyssast fyrir framan myndavélarnar. 12.3.2008 17:48 Sjá næstu 50 fréttir
Yngsti forstjórinn í Kauphöllinni orðinn þrítugur Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, er þrítugur í dag. Jón, sem er yngsti forstjórinn í Kauphöllinni, hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann tók við forstjórastólnum af Hannesi Smárasyni seint á síðasta ári. 18.3.2008 10:52
Súrrealískur sigur Hljómsveitin Agent Fresco sigraði Músiktilraunir í ár. Sigurinn kom liðsmönnum sveitarinnar mikið á óvart. 18.3.2008 07:00
Regína syngur lag fyrir ABC barnahjálp ABC barnahjálp setur markið hátt í tilefni af 20 ára afmæli sínu og stefnir að því að tvöfalda þann fjölda barna sem njóta stuðnings starfsins. Það þýðir að félagið myndi framfleyta tíu þúsund fleiri börnum fyrir árslok. 17.3.2008 16:36
Bjarni Jónsson tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna Bjarni Jónsson er tilnefndur fyrir Íslands hönd til Norrænu leikskáldaverðlaunanna í ár fyrir leikritið ÓHAPP! 17.3.2008 16:09
Miðasala að hefjast á Dylan Miðasala á tónleika Bobs Dylan í Egilshöll 26. maí, hefst föstudaginn 28. mars kl. 10:00 á Miði.is og öllum afgreiðslustöðum Miða.is. Eingöngu verður selt í stæði, og er salnum skipt í tvö svæði. Miðarnir kosta 8,900 krónur á A-svæði, nær sviðinu, og 6,900 á B svæði sem er fjær. 17.3.2008 15:55
Tónlist vændiskonunnar slær í gegn Ashley Alexandra Dupre er ekki á flæðiskeri stödd eftir samskipti sín við ríkisstjórann Eliot Spitzer. Dupre, sem fjármagnaði leit sína að frægð og frama með kynlífssölu, hefur nú fengið greiddar tæpar fimmtán milljónir króna fyrir niðurhal á lögunum sínum. 17.3.2008 15:13
Segir fæðingardag tvíburanna þann versta sem hann hefur lifað Dennis Quaid og eiginkona hans Kimberly Buffington voru gestir í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes í gær þar sem þau ræddu læknamistökin sem urðu þess valdandi að nýfæddir tvíburar þeirra lágu milli heims og helju fyrstu dagana. 17.3.2008 14:03
Mills fær nærri fjóra milljarða vegna skilnaðar Heather Mills, fyrrverandi eiginkonu Bítilsins Sir Pauls McCartney, voru dæmdar 24,3 milljónir punda, jafnvirði um 3,7 milljarða króna vegna skilnaðar þeirra skötuhjúa. Frá þessu var greint fyrir stundu. 17.3.2008 13:42
Hjónaband Madonnu í andaslitrunum Orðrómur um að Madonna ætli að skilja við eiginmanninn, Guy Richie gerist nú sífellt háværari. Samkvæmt heimildamanni Showbizspy vefsíðunnar hafa þau ákveðið að skilja, en ætla sér ekki að tilkynna það fyrr en eftir 18 mánuði. 17.3.2008 12:31
Fyrrverandi trommari ABBA lést af slysförum Ola Brunkert, fyrrverandi trommari sænsku sveitarinnar ABBA, fannst látinn í húsi sínu á Majorku á Spáni. Frá þessu greinir spænska fréttaveitan EFE. 17.3.2008 11:30
Halle Berry eignast stúlku Halle Berry ól hrausta og myndarlega stúlku á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles í gær. Þetta er fyrsta barn Halle, sem er rúmlega fertug, og kærastans, fyrirsætunnar Gabriel Aubry. 17.3.2008 10:38
Brotist inn hjá sjónvarpsstjörnu á meðan hún var í beinni Brotist var inn í hús David Walliams stjörnu í þáttunum Little Britain á meðan hann var í beinni útsendingu til styrktar góðgerðarmálum. Lögreglan telur að þjófarnir hafi vitað að hann yrði í sjónvarpsstúdíói og að íbúð hans í London yrði mannlaus. 16.3.2008 20:24
Keith Richards varar Winehouse við eiturlyfjum Gítarleikari Rolling Stones Keith Richards hefur varað söngkonuna Amy Winehouse við að hún eigi ekki langt eftir taki hún sig ekki á varðandi eiturlyfjaneyslu sína. 16.3.2008 16:24
Skilnaður McCartney og Mills að bresta á Paul McCartney kemst að því á morgun hversu mikið af Bítlaauðæfum hans renna til Heather Mills fyrrverandi eiginkonu hans. Þá mun dómari kveða upp dóm sem gæti orðið fordæmisgefandi fyrir stutt hjónabönd hinna ofurríku í Bretlandi. Hugh Bennett dómari gæti þó sett birtingarbann á úrskurðinn. 16.3.2008 14:25
Agent Fresco sigraði Músíktilraunir Hljómsveitin The Agent Fresco sigraði Músíktilraunir 2008. Úrslitakvöldið fór fram í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. Hljómsveitarmeðlimirnir fjórir úr Reykjavík og á aldrinum átján til tuttugu og tveggja ára. Á heimasíðu Músíktilrauna segja hljómsveitarmeðlimir að þeir spili pólirythmískt rokk með nokkrum áhrif frá jazzi. 16.3.2008 11:03
Missa vinnu vegna Britney Spears Að minnsta kosti 13 starfsmenn UCLA-sjúkrahússins í Los Angeles verða reknir og sex til viðbótar hafa verið leystir tímabundið frá störfum fyrir að hnýsast í sjúkraskýrslur Britney Spears. Samkvæmt heimildum Los Angeles Times eiga sex læknar auk þess von á afleiðingum vegna málsins. 15.3.2008 18:18
Gere saklaus af ruddaskap Hæstiréttur Indlands hefur lýst málaferlum þar sem Hollywoodleikarinn Richard Gere er sakaður um ruddalega hegðun gegn indverskri leikkonu sem „hégómlegum.“ Dómari við réttinn sagði Gere saklausan, þetta væri endi málsins og leikaranum væri frjálst að koma til Indlands. 15.3.2008 15:41
Þrjár milljónir fyrir stefnumót með Scarlett Aðdáandi Scarlett Johansson greiddi litlar þrjár milljónir fyrir 20 mínútna stefnumót við Hollywoodleikkonuna á uppboði góðgerðarsamtakanna Oxfam á netinu. Stjarnan verður í fylgd hins heppna aðdáanda við frumsýningu myndarinnar He's Just Not That Into You í Bandaríkjunum í júlí. 15.3.2008 11:01
Laufey Johansen sýnir í London Myndlistarkonan Laufey Johansen opnaði einkasýningu á verkum sínum í Design Centre í Knightbridge í London á fimmtudag. Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra í London hélt ræðu við það tilefni en fjölmenni var viðstatt opnunina. 15.3.2008 09:06
Ed Norton gerir mynd um Barack Obama Hollywoodstjarnan Edward Norton hyggst ásamt félögum sínum í Class 5 Films fyrirtækinu gera heimildarmynd um aðdraganda forsetakosninganna sem nú fara í hönd í Bandaríkjunum. Í myndinni verður athyglinni sérstaklega beint að Barack Obama. 14.3.2008 22:53
MR sigraði Gettu betur Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr bítum í Gettu betur eftir æsispennandi bráðabana í lokaviðureign við Menntaskólann á Akureyri. Þegar þrjár síðustu spurningarnar voru eftir var MR sjö stigum yfir og einungis sjö stig eftir í pottinum. 14.3.2008 21:31
Villi sendur heim Bubbi sendi Vilhjálm Örn Hallgrímsson heim í kvöld. Þar með er ljóst að hann mun ekki taka þátt í Bandinu hans Bubba, sem keppnin snýst að sjálfsögðu um. 14.3.2008 22:16
Lohan eyddi fimm milljónum í brúnkumeðferðir Eftir nokkrar misvinsælar bíómyndir í röð og dýra vist á meðferðarstofnunum fara sjóðir Lindsay Lohan óðum minnkandi. Slúðurpressan vestanhafs hefur eftir vinum hennar Lohan þurfi sárlega á eins og einni vinsælli bíómynd eða svo að halda til að ná endum saman. 14.3.2008 16:58
Strompreykir enn þrátt fyrir krabbameinið Patrick Swayze reykir enn, þó hann sé nýgreindur með krabbamein í brisi. Reykingar þykja almennt ekki heilsubætandi, hvað þá sé maður að berjast við krabbamein. Sé eitthvað hæft í sögusögnum um að hann eigi aðeins nokkrar vikur ólifaðar, er ekki víst að honum þyki það skipta miklu. 14.3.2008 14:41
D. Ramirez á þriggja ára afmæli Flex Music Þriggja ára afmæli Flex Music verður haldið hátíðlegt á Nasa við Austurvöll miðvikudaginn 19. mars, en það er dagurinn fyrir Skírdag. Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn D. Ramirez mun sjá um að fá fólk til þess að dansa. 14.3.2008 13:57
Dettur Vilhjálmur út í kvöld? Ellý Ármanns spáir því að Vilhjálmur detti úr í Bandinu hans Bubba í kvöld, en hann slapp naumlega frá vist í „grafhýsi frægðarinnar“ í síðustu viku, þegar Birgir fékk reisupassann. Ellý opnaði í dag vefsíðu sína Spámaður.is á ný eftir langt hlé, og dró af því tilefni spil fyrir keppendurna. 14.3.2008 12:34
Minnie Driver er ekki feit - heldur ólétt „Ertu að segja að ég sé feit? Hefurðu ekki tekið eftir maganum á mér?" með þessum orðum viðurkenndi Minnie Driver að hún ætti von á sínu fyrsta barni. 14.3.2008 12:04
Skandallinn borgar sig Frægðarsól Elliots Spitzer hnígur hratt til viðar eftir að upp komst um óheppilega náin tengls hans við 22ja ára vændiskonu. Gleðikonan sjálf, Ashley Alexandra Dupre stefnir hinsvegar hraðbyri í átt að frama og frægð. 14.3.2008 11:44
Vonum að tækniguðirnir verði í húsinu „Það er nú mesta furða hvað ég er lítið stressaður enda er ég búinn að koma flestu frá mér. Nú get ég aftur orðið gítarleikari og hætt að vera framkvæmdarstjóri eins og ég hef verið undanfarnar vikur,“ segir Guðmundur Jónsson í Sálinni Hans Jóns Míns. 14.3.2008 11:19
Breti fer á stefnumót með Scarlett Leikkonan fagra Scarlett Johansson bauð draumastefnumót með sér til styrktar Osfam. Hægt var að bjóða í stefnumótið og var breskur karlmaður sá heppni. 13.3.2008 21:07
Þýskt eurodance á Broadway Cascada kemur fram á Broadway í boði Flass 104,5 og mun ekkert vera til sparað til að gera kvöldið eins glæsilegt og mögulegt er. Auka hljóðkerfi og auka ljósakerfi verður á svæðinu. Upphitun verður í höndum Dj Sindra Bé Emm og Mercedez Club, sem munu koma fram á sínu fyrsta alvöru balli þetta kvöld. Síðan mun einn heitasti Dj landsins Frigore úr Plugg´d stíga á stokk þegar Cascada hefur lokið sér af. 13.3.2008 18:53
Sjónvarpsstöðin Sýn kvödd Frá og með deginum í dag munu allar sjónvarpsstöðvar 365 miðla verða kenndar við Stöð 2 - að viðbættu frekara auðkenni. Sýn hefur fengið nafnið Stöð 2 Sport. 13.3.2008 18:15
Gömul áramótaskaup aftur á skjáinn „Við erum ekkert að rjúka í þetta, það er heilmikið safn sem við þurfum að fara í gegnum," segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, um það hvenær landsmenn geta barið augum það gamla efni sem nú má sýna á ný. Stofnunin gerði á dögunum samning við Félag íslenskra leikara og Félag íslenskra hljómlistamanna um að endurflytja megi verk sem RÚV hefur framleitt og mun framleiða án þess að listamennirnir fá greitt sérstaklega fyrir það. 13.3.2008 18:07
Gettu betur vinsælasta sjónvarpsefni landsins Í vikulegri könnun Capacent fyrir vikuna 3-9. mars er spurningakeppnin Gettu betur með 55,4% áhorf í áhorfendahópnum 12-80 ára. Það er einnig Gettu betur sem er í öðru sætinu með 52,6%. Rúv á 15 af 20 vinsælustu dagskrárliðunum. 13.3.2008 17:12
Fyrsta Karen Millen verslunin opnar í New York Mikið var um dýrðir í opnunarpartýi fyrstu Karen Millen verslunar í New York á þriðjudaginn. Rjómi elítu borgarinnar mætti í veisluna og fylgdist með sýningu á tískusýningu á vor og sumarlínunni frá hönnuðinum vinsæla. 13.3.2008 14:46
Dauðadjásnin verða að tveimur kvikmyndum Tvær kvikmyndir verða gerðar úr síðustu Harry Potter bókinni, Harry Potter og Dauðadjásnin, að sögn fjölmiðla vestanhafs. Fyrri myndin lítur dagsins ljós í nóvember árið 2010 og sú seinni í maí árið eftir. 13.3.2008 14:30
Dj Premier á Gauknum um helgina Einn virtasti og áhrifamesti hip-hop plötusnúður heims, Dj Premier, ætlar að skemmta landanum á Gauki á stöng næsta laugardag í tilefni af sjö ára afmæli Kronik Enterntainment. 13.3.2008 14:15
Gleraugun skyggðu á Íraksinnrás „Ég bara fékk í augað,“ segir Logi Bergmann Eiðsson, sem vakti athygli áhorfenda Stöðvar 2 í hádeginu þegar hann las fréttirnar með forláta gleraugu. Logi hefur verið með linsur síðan hann var sautján ára gamall, og er ekki hrifinn af því að ganga með gleraugu. 13.3.2008 13:21
Íslenskir nemar fá ókeypis smokka Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir er þessa dagana að gefa öllum nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla og í framhaldsskólum smokka. Hver og einn nemandi 14 ára eða eldri fær því einn ókeypis smokk. 13.3.2008 13:11
Heimildarmynd um Ketil Larsen Heimildarmynd um Ketil Larsen fjöllistamann verður frumsýnd í Tjarnarbíó næsta sunnudag. 13.3.2008 12:44
Lítill engill á leið til Mörtu Lovísu Noregsprinsessu Marta Lovísa Noregsprinsessa á von á sínu þriðja barni í október. Prinsessan, sem er 36 ára, á fyrir börnin Maud Angelicu og Leuh Isadoru með eiginmanninum Ari Behn. Í tilkynningu frá konungshöllinni segir að móðirin sé í fínu formi og búist sé við áfallalausri meðgöngu. 13.3.2008 11:52
Frumsýningu frestað vegna vinsælda hrollvekju Fyrirhugaðri frumsýningu Græna ljóssins á heimildarmyndinni King of Kong, sem átti að fara fram í Regnboganum á morgun, verður frestað. Í sjálfu sér ekki af illu. Hryllingsmyndin traugastrekkjandi El Orfanato hefur gengið betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Hana átti að færa í minni sal um helgina til að rýma fyrir King of Kong, en það er ekki hægt vegna mikillar aðsóknar. Því er ekki pláss fyrir King of Kong. 13.3.2008 11:07
Jónsi skemmti 600 konum Konukvöld Létt Bylgjunnar fór fram í Smáralindinni í kvöld – glæisilegt og flott. Páll Óskar, Bjarni Haukur, MYST og fleiri skemmtu en Jónsi var kynnir og skemmti 600 konum. 12.3.2008 22:49
Handtekinn fyrir að vera heltekinn af Jodie Foster Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður sem hefur verið með leikkonuna Jodie Foster á heilanum undanfarin ár hefur verið handtekinn. Maðurinn sendi handskrifað bréf með sprengjuhótun á Van Nuys flugvöllinn í Kalíforníu og aðra flugvelli á svæðinu. 12.3.2008 20:18
Owen og Jennifer nýtt par? Það hitnar í kolunum á milli Jennifer Aniston og Owen Wilson á tökustað nýrrar myndar þeirra, Marley and Me, þar sem þau leika einmitt hjón. Haft eftir samstarfsmönnum þeirra að neistarnir hafi farið að fljúga um leið og þau hittust, og þau láti sér ekki nægja að faðmast og kyssast fyrir framan myndavélarnar. 12.3.2008 17:48