Lífið

Gömul áramótaskaup aftur á skjáinn

Þórhallur segir að skaupin séu meðal þess sem er líklegt aftur á skjáinn.
Þórhallur segir að skaupin séu meðal þess sem er líklegt aftur á skjáinn.
„Við erum ekkert að rjúka í þetta, það er heilmikið safn sem við þurfum að fara í gegnum," segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, um það hvenær landsmenn geta barið augum það gamla efni sem nú má sýna á ný. Stofnunin gerði á dögunum samning við Félag íslenskra leikara og Félag íslenskra hljómlistamanna um að endurflytja megi verk sem RÚV hefur framleitt og mun framleiða án þess að listamennirnir fá greitt sérstaklega fyrir það.

Þórhallur segir að landsmenn megi vænta þess að efnið fari í sýningu með haustinu, eftir að búið er að fara í gegnum safnið og meta það hvað á erindi á skjáinn aftur.

„Það er fullt af þvílíkum perlum og góðu efni í þessu," segir Þórhallur. „Í minningunni er ofboðslega margt sem mann langar að sjá, en sumir hlutir hlutir eiga líklega betur heima þar." Hann segir þó að eins og marga aðra hlakki hann sérstaklega til að gömul Áramótaskaup.

Skaupin eru að sögn Þórhalls meðal þess sem áhorfendur geta átt von á í haust, og þættir á borð við „Fastir liðir eins og venjulega" líklegir til að rata aftur á skjáinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.