Lífið

Lítill engill á leið til Mörtu Lovísu Noregsprinsessu

Marta segist geta talað við englana.
Marta segist geta talað við englana.

Marta Lovísa Noregsprinsessa á von á sínu þriðja barni í október. Prinsessan, sem er 36 ára, á fyrir börnin Maud Angelicu og Leuh Isadoru með eiginmanninum Ari Behn. Í tilkynningu frá konungshöllinni segir að  móðirin sé í fínu formi og búist sé við áfallalausri meðgöngu.

Stefni í vandræði getur Marta líklega leitað til æðri máttarvalda en hún vakti mikla - og ekki alltaf góða - athygli í fyrra þegar hún setti á fót englaskóla.

Prinsessan hélt því fram að hún gæti eftir andlegum leiðum átt samskipti við engla og hlaut bágt fyrir hjá fjölmiðlum sem gagnrýndu hana meðal annars til að nota krúnuna til að auglýsa alls óskylt viðskiptaævintýri sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.