Lífið

Fyrsta Karen Millen verslunin opnar í New York

Karen Millen
Karen Millen
Mikið var um dýrðir í opnunarpartýi fyrstu Karen Millen verslunar í New York á þriðjudaginn. Rjómi elítu borgarinnar mætti í veisluna og fylgdist með sýningu á tískusýningu á vor og sumarlínunni frá hönnuðinum vinsæla.

Millen sjálf var viðstödd opnunina og ræddi við fulltrúa tískublöðanna. Opnun búðarinnar í New York er liður í útbreiðslu vörumerkisins, sem er að hluta til í eigu Baugs, vestanhafs, en unnið er að því að fjölga verslunum þar til muna. Þær eru fyrir í borgum eins og Boston, San Francisco, Dallas og Los Angeles.
Sports Illustrated fyrirsætan Jessica White
Leikkonan Mary Louise Parker ásamt Karen Millen
Samkvæmisljónið Dani Stahl og breska fyrirsætan og samkvæmisskvísan Poppy Delevigne ásamt tveimur herramönnum.
Fyrirsætan Poppy Delevigne, leikkonan Mary Louise Parker, Karen Millen, Lucy Sykes og Gemma Metheringham.
Tara Subkoff, hönnuður hjá Imitation of Christ.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.