Lífið

Gettu betur vinsælasta sjónvarpsefni landsins

Í vikulegri könnun Capacent fyrir vikuna 3-9. mars er spurningakeppnin Gettu betur með 55,4% áhorf í áhorfendahópnum 12-80 ára. Það er einnig Gettu betur sem er í öðru sætinu með 52,6%. Rúv á 15 af 20 vinsælustu dagskrárliðunum.

American Idol er enn vinsælasti dagskrárliður Stöðvar 2 en þátturinn er í 15 sæti með 28,3% uppsafnað áhorf. Bandið hans Bubba er í 20. Sæti með 23,8%, Fréttir Stöðvar 2 í 26. Sæti og Logi í beinni 27.sæti með 21,3% áhorf.

Fréttir Sjónvarpsins eru í þriðja sætinu með 42,7% uppsafnað áhorf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.