Lífið

Skandallinn borgar sig

Ashley Alexandra á framtíðina fyrir sér.
Ashley Alexandra á framtíðina fyrir sér.
Frægðarsól Elliots Spitzer hnígur hratt til viðar eftir að upp komst um óheppilega náin tengls hans við 22ja ára vændiskonu. Gleðikonan sjálf, Ashley Alexandra Dupre stefnir hinsvegar hraðbyri í átt að frama og frægð.

Ashley flutti ung til New York og drýgði tekjurnar með vel launuðum skyndikynnum við fyrirmenni á meðan hún reyndi að koma sér á framfæri sem söngkona. Með takmörkuðum árangri.

Það hefur þó breyst frá því að upp komst um samband hennar við ríkisstjórann. Myspace síðu hennar var lokað í gær, eftir að meira en fimm milljónir manna höfðu flett í gegnum myndir af henni, hlustað á tónlista hennar og lesið æviágripið.

Tvö af lögum Ashley voru líka til sölu á vefsíðunni Aime Street, þar sem verð þeirra ákvarðast af vinsældum. Eftir að skandallinn kom í ljós ruku lögin „What We Want" og hið frumlega nefnda „Move Ya Body" upp í 98 cent, en höfðu áður kostað 13. Fleiri en 200.000 manns höfðu hlaðið þeim niður.

Þá er „What We Want" komið í spilun hjá útvarpsstöðvum, og munu einhver útgáfufyrirtæki hafa sýnt því áhuga að gefa tónlist stúlkunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.