Lífið

Þrjár milljónir fyrir stefnumót með Scarlett

Aðdáandinn greiðir 150 þúsund krónur fyrir hverja mínútu með stjörnunni.
Aðdáandinn greiðir 150 þúsund krónur fyrir hverja mínútu með stjörnunni. MYND/AFP

Aðdáandi Scarlett Johansson greiddi litlar þrjár milljónir fyrir 20 mínútna stefnumót við Hollywoodleikkonuna á uppboði góðgerðarsamtakanna Oxfam á netinu. Stjarnan verður í fylgd hins heppna aðdáanda við frumsýningu myndarinnar He's Just Not That Into You í Bandaríkjunum í júlí.

Maðurinn sem bauð í stefnumótið frá Bretlandi hefur ekki verið nafngreindur, en gekk undir nafinu Bossnour á eBay.

Talsmaður Oxfam sagði að peningarnir yrðu notaðir í baráttunni gegn fátækt. Aðdáandinn fær hárgreiðslu og snyrtingu fyrir atburðinn í júlí og verður ekið á frumsýninguna ásamt einum gesti.

Drew Barrymore, Jennifer Anniston, Jennifer Connelly og Ben Affleck leika einnig í rómantísku gamanmyndinni. Handritið er gert eftir samnefndri metsölubók.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.