Lífið

Laufey Johansen sýnir í London

Hendrikka Waage skartgripahönnuður, Laufey og Guðjón hjá Baugi
Hendrikka Waage skartgripahönnuður, Laufey og Guðjón hjá Baugi

Myndlistarkonan Laufey Johansen opnaði einkasýningu á verkum sínum í Design Centre í Knightbridge í London á fimmtudag. Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra í London hélt ræðu við það tilefni en fjölmenni var viðstatt opnunina.

Listamaðurinn sjálfur var himinlifandi með undirtektir gestanna á verkunum sem öll eru svört, unnin í olíu á striga. „Fólk var mjög hissa og fannst þarna eitthvað nýtt og öðruvísi á ferðinni," sagði hún þegar Vísir náði tali af henni í London. „Þetta hitti bara algjörlega í mark."

Auk sendiherrans var fjöldi góðra gesta við opnunina, meðal annars ræðismaður Færeyja í London og íslenskt athafnafólk í borginni.

Fjöldi verka seldist á sýningunni. Grísku banki hafði meðal annars samband, en hann er að leita að verkum í útibúið hér í London," sagði Laufey.

Laufey bauðst að taka þátt í Icelandic Festival í Liverpool á vegum útflutningsráðs og sendiráðsins í London á síðasta ári. Þar var henni boðið að halda sýninguna í Design Centre nú, en það er í eigu Dagmarar Þorsteinsdóttur og Magnúsar Magnússonar.

Brynja Nordquist flugfreyja og Thulin Johansen faðir Laufeyjar.
Bjarni Sigurbjörnsson, Þóra Guðmundsdóttir og Ólafur Ólafsson arkitekt í London.
Helga Ólafsdóttir, Þórdís Edwald, Laufey og Linda Stefánsdóttir.
Elfar Aðalsteinsson og Anna María Pitt.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra hélt ræðu við opnun sýningarinnar.
Guðfinna, Unnur, Elísa og Laufey.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.