Lífið

Halle Berry eignast stúlku

Halle Berry ól hrausta og myndarlega stúlku á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles í gær. Þetta er fyrsta barn Halle, sem er rúmlega fertug, og kærastans, fyrirsætunnar Gabriel Aubry.

Halle vissi fyrirfram ekki hvoru kyninu hún ætti von á, en hún sagði við InStyle tímaritið í janúar að hún byggist við því að það væri stelpa vegna þess að lagið „Isn't She Lovely" kæmi svo oft upp á iPodinum hennar. Hún sagði við sama tækifæri að þau væru ekki búin að ákveða nafn, þar sem ómögulegt væri að vita hvað barn ætti að heita fyrr en maður hitti það.

Halle og Gabriel, sem er níu árum yngri en leikkonan, hittust við tökur á Versace auglýsingu árið 2005.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.