Fleiri fréttir

Bláir skuggar í Hafnarborg
Norski málarinn Kjell Nupen opnar sýningu á málverkum og grafíkverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Sýningin er farandsýning sem hefur göngu sína hér en fer síðan til þriggja annarra safna: Safnsins á Haugum í Vestfold í Noregi, Safns trúarlegrar listar og Kastrupgaard-safnsins í Danmörku. Ferðalagið er styrkt af norska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og Norræna menningarsjóðnum.

The Lodger endurgerð
Þögul mynd Alfreds Hitchcock frá árinu 1927, The Lodger, verður endurgerð í Hollywood á næstunni. The Lodger fjallar um dularfullan mann sem leigir herbergi á heimili Bunting-fjölskyldunnar á sama tíma og raðmorðingi hrellir íbúa London.

Fishburne tryggir sér Alkemistann
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Laurence Fishburne mun leikstýra kvikmyndaútgáfu af hinni ofurvinsælu bók Paul Coelho, Alkemistinn. Allar líkur eru á því að Fishburne muni einnig koma að handritsskrifum en málið ku vera á upphafsreit. Alkemistinn er einhver vinsælasta bók allra tíma og hefur setið á toppi metsölulista um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál.

Balkanskt tempó
Þjóðlagahljómsveitin Narodna Musika heldur tónleika á Café Cultura í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um Ísland.

Á toppnum í Bretlandi
Rokkdúettinn The White Stripes fór beint á toppinn á breska vinsældarlistanum með nýjustu plötu sína Icky Thump. Þetta er betri árangur en sveitin náði með síðustu plötu sinni, Get Behind Me Satan, því hún komst hæst í þriðja sætið á listanum. Síðast fór The White Stripes beint á toppinn í Bretlandi með plötunni Elephant sem kom út fyrir fjórum árum.

Á stefnumót
Einn af þeim rúmlega áttatíu hönnuðum sem eiga verk á sýningunni Magma/Kvika á Kjarvalsstöðum er grafíski hönnuðurinn Ámundi Sigurðsson en hann verður með hádegisleiðsögn um sýninguna kl. 12 í dag.

Möndlumjólk á morgunkornið
Sólveig Eiríksdóttir eldar kynstrin öll af gómsætum grænmetisréttum fyrir Völu Matt í kvöld í þætti hennar Matur og lífsstíll. „Solla himneska, eins og maður kallar hana þar sem hún rekur fyrirtækið Himnesk hollusta, er ótrúlega hugmyndarík og sniðug þegar kemur að spennandi uppskriftum,“ segir Vala.

Tónleikar The Rapture - fimm stjörnur
Það voru nýstirnin í hljómsveitinni Motion Boys sem hituðu upp fyrir The Rapture á Nasa á þriðjudagskvöldið. Motion Boys er mikið hampað þessa dagana og þess vegna gaman að fá tækifæri til að sjá hvernig sveitin spjarar sig á tónleikum.

Kim Larsen væntanlegur til Íslands
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember.

Fiskréttur flugmannsins
Egill Ibsen Óskarsson starfar sem flugmaður en hefur mikinn áhuga á myndlist og mat og eyðir frístundum sínum í að rækta þessi áhugamál.

Misheppnuð typpastækkun veldur sjálfsmorði
Yfirvöld í Kambódíu vöruðu í gær þarlenda karlmenn við því að reyna heimatilbúnar aðferðir til typpastækkana. Þetta var gert í kjölfar þess að maður framdi sjálfsmorð í kjölfar misheppnaðrar typpastækkunar.

Heimsmeistari í kappáti með gigt í kjálka
Heimsmeistari í kappáti gæti misst titilinn vegna gigtar - í kjálkanum. Hinn 29 ára Takeru Kobayashi stefndi á sjöunda sigur sinn í pulsuátkeppni sem fer fram 4. júlí ár hvert í Brooklyn. Hann líður hins vegar svo miklar kvalir vegna gigtarinnar að hann á í vandræðum með að opna munninn.

Glímukappi myrðir eiginkonu sína og barn
Glímukappinn Chris Benoit kyrkti konu sína, kæfði sjö ára son sinn og kom biblíu fyrir við hlið líka þeirra áður en hann hengdi sig í snúru í lyftingatæki á heimili sínu í Fayettville í Georgíu. Benoit var fertugur kanadískur ríkisborgari, og þekktur sem ,,The Canadian Crippler" í fjölbragðaglímuheiminum.

Goldie heldur tónleika á NASA
Þann 14. júlí næstkomandi mun tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Goldie koma fram á Breakbeat.is klúbbakvöldi á NASA. Heimsókn Goldie er liður í kynningaferð fyrir nýjustu breiðskífu hans, Malice in Wonderland, sem kom út fyrir skömmu undir listamannsnafninu Rufige Kru.

Angelina Jolie hló í fæðingunni
Margar konur öskra, veina eða gráta á meðan þær fæða börn. Ekki Angelina Jolie. Á meðan dóttir hennar Shiloh Nouvel var tekin með keisaraskurði á sjúkrahúsi í Namibíu fékk hún hláturskast. Og Brad Pitt náði því öllu saman á myndband.

Krá verður sendiráð og sleppur við reykingabann
Uppfinningasamur bareigandi á Bretlandi hefur fundið leið framhjá reykingabanni sem tekur gildi þar á sunnudaginn. Bob Beech hefur gert krá sína, Wellington Arms, í Southampton að sendiráði fyrir Redonda, pínulítla óbyggða eyju í Karabíska hafinu, um 35 sjómílur frá Antigua.
Aukatónleikar Sinfoníuhljómsveitarinnar og Dúndurfrétta
Uppselt er á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar og Dúndurfrétta í Laugardalshöll á föstudag, þar sem sveitirnar flytja eitt þekktasta verk rokksögunnar, The Wall eftir Pink Floyd. Vegna þessa hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum fimmtudaginn 28. júní klukkan 19:30.

Led Zeppelin íhugar endurkomu
Þrír eftirlifandi meðlimir hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Led Zeppelin eru sagðir íhuga að koma saman á ný. Hugmyndin er að koma fram saman á einum tónleikum síðar í sumar. Tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Ahmet Ertgun, stofnanda Atlantic Records, en hann lést á síðasta ári. Ertgun þessi vann mikið með Zeppelin á sínum tíma og vilja hljómsveitarmeðlimirnir votta honum virðingu sína með því að stíga aftur á svið í þetta eina skipti.

Tvö fyrirtæki slást um Star Trek
„Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Bjarni Guðmundsson hjá Saga Film. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir nú kapphlaup milli Saga Film og Pegasusar um tökur á nýjustu Star Trek-myndinni.

Nhi og bau
Víetnamski tónlistarmaðurinn Ngo Hong Quang kynnir hlustendum nýjan hljóðheim á tónleikum í Iðnó í kvöld. Quang útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Hanoi vorið 2006 eftir tólf ára nám á hefðbundin víetnömsk hljóðfæri.

Paris brosir breitt
Hótelerfinginn Paris Hilton brosti sínu blíðasta er hún yfirgaf fangelsið sem hún hafði mátt dúsa í frá því í upphafi mánaðarins þar til henni var sleppt úr haldi rétt fyrir miðnætti í fyrradag. Hilton hafði þá afplánað 23 daga af 45 daga dómi en vegna góðrar hegðunar og plássleysis í fangelsinu var hún látin laus fyrr en áætlað var.

Tvennir tónleikar
Þingeyska gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir, sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu, heldur tvenna útgáfutónleika á næstunni. Fyrri tónleikarnir verða í Borgarleikhúsinu á laugardag en hinir síðari í Ýdölum í Aðaldal viku síðar.

Damon frumsýnir óperu
Nýtt verk Damons Albarn verður frumsýnt í Manchester á morgun. Verkið er sungið á mandarín-tungu og spilað er undir á glerharmonikku. Ópera eftir popparann Damon Albarn verður frumsýnd í Manchester á Englandi á morgun.

Kynjamyndir á Korpúlfsstöðum
Hópur þrettán myndlistarmanna og hönnuða sem hafa vinnustofur sínar á Korpúlfsstöðum opna gáttir sínar þessa vikuna og bjóða listunnendum og öðrum forvitnum gestum að kíkja á verk sín. Hópurinn kennir sig við „KorpArt“.

Jagúar gefur út nýtt lag
Nýtt lag með hljómsveitinni Jagúar, You Want Me, er komið í spilun. Lagið verður að finna á fjórðu plötu sveitarinnar sem var tekin upp í Danmörku síðasta vetur. Er hún væntanleg í ágúst.

Heimboð Bjarkar einber uppspuni
Breska götublaðið Daily Star birti í gær frétt sem fór eins og eldur í sinu um netið en þar var íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir sögð hafa boðið poppstjörnunni Britney Spears að hafa afnot af heimili sínu í Reykjavík. Þar að auki var greint frá því að Björk hefði sent henni dagbókarbrot frá þeim tíma sem hún bjó í Lonon og átti í svipuðum vandamálum og Britney hefur glímt við auk bréfs þar sem íslenska stórstjarnan gefur henni góð ráð.

Cruise í vanda
Þýsk yfirvöld hafa meinað Tom Cruise að taka upp senur í nýjustu kvikmynd hans á grundvelli trúarskoðana Cruise. Samstarfskona Cruise segir trúarbrögð leikarans ekkert hafa með myndina að gera.

Flestir fá borgað undir borðið
„Ég gef allt mitt upp til skatts. Hvað ég tek svo fyrir þetta er síðan bara samkomulag og snýr að umfangi og öðrum þáttum,“ segir Bjarni Arason, söngvarinn góðkunni. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær eru þó nokkrir íslenskir söngvarar margbókaðir í brúðkaup þann 07.07.07 en þá verður væntanlega slegið nýtt met í því að gefa fólk saman frammi fyrir Guði og mönnum. Söngvarar á borð við Diddú og Bjarna voru til að mynda fjórbókaðir þennan dag en sá sem reyndist vera kóngurinn í þessum fræðum var Páll Óskar Hjálmtýsson; hann var bókaður í sjö brúðkaup.

Bullock í rómantík
Thomas Haden Church er í viðræðum um að leika á móti Söndru Bullock í rómantísku gamanmyndinni All About Steve. Bullock leikur snjallan krossgátufræðing sem verður yfir sig ástfanginn að myndatökumanni sjónvarpsstöðvarinnar CNN eftir aðeins eitt stefnumót.

Sizemore í steininn
Leikarinn Tom Sizemore hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi eftir að fíkniefni fundust í bíl hans. Þar með braut hann skilorð sitt eftir að hafa áður verið handtekinn með fíkniefni í fórum sínum.

Dýrasta verkið á 8,3 milljónir
Málverkið „Pip and Nina“ eftir Svavar Guðnason var slegið hæstbjóðanda á rúmar 8,3 milljónir króna hjá uppboðshúsinu Christie‘s í London í gær. Annað verka Svavars var selt á 4,8 milljónir á sama uppboði.

Níu ára strákur kynnir myndasögubók
„Ég hef samið myndasögur frá því ég var sex ára,“ segir Hugi Garðarsson myndasöguhöfundur sem mætti á Fréttablaðið til að kynna myndasögubók sína, Jóa gulrót og brækur réttlætisins.

The Verve koma saman á ný
Breska hljómsveitin The Verve hyggst koma aftur saman eftir beiskan aðskilnað fyrir átta árum. Þetta tilkynnir söngvari hljómsveitarinnar, Richard Ashcroft, í yfirlýsingu á heimasíðu sinni.

Staðfestu rétt dæmds nauðgara til kláms
Dæmdir kynferðisafbrotamenn í Svíþjóð mega skoða klámblöð að vild. Þetta segja þarlendir dómstólar, sem komust að þeirri niðurstöðu að sænsku fangelsismálastofnuninni væri ekki stætt á því að neita dæmdum nauðgara um klámblöðin hans.

Moore er of feitur til að fjalla um heilbrigðismál
Dýraverndunarsamtökin PETA eru ekki hrifin af Michael Moore og nýjustu mynd hans ,,Sicko", sem fjallar um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Þau segja hinn frjálslega vaxna leikstjóra ekki í neinni aðstöðu til að fjalla um heilbrigðismál, þegar hann sé sjálfur afar óheilbrigður.

Brasilísk skutla týndi naflanum
Sérlega duglegur grafískur hönnuður, harðákveðinn í að fjarlægja hverja einustu misfellu af líkama brasilískrar fyrirsætu, máði nafla hennar af mynd sem birtist í Playboy tímaritinu.

Vildi fá kostnað vegna tilhugalífsins bættann
Hryggbrotinn kærasti ætlaði ekki að láta vaða yfir sig á skítugum skónum, og fór í mál við unnustu sína fyrrverandi til að fá kostnað vegna rómantískra helgarferða, gjafa og ófrjósemisaðgerðar bættann.

Hyggst hlæja í eigin aftöku
Maður í Texas sem á að lífláta í dag vill deyja hlæjandi. Vinur Patrick Knight auglýsti eftir bröndurum á Myspace og bárust hundruðir tillagna. Knight hyggst svo lesa einn þeirra áður en hann verður líflátinn með eitursprautu. Talskona fangelsisyfirvalda, Michelle Lyons, sagði að hann vildi hafa létta stemningu við aftökuna.

Barnsmóðir 50 Cent sættir sig ekki við klink
Ein og hálf milljón á mánuði er ekki nóg til að ala upp barn og halda heimili. Að minnsta kosti vill barnsmóðir 50 Cent, Shaniqua Tompkins, meina það en rapparinn greiðir mánaðarlega 1.5 milljónir í meðlag með syni sínum.

Bannað að mynda vegna trúarbragða Tom Cruise
Þýskaland bannaði framleiðendum myndar um tilraun til að ráða Adolf Hitler af dögum að mynda á svæðum þýska hersins vegna þess að Tom Cruise, stjarna myndarinnar, er meðlimur vísindakirkjunnar.

Evan beint á toppinn
Gamanmyndin Evan Almighty fór beint í efsta sæti norður ameríska aðsóknarlistans um síðustu helgi. Náði myndin þó aðeins inn rúmlega helmingi af aðsóknartekjum forvera síns, Bruce Almighty.

Nýstárleg hljóð og spánnýtt verk
Tónlistarhópurinn Aton stendur í stórræðum þessa dagana. Hópurinn kom fram á tvennum tónleikum á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði í síðustu viku og vinnur þessa dagana að fyrstu plötu sinni sem væntanleg er síðar á árinu. Höfundar verka á fyrirhugaðri plötu eru meðal annars Hlynur Aðils Vilmarsson, Hugi Guðmundsson, Steingrímur Rohloff og Guðmundur Steinn Gunnarsson. Verkin eru samin á tímabilinu 1999-2006.

Erfið vika hjá Venna
„Ég lenti í viku frá helvíti,“ segir sjónvarpsmaðurinn og fasteignasalinn Vernharð Þorleifsson sem er þessa dagana að jafna sig eftir þrjú áföll sem gerðust í lífi hans með skömmu millibili.

Kvikmynd um Hugh Hefner
Til stendur að gera kvikmynd um Hugh Hefner, stofnanda karlatímaritsins Playboy. Leikstjóri verður Brett Ratner sem á að baki Rush Hour-myndirnar og X-Men: The Last Stand.

Kennir örugga trampólínnotkun
Ása Inga Þorsteinsdóttir, þjálfari hjá fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi, heldur námskeið um örugga trampólínnotkun fyrir börn. Hún segir mikilvægt að krakkar hafi góðan grunn í trampólínstökki sem þeir geti svo byggt ofan á.