Lífið

Bullock í rómantík

Sandra Bullock leikur í rómantísku gamanmyndinni All About Steve.
Sandra Bullock leikur í rómantísku gamanmyndinni All About Steve.
Thomas Haden Church er í viðræðum um að leika á móti Söndru Bullock í rómantísku gamanmyndinni All About Steve. Bullock leikur snjallan krossgátufræðing sem verður yfir sig ástfanginn að myndatökumanni sjónvarpsstöðvarinnar CNN eftir aðeins eitt stefnumót. Eltir hún manninn út um allar trissur til að sannfæra hann um ást sína á honum.

Church sást síðast á hvíta tjaldinu sem Sandmaðurinn í Spider Man 3 en næsta mynd hans er Smart People. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Sideways.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.