Lífið

Moore er of feitur til að fjalla um heilbrigðismál

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Dýraverndunarsamtökin PETA eru ekki hrifin af Michael Moore og nýjustu mynd hans ,,Sicko", sem fjallar um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum.

Þau segja hinn frjálslega vaxna leikstjóra ekki í neinni aðstöðu til að fjalla um heilbrigðismál, þegar hann sé sjálfur afar óheilbrigður.

Forstoðumaður PETA, Ingrid Newkirk, líkir þessu í opnu bréfi til Moore við það að kasta steinum úr glerhúsi.

Hún hvatti Moore einnig til að gerast grænmetisæta, sem margir næringarfræðingar segja að sé góð leið til að grennast, og að ná sér í grænmetisuppskriftir á heimasíðu PETA GoVeg.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.