Lífið

Bannað að mynda vegna trúarbragða Tom Cruise

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Þýskaland bannaði framleiðendum myndar um tilraun til að ráða Adolf Hitler af dögum að mynda á svæðum þýska hersins vegna þess að Tom Cruise, stjarna myndarinnar, er meðlimur vísindakirkjunnar.

Talsmaður þýska varnarmálaráðuneytisins, Harald Kammerbauer, greindi frá þessu á mánudag.

Cruise leikur Claus von Stauffenberg, ofursta sem stóð fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Nasistaleiðtogann af dögum með sprengjutilræði.

Leikarinn, sem er einnig einn framleiðenda myndarinnar er meðlimur í Vísindakirkjunni, sem þýsk stjórnvöld líta á sem sértrúarsöfnuð. Þau segja söfnuðinn sigla undir fölsku flaggi trúarinnar til að græða pening, sem æðstu menn kirkjunnar neita.

,,Þýski herinn hefur sérstakan áhuga á því að myndin gefi alvörugefna og raunsanna mynd af atburðum 20. júlí 1944 og persónu Stauffenbergs greifa." sagði Kammerbauer.

Meðframleiðandi Cruise, Paula Wagner sagði að persónuleg trú hans hefði alls engin áhrif á söguþráð myndarinnar, efnistök eða innihald.

Myndin gengur undir nafninu ,,Valkyrie", og er áætlað að hún komi út árið 2008. Henni verður leikstýrt af Bryan Singer og er Kenneth Branagh einn leikara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.