Lífið

Vildi fá kostnað vegna tilhugalífsins bættann

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Hryggbrotinn kærasti ætlaði ekki að láta vaða yfir sig á skítugum skónum, og fór í mál við unnustu sína fyrrverandi til að fá kostnað vegna rómantískra helgarferða, gjafa og ófrjósemisaðgerðar bættann.

Hæstiréttur í Utah hafnaði kröfu Layne D. Hess, sem krafði Jody Johnson um þúsundir dollara í bætur fyrir kostnað vegna ferðar til Alaska, Parísar og ófrjósemisaðgerðar. Hún skilaði honum trúlofunarhring sínum í apríl 2005, nokkrum mánuðum áður en þau ætluðu að gifta sig.

Hess sakaði Johnson um samningsrof og að reyna að hagnast á sér og sagði að hann hefði eytt peningum í hana vegna yfirvofandi giftingar þeirra.

,,Hess hvetur réttinn til að líta svo á að allar gjafir sem gefnar eru eftir trúlofun séu háðar því að gengið sé í hjónaband. Það getum við ekki fallist á" sagði í áliti réttarins, sem staðfesti niðurstöðu undirréttar.

Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að trúlofun væri ,,reynslutímabil" þar sem fólk léti reyna á tilfinningar sínar í garð hvors annars.

,,Við sjáum engan hag í því að refsa fólki fyrir að ákveða, sama hvaða ástæður liggja að baki, að það sé ekki tilbúið til að stíga þetta mikilvæga skref" sagði rétturinn um hjónaband.

Rétturinn sagði einnig að að Hess hefði ekki tapað öllu - Johnson hefði að minnsta kosti skilað hringnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.