Lífið

Hyggst hlæja í eigin aftöku

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Maður í Texas sem á að lífláta í dag vill deyja hlæjandi.

Vinur Patrick Knight auglýsti eftir bröndurum á Myspace og bárust hundruðir tillagna. Knight hyggst svo lesa einn þeirra áður en hann verður líflátinn með eitursprautu.

Talskona fangelsisyfirvalda, Michelle Lyons, sagði að hann vildi hafa létta stemningu við aftökuna.

Knight, sem er 39 ára, var dæmdur til dauða fyrir að hafa í ágúst árið 1991 myrt tvo aldraða nágranna sína í Amarillo í Texas.

,,Ég mun njóta síðustu daga minna á jörðinni" skrifaði fanginn á heimasíðu sína. ,,Ég vil að fólk sendi mér bestu brandarana sína, og hjálpi mér og öðrum sem bíða aftöku að halda áfram að hlæja"

396 aftökur hafa farið fram í Texas fylki, en að sögn Lyons hefur enginn hinna líflátnu grínast með það áður.

,,Við höfum að sjálfsögðu séð fólk sem les ljóð eða Biblíuvers, og fólk sem hefur beðist fyrirgefningar, eða beðið bæn" sagði Lyons. ,,Þetta er mér að vitandi í fyrsta sinn sem einhver segir brandara sem síðust orð sín."

Hún bætir við að þó að Knight megi segja brandarann, sé böðlum hans í Walls fangelsinu í Huntsville harðbannað að hlæja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.