Lífið

Barnsmóðir 50 Cent sættir sig ekki við klink

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Ein og hálf milljón á mánuði er ekki nóg til að ala upp barn og halda heimili. Að minnsta kosti vill barnsmóðir 50 Cent, Shaniqua Tompkins, meina það en rapparinn greiðir mánaðarlega 1.5 milljónir í meðlag með syni sínum.

Rapparinn mætti á brynvörðum jeppa með gervihnattadiski á þakinu til réttarsalarins á Long Island þar sem foreldrar hins tíu ára Marquise Jackson rífast nú um peningamálin.

,,Hann er tuga milljóna dollara virði" sagði Raoul Felder, lögfræðingur Tompkins.

50 Cent, sem var skírður Curtis James Jackson, virðist hafa tekist ætlunarverk sitt sem kom fram í heiti plötu hans frá 2004, ,,Get Rich or Die Tryin´". Á síðasta ári segir Forbes að hann hafi halað inn um tvo milljarða króna fyrir G-Unit úgáfurfyrirtæki sitt, fatalínu, hringitóna og annað söluvænlegt skran. Hann hefur selt fleiri en ellefu milljón plötur, og nýjasta skífan, Curtis, er væntanleg í verslanir í september.

Lögfræðingur Jacksons segir barnsmóðurina vera óseðjandi. ,,Kröfur hennar aukast stöðugt" sagði hann við Daily News.

Réttarhöldin halda áfram í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.