Lífið

Aukatónleikar Sinfoníuhljómsveitarinnar og Dúndurfrétta

Uppselt er á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar og Dúndurfrétta í Laugardalshöll á föstudag, þar sem sveitirnar flytja eitt þekktasta verk rokksögunnar, The Wall eftir Pink Floyd. Vegna þessa hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum fimmtudaginn 28. júní klukkan 19:30.

The Wall kom út árið 1979 og er af gagnrýnendum talin eitt af þrekvirkjum rokksögunnar. Hún hefur selst í fleiri en 23 milljónum eintaka og var í rúm tvö ár á metsölulistum eftir útgáfuna.

Sinfóníuhljómsveitin hefur undanfarin ár verið dugleg við að halda tónleika með hinum ýmsu rokk og poppsveitum. Í ár tekur hún höndum saman við rokksveitina Dúndurfréttir, sem flytur klassískt rokk, eftir Pink Floyd, Led Zeppelin og fleiri.

Enn eru til miðar á aukatónleikana, en miðasala er á midi.is og sinfonia.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.