Lífið

Brasilísk skutla týndi naflanum

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Það virðist hafa komið lesendum Playboy í opna skjöldu að myndir í blaðinu væru lagaðar til.
Það virðist hafa komið lesendum Playboy í opna skjöldu að myndir í blaðinu væru lagaðar til.

Sérlega duglegur grafískur hönnuður, harðákveðinn í að fjarlægja hverja einustu misfellu af líkama brasilískrar fyrirsætu, máði nafla hennar af mynd sem birtist í Playboy tímaritinu.

Þar sem enginn tók eftir mistökunum fór blaðið í prentun og fleiri en 600 þúsund eintök af blaðinu með fyrirsætunni naflalausu fóru í dreifingu.

Myndin vakti hörð viðbrögð lesenda, sem fannst þeir sviknir með því að láta selja sér ,,falsaðar" myndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.