Lífið

Angelina Jolie hló í fæðingunni

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Angelina með Shiloh litlu, og eldri dóttur sína, Zahöru.
Angelina með Shiloh litlu, og eldri dóttur sína, Zahöru.

Margar konur öskra, veina eða gráta á meðan þær fæða börn. Ekki Angelina Jolie. Á meðan dóttir hennar Shiloh Nouvel var tekin með keisaraskurði á sjúkrahúsi í Namibíu fékk hún hláturskast. Og Brad Pitt náði því öllu saman á myndband.

,,Þeir voru að reyna að setja legginn í mig, og ég byrjaði að hlæja svo mikið að tárin láku niður kinnarnar á mér. Ég var alveg sturluð" sagði stjarnan.

Hún segist einnig hafa hlegið fyrsta hálftímann eftir að hún fékk Shiloh á brjóst. ,,Ég var að tala við mömmu, sem var líka á spítalanum. Við hlóum svo mikið, því við vorum báðar inni undir sama dulnefninu, og fengum þessvegna báðar morfínsprautu"

Stjarnan á þrjú önnur börn með kærastanum sínum, Brad Pitt, öll ættleidd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.