Lífið

Paris brosir breitt

Paris Hilton var greinilega létt að losna úr prísundinni. Hótelerfinginn segist breytt manneskja eftir fanga­vistina.
Paris Hilton var greinilega létt að losna úr prísundinni. Hótelerfinginn segist breytt manneskja eftir fanga­vistina.

Hótelerfinginn Paris Hilton brosti sínu blíðasta er hún yfirgaf fangelsið sem hún hafði mátt dúsa í frá því í upphafi mánaðarins þar til henni var sleppt úr haldi rétt fyrir miðnætti í fyrradag. Hilton hafði þá afplánað 23 daga af 45 daga dómi en vegna góðrar hegðunar og plássleysis í fangelsinu var hún látin laus fyrr en áætlað var.



Sannkallað fjölmiðlafár ríkti fyrir utan fangelsið í þann mund sem Paris gekk út og kepptust hundruð óðra fréttamanna við að ná tali af stúlkunni. Hún lét þó ekki hafa neitt eftir sér og mun ekki gera fyrr en hún mætir í viðtalsþátt Larrys King á CNN í dag. Paris gekk rakleiðis í átt að foreldrum sínum, Rick og Kathy, og faðmaði þau innilega áður en þau óku á brott í svörtum jeppa.



„Hún hefur greitt skuld sína til samfélagsins og málinu er nú lokið af okkar hálfu,“ sagði talsmaður fógetaembættisins í LA þegar Paris var sleppt úr haldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.