Fleiri fréttir

Veisla fyrir augu og eyru

Rokksveitin ódauðlega Deep Purple heldur sína fjórðu tónleika hér á landi í Laugardalshöll 27. maí ásamt Uriah Heep. Freyr Bjarnason spjallaði við hljómborðsleikarann Don Airey, sem var rétt að ná sér niður eftir tónleika í Bari á Ítalíu kvöldið áður.

Uppbyggingin heldur áfram

Uppbygging vegna jarðskjálftans sem varð í Pakistan í október 2005 gengur vel. Alþjóða-neyðarhjálp kirkna/ACT hefur nú varið þeim 16,7 milljónum króna sem söfnuðust hér á landi. Þá hefur ríkið endurgreitt virðisaukaskattinn sem heimtur var af sölu disksins Hjálpum þeim og hafa þær 10 milljónir króna skilað sér til fórnarlambanna.

Alicia Silverstone hætt í kleinuhringjunum

Clueless stjarnan Alicia Silverstone hugsar vel um heilsuna. Hún er grænmetisæta og borðar eingöngu hollan mat. Það hefur þó ekki alltaf verið svo þar sem hún var vön að borð steikur og kleinuhringi áður en hún breytti um lífsstíl.

Vilhjálmur Bretaprins hættur með kærustunni

Vilhjálmur Bretaprins og kærasta hans, Kate Middleton, eru hætt saman. Vilhjálmur, sem er 24 ára og Kate, 25 ára, voru búin að vera saman í rúmlega fimm ár en þau hittust fyrst í St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Skildum þau sem vinir, samkvæmt vini parsins.

Trúði ekki að ég myndi sigra

„Ég er rosalega ánægð og þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Fanney Lára Guðmundsdóttir, nýkrýnd fegurðardrottning Reykjavíkur. Fanney er 19 ára Kópavogsmær og er að klára Verzlunarskóla Íslands.

Framlag verðlaunað

Rithöfundarnir Margaret Atwood, Ian McEwan og Philip Roth eru meðal þeirra sem hlutu náð fyrir valnefnd Alþjóðlegu Booker bókmenntaverðlaunanna og komust á lista yfir þá fimmtán höfunda sem tilnefndir eru í ár.

Tónleikar Áskels í Hnitbjörgum

Hnitbjörg, hús, vinnustofa og fyrrum heimili Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti, er merkileg bygging, hannað af listamanninum sjálfum. Þangað leggja margir leið sína. Bæði garðurinn við húsið og allar innréttingar eru sérstakar.

Melania Trump: Undravert að vera móðir

Melania Trump, eiginkona auðkýfingsins Donald Trump, á ekki í neinum erfiðleikum með að takast á við móðurhlutverkið, þrátt fyrir að sonur þeirra hjóna, hinn árs gamli Barron, haldi henni svo sannarlega upptekinni.

Er hægt að deila sársaukanum?

Hálsfestin hennar Helenu er meira en skartgripur; hún er kannski myllusteinn, jafnvel lausnargjald. Harmurinn er þó að hálsfestin er týnd og eigandinn næstum týndari í framandi borg sem er full af sársauka.

Engin mótmælahljómsveit

Fyrsta plata Skáta í fullri lengd, Ghost of the Bollocks to Come, er komin út á vegum útgáfufélagsins Grandmothers Records. Freyr Bjarnason ræddi við gítarleikarann Benedikt Reynisson.

Leikstýrði setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins stendur yfir í Laugardalshöll þessa helgina. Og eins og lesendur Fréttablaðsins hafa séð er ekkert til sparað við umgjörð hans enda um að ræða einn stærsta fund ársins. Geir H. Haarde flutti á fimmtudaginn ræðu sína til flokkssystkina sinna og var eftir því tekið hversu glæsileg innkoman var hjá frambjóðendum flokksins fyrir alþingiskosningarnar í maí. Og þá ekki síður hversu allt virtist vera vel skipulagt, einhvern veginn allt á sínum stað.

Ekki springa!

Hinn geðþekki óperusöngvari Kristinn Sigmundsson æfir nú hlutverk Mefistós fyrir uppfærslu Semperóperunnar í Dresden í Þýskalandi á óperunni Fordæmingu Fásts eftir Hector Berlioz. Verkið byggir á sorgarleik Goethes um eitt þekktasta fall bókmenntasögunnar þar sem Kristinn leikur hinn illa en óumræðanlega heillandi Mefistó sem verður örlagavaldur Fásts.

Eldar fyrir O.J. Simpson og Orlando Bloom

Bók Völundar Snæs Völundarsonar, Delicious Iceland, hlaut nýverið hinn virtu The Gourmet Cookbook Awards sem veitt eru í Kína. Verðlaunin þykja með þeim stærstu í matarbókarheiminum. Hlaut hinn virti kokkur Jamie Oliver þau fyrir nokkrum árum auk þess sem einkakokkur sjónvarpsdrottningarinnar Opruh Winfrey var sæmdur sömu nafnbót.

Jude Law kóngur framhjáhaldanna

Íslandsvinurinn Jude Law hefur verið valinn konungur framhjáhaldanna í heimi ríka og fræga fólksins í könnun bandarísks tímarits. Jude Law hélt sem kunnugt er framhjá leikkonunni Siennu Miller með barnfóstru sinni, Daisy Wright, og gerði þar með marga aðdáendur sína fráhverfa sér.

Dreymir um stóra vinninginn

Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn.

Kristallinn hljómar

Kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Kristall, heldur áfram göngu sinni í Listasafni Íslands í dag. Þá munu þau Sif Tulinius fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari flytja verk eftir Mozart og Brahms ásamt sérstökum gesti, píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur.

Brynhildur líklega í Lordi-myndinni

„Þetta var ein skemmtilegasta áheyrnarprufa sem ég hef verið með,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir hjá Reykjavík Casting en hún sá um að prófa leikkonur fyrir finnsk/íslensku hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu verður íslensk leikkona í aðalhlutverkinu en meðframleiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands.

„Skrapp“ í sókn á Íslandi

Anna Sigríður Eyjólfsdóttir föndrar af lífs og sálar kröftum á hverjum degi. Hingað til hefur ekki farið mikið fyrir tómstundagamni hennar hér á landi, en á ensku kallast iðjan „scrap".

Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna

Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér.

Courtney Love neitar að hafa farið í magaminnkun

Söngkonan Courtney Love hefur grennst afar mikið á mjög skömmum tíma. Söngkonan, sem er 42 ára gömul, vakti mikla athygli í síðasta mánuði þegar myndir af henni í bikiní fóru um alnetið. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir um að hún hafi farið í magaminnkunaraðgerð en söngkonan þvertekur fyrir það.

Sony hættir sölu á 20 GB Playstation 3

Japanski hátækniframleiðandinn Sony ætlar að hætta að flytja inn og selja ódýrari gerðir PlayStation 3 leikjatölvunnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að neytendur hafa meiri áhuga á dýrari gerðum sem eru með stærri harðan disk og meiri aukabúnað.

Penelope Cruz langar að ættleiða

Það virðist sem enginn sé maður með mönnum í Hollywood nema vera búinn að ættleiða barn, eða að minnsta kosti hugsa um að ættleiða. Nú hefur spænska leikkonan Penelope Cruz bæst í hóp þeirra Hollywoodstjarna sem láta sig ættleiðingar varða.

Spá sexföldum hagnaði hjá Sony

Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Mikil kostnaður við gerð og markaðssetningu á PlayStation 3 leikjatölvunni setti skarð í afkomutölur Sony á síðasta ári.

Madonna á leið til Malaví

Söngkonan Madonna er á leið til Malaví þar sem hún ætlar að vinna að góðgerðarmálum. Mun hún hafa yfirsýn með byggingu heilsuverndarstöðvar fyrir börn en það er hluti af starfi hennar fyrir samtökin ,,Raising Malawi.”

Ísland græðir þrjá milljarða á Hollywood

Þau erlendu kvikmyndatökulið sem hafa dvalist hér á landi síðastliðin fimm ár hafa eytt fimmtíu milljónum bandaríkjadala sem samsvarar þremur milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety sem birtist í gær undir nafninu "Iceland's landscape brings big names“ eða Íslenskt landslag laðar að stóru nöfnin.

Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal nýjasta parið

Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon gekk í gegnum erfiðan skilnað við fyrrum eiginmann sinn, Ryan Phillippe, á síðasta ári. Það virðist þó að leikkonan sé búin að finna ástina að nýju með leikaranum Jake Gyllenhaal en vinir leikkonunnar segja þau vera í ástarsambandi.

Leitað að söngfjölskyldu Bandaríkjanna

Þrjú eldri systkina poppkóngsins Michael Jackson eru að fara af stað með nýjan raunveruleikaþátt á sjónvarpsstöðinni CBS. Verður þátturinn í anda ,American Idol og miðar að því að finna næstu ,,söngfjölskyldu" Bandaríkjanna.

Fyrrum Playboy fyrirsæta í hlutverki Önnu Nicole

Söng- og leikkonan, dansarinn og fyrrum Playboy fyrirsætan Willa Ford mun taka að sér hlutverk Önnu Nicole Smith í kvikmynd sem fjalla mun um ævi fyrirsætunnar heitinnar. Tökur á kvikmyndinni hefjast í næstu viku.

Hús Johnny Cash brennur til grunna

Heimili tónlistarmannsins Johnny Cash heitins í Tennessee í Bandaríkjunum brann til grunna á þriðjudag. Nýr eigandi þess, Barry Gibb úr Bee Gees, var að endurnýja húsið er bruninn varð.

Knútur fær keppinaut

Mesta aðdráttaraflið í dýragarðinum í Hamborg um þessar er nýfæddur fílskálfur sem kom í heiminn í gær. Kálfurinn var 80 kíló að þyngd þegar hann fæddist og um einn meter á hæð. Hann þykir verðugur keppinautur ísbjarnarhúnsins Knúts sem hefst við í dýragarðinum í Berlín.

Marcia Cross: Tvöföld hamingja

Aðþrengda eiginkonan Marcia Cross gæti ekki verið ánægðari eftir að hún eignaðsti tvíburasysturnar Eden og Savannah, 44 ára að aldri, en þær komu í heiminn þann 20. febrúar síðastliðinn.

Sígilt sultubrauð fáanlegt að nýju

Hjá Vöku-Helgafelli er komin út að nýju bókin Franskbrauð með sultu eftir Kristínu Steinsdóttur með myndum eftir Brian Pilkington. Tuttugu ár eru síðan bókin kom fyrst út en fyrir hana hlaut Kristín Íslensku barnabókaverðlaunin vorið 1987

Anna Nicole: Howard stendur með Larry

Niðurstaða DNA prófs sem skera átti úr um hver faðir Dannielynn, sjö mánaða dóttur Önnu Nicole Smith heitinnar, er opinber. Er það Larry Birkhead, fyrrum kærasti fyrirsætunnar, sem er faðirinn.

Fyrsta skrefið í átt til landsfrægðar

Nú er lag fyrir ungar og upprennandi hljómsveitir að láta af sér kveða. Þær sveitir sem eiga upptökur í pokahorninu - hvort sem um er að ræða fullbúnar upptökur eða hráan efnivið úr bílskúrnum - eiga möguleika á að fá spilun í COKE ZERO listanum sem er á miðvikudögum kl. 18. Þar með geta þær orðið Ungstirni vikunnar og stígið fyrsta skrefið í átt til landsfrægðar!

Lúxus dagvistun fyrir börn efnamanna

Nýverið opnaði í Þýskalandi barnaheimili sem sérhæfir sig í ummönun og dagvistun fyrir börn efnamanna. Þar geta ríku börnin leikið sér að sérsmíðuðum leikföngum við undirleik sígildrar tónlistar á meðan þau snæða lífrænt ræktaðan mat.

Bafta tilkynnir útnefningar fyrir sjónvarpsefni

Sjónvarpsþáttur um ævi og störf alþýðuhetjunnar Lord Longford hlýtur flestar útnefningar til hinna bresku Bafta verðlauna í flokki sjónvarpsefnis. Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademía hefur tilkynnt hverjir hljóta útnefningar fyrir í ár en meðal þeirra eru leikararnir Jim Broadbent og Anne Marie Duff.

Birkhead barnsfaðir Önnu Nicole

Rannsókn á faðerni á Dannielynn sjö mánaða dóttir fyrrum Playboy drottningar Önnu Nicole Smith er loksins komið í ljós. Barnsfaðir Önnu mun hafa verið fyrrum kærasti hennar Larry Birkhead. Howard Stern, lögfræðingur Önnu Nicole var fyrst skráður sem faðir Dannielynn en eftir að Anna Nicole lést komu sífelt fleiri í ljós sem sögðust vera faðir barnsins, þar á meðan Larry Birkhead.

Sheryl Crow vekur athygli á hlýnun loftlags

Sveitasöngkonan Sheryl Crow lagði af stað í tónleikaferðalag í gær en með því ætlar hún að vekja athygli á hlýnun loftlags í heiminn. Sheryl er þar með komin í hóp annarra stórstjarna sem vakið hafa athygli á loftlagsbreytingum.

Sjá næstu 50 fréttir