Lífið

Vilhjálmur Bretaprins hættur með kærustunni

Vilhjálmur og Kate þann 10. febrúar síðastliðinn á íþróttaleik milli Bretlands og Ítalíu
Vilhjálmur og Kate þann 10. febrúar síðastliðinn á íþróttaleik milli Bretlands og Ítalíu MYND/Getty Images

Vilhjálmur Bretaprins og kærasta hans, Kate Middleton, eru hætt saman. Vilhjálmur, sem er 24 ára og Kate, 25 ára, voru búin að vera saman í rúmlega fimm ár en þau hittust fyrst í St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Skildum þau sem vinir, samkvæmt vini parsins. Það var breska tímartitið The Sun sem fyrst greindi frá sambandslitunum.

Parið er sagt hafa fjarlægst mikið frá því þau voru í háskólanum saman. Vilhjálmur er sem stendur við hernám í Dorset en Kate, sem er starfar við skartgripakaup fyrir tískukeðjuna Jigsaw, er staðsett í London. Er það talið hafa átt sinn þátt í að sambandið gekk ekki upp. Sú mikla fjölmiðlaumfjöllun sem Kate hefur fengið vegna sambands síns við prinsinn einnig sögð hafa átt sinn þátt í sambandslitunum, en miklar vangaveltur höfðu verið uppi um hvort parið væri að fara að trúlofa sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.