Sony hættir sölu á 20 GB Playstation 3 13. apríl 2007 15:00 PlayStation 3 leikjatölva frá Sony. Japanski hátækniframleiðandinn Sony ætlar að hætta að flytja inn og selja ódýrari gerðir PlayStation 3 leikjatölvunnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að neytendur hafa meiri áhuga á dýrari gerðum sem eru með stærri harðan disk og meiri aukabúnað. Nýju leikjatölvurnar frá Sony komu á markað í Bandaríkjunum og Japan í nóvember í fyrra en undir lok mars í Evrópu. Þær eru af nokkrum gerðum. Sú minnsta er með 20 GB harðan disk en sú stærsta og dýrari er með þrisvar sinnum stærri disk auk ýmis konar aukabúnaðar. Að sögn Daves Kakkaker, talsmanns Sony í Bandaríkjunum, eru dýrari gerðir leikjatölvunnar miklu vinsælli og hafi því verið afráðið að hætta að selja ódýrari og einfaldari gerða leikjatölvunnar. Muni fyrirtækið beina sjónum sínum enn frekar að stærri gerð leikjatölvunnar. Að sögn Karraker eru þúsundir ódýrari leikjatölvunnar enn til í hllum verslana í Bandaríkjunum. Verða ekki fluttar inn nýjar tölvur af þessari gerð PS3 leikjatölvunnar þegar þær seljast upp. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið
Japanski hátækniframleiðandinn Sony ætlar að hætta að flytja inn og selja ódýrari gerðir PlayStation 3 leikjatölvunnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að neytendur hafa meiri áhuga á dýrari gerðum sem eru með stærri harðan disk og meiri aukabúnað. Nýju leikjatölvurnar frá Sony komu á markað í Bandaríkjunum og Japan í nóvember í fyrra en undir lok mars í Evrópu. Þær eru af nokkrum gerðum. Sú minnsta er með 20 GB harðan disk en sú stærsta og dýrari er með þrisvar sinnum stærri disk auk ýmis konar aukabúnaðar. Að sögn Daves Kakkaker, talsmanns Sony í Bandaríkjunum, eru dýrari gerðir leikjatölvunnar miklu vinsælli og hafi því verið afráðið að hætta að selja ódýrari og einfaldari gerða leikjatölvunnar. Muni fyrirtækið beina sjónum sínum enn frekar að stærri gerð leikjatölvunnar. Að sögn Karraker eru þúsundir ódýrari leikjatölvunnar enn til í hllum verslana í Bandaríkjunum. Verða ekki fluttar inn nýjar tölvur af þessari gerð PS3 leikjatölvunnar þegar þær seljast upp.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið