Lífið

Melania Trump: Undravert að vera móðir

Donald og Melania Trump ásamt syni sínum, Barron.
Donald og Melania Trump ásamt syni sínum, Barron. MYND/Getty Images

Melania Trump, eiginkona auðkýfingsins Donald Trump, á ekki í neinum erfiðleikum með að takast á við móðurhlutverkið, þrátt fyrir að sonur þeirra hjóna, hinn árs gamli Barron, haldi henni svo sannarlega upptekinni.

,,Hann er mjög klár strákur og fullur af orku, það er því stundum erfitt að stjórna honum," sagði Melania, sem er 36 ára, í viðtali við People á tískusýningu Best & Co. á fimmtudag. Var um morgunverðarboð að ræða þar sem ágóðinn rann til krabbameinsmála.

Barron varð eins árs gamall í síðasta mánuði en þrátt fyrir ungan aldur segir Melania hann vera mjög skýran og alvarlegan. Hann sé byrjaður að labba og tala. ,,Hann segir Pabbi og Mamma og það er alltaf að bætast í orðaforðann. Hann er bara undraverður, undraverður drengur. Móðurhlutverkið er undravert, það jafnast ekkert á við það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.