Lífið

Alicia Silverstone hætt í kleinuhringjunum

Alicia Silverstone lifir heilbrigðu lífi, hvorki steikur né kleinuhringir í mataræðinu.
Alicia Silverstone lifir heilbrigðu lífi, hvorki steikur né kleinuhringir í mataræðinu. MYND/Getty Images

Clueless stjarnan Alicia Silverstone hugsar vel um heilsuna. Hún er grænmetisæta og borðar eingöngu hollan mat. Það hefur þó ekki alltaf verið svo þar sem hún var vön að borð steikur og kleinuhringi áður en hún breytti um lífsstíl. Leikkonan greinir frá þessu í viðtali við tímaritið InStyle Home.

Alicia, sem er þrítug að aldri, kveðst vera orðin algjört heilsufrík. Núna verði hún mun sjaldnar veik en ef hún veikist þá sé það aðeins í mjög skamman tíma. ,,Það er mikilvægt að vita að maður sjálfur er ábyrgur fyrir líðan sinni hvern einasta dag þar sem aðeins maður sjálfur ræður hvernig maður fer með líkama sinn," segir leikkonan.

Þetta eru góð heilræði frá leikkonunni sem hefur svo sannarlega breytt um lífstíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.