Fleiri fréttir Hvaða rakspíra notar Justin Timberlake ? Sambandið milli söngvarans Justins Timberlake og leikkonunnar Scarlett Johansson, virðist hitna með hverjum deginum sem líður. Þau sáust saman í samkvæmi í Miami um síðustu helgi, og fór að sögn vel á með þeim. Timberlake er sagður vera óðum að jafna sig eftir tveggja ára samband við Cameron Diaz og á eftir henni Jessicu Biel. 14.2.2007 11:46 Leo ennþá með ísra-elskunni sinni Heimildarmaður sem er sagður í innsta hring hjartaknúsarans Leonardo DiCaprio, segir að hann sé alls ekki hættur sambandi sínu við ísraelsku fyrirsætuna Bar Rafaelli. Frá því var skýrt nýlega að hann hefði heyrst tala við hana í síma og þá öskrað; "Ég er búinn að fá nóg af þessu." 14.2.2007 11:19 Hún er svo góð Indverska leikkona Shilpa Shetty er á leiðinni til Bretlands á nýjan leik, til þess að hugga þáttakanda í raunveruleikaþættinum Big Brother, sem úthúðaði henni sem mest þegar hún tók þar þátt. Jo O´Mera er sögð sokkin í hyldýpi örvæntingar og er undir sérstöku eftirliti 14.2.2007 10:34 Holdafar fær mesta athygli Tískuvikan í London hófst í gær, mánudag. Athyglin hefur þó ekki beinst að tískufötunum sjálfum, eins og venja er, heldur eru það fyrirsæturnar og holdafar þeirra sem fær mesta athygli. Tískumógular og annað frægt og fallegt fólk hefur streymt til London síðustu daga til að vera viðstatt tískuvikuna. Skipleggjendur tískuvikunnar eru þó að lenda í því sem þeir hafa ekki lent í áður, að þurfa að verja þá ákvörðun sína að hafa ekki sérstakt þyngarlágmark sem fyrirsæturnar verða að uppfylla. 13.2.2007 18:00 Nýtt tímarit um Íslands- og mannkynssögu SAGAN ÖLL er nýtt tímarit á Íslandi og mun koma út í fyrsta sinn fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi, síðan mánaðarlega. Umfjöllunarefnið er Íslandssagan og mannkynssagan í máli og myndum. 13.2.2007 17:07 Police í tónleikaferðalag Meðlimir hljómsveitarinnar The Police komu saman og opnuðu Grammy tónlistarverðlaunahátíðina síðasta sunnudag. Þeir höfðu ekki spilað saman síðan árið 1984. Hljómsveitina skipa Sting, Andy Summers og Stewart Copeland en þeir fóru allir að einbeita sér að sólóferli sínum eftir daga Police. 13.2.2007 17:00 Anna Nicole vildi ekki læknishjálp Howard K. Stern, kærasti Önnu Nicole Smith heitinnar, var nýfarinn af hóteli hennar þegar hún lést. Hún var þá orðin mjög veik. Systir Howards, Bonnie Stern, segir frá þessu í viðtali við fréttastofu Yahoo. Howard sagði systur sinni, rétt fyrir andlát Önnu, að hún væri með mikinn hita og hjúkrunarkona gætti hennar. Hafði hjúkrunarkonan verið að reyna að kæla Önnu Nicole niður sökum hitans. 13.2.2007 15:15 Sigur Rós spila á styrktartónleikum Lifi Álafoss! er yfirskrift tónleika sem haldnir verða til styrktar Varmársamtökunum, íbúasamtökum í Mosfellsbæ sem vilja standa vörð um framtíð Varmársvæðisins. Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 18. febrúar í BaseCamp verinu. Fram koma meðal annara Sigur Rós, Bogomil Font og Pétur Ben. 13.2.2007 15:00 Safnaramarkaður Safnaramarkaður með frímerki, mynt, seðla, barmmerki og margt fleira verður haldinn sunnudaginn 18. febrúar næstkomandi. Verður safnaramarkaðurinn til húsa að Síðumúla 17, á annarri hæð. 13.2.2007 14:40 Sigríður Thorlacius og Babar Á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar, mun Sigríður Thorlacius ásamt djasstríóinu Babar flytja tónlist eftir sig og aðra á veitingastaðnum DOMO við Þingholtsstræti 5 í Reykjavík. 13.2.2007 14:29 Robbie í afvötnun Söngvarinn Robbie Williams er kominn í afvötnun vegna ofnotkunar lyfja. Robbie, sem á 33 ára afmæli í dag, skráði sig inn á hæli í Bandaríkjunum. Fjölmiðlafulltrúi hans segir að frekari upplýsingar verði ekki gefnar. 13.2.2007 11:13 Hamingjusöm í afvötnun Móðir leikkonnunar ungu Lindsey Lohan segir að hún sé alsæl í afvötnuninni í Wonderland Center í Los Angeles. Lohan, sem er 20 ára gömul, innritaði sig á hælið í síðasta mánuði. Í desember síðastliðnum staðfesti fjölmiðlafulltrúi hennar að hún væri farin að sækja fundi hjá AA samtökunum. 13.2.2007 10:14 Jude Law á Íslandi Samkvæmt heimildum Vísis.is var Jude Law að lenda á Keflavíkurflugvelli. Hann kom með síðdegisvél Icelandair frá London. Með honum í för voru þrjú börn hans og barnfóstra. 12.2.2007 17:01 Vinningshafar Grammy Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. 12.2.2007 16:45 Dressin á Grammy Heitustu Hollywood dívurnar létu sig ekki vanta á Grammy tónlistarverðlaunaafhendinguna sem fram fór Vestanhafs í gærkvöldi. Það skiptir stjörnurnar miklu máli að líta sem best út á atburðum sem þessum því tískupressan er með arnarauga á klæðnaði fræga fólksins. Grammy verðlaunin eru öðruvísi en til dæmis Óskarinn, því stjörnurnar leyfa sér oft að vera aðeins djarfari í klæðaburði en við þá verðlaunaafhendingu. 12.2.2007 16:00 Fíkniefni í ísskáp Önnu Nicole Andlát Önnu Nicole Smith hefur vakið mikla athygli og fjölmiðlar reyna að gera sem mest úr því. Til að mynda hefur fréttasíðan TMZ komist yfir myndir sem sagðar eru vera úr ísskáp hennar. Ískápurinn var í svefnherbergi Önnu Nicole í íbúð hennar á Bahamas. Þar mátti meðal annars finna ávanabindandi vímuefnið methadone og nokkrar dósir af megrunarlyfinu Slim-Fast, en Anna Nicole var talsmaður TRIMPSA fyrirtækisins sem framleiðir það. 12.2.2007 14:00 Fótbolta-barna-sprengja Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem haldin var í Þýskalandi sl. sumar hefur leitt af sér mikla fjölgun væntanlegra fæðinga. Yfirbókanir eru á fæðingardeildum um allt landið í apríl þegar mæður "fótboltabarnanna" eiga von á sér. Sömu sögu er að segja af fæðingarnámskeiðum sem eru fullbókuð. Barbara Freischuetz ljósmóðir í Köln sagði að margar mæðranna segðu að börnin væru "minjagripir" frá Heimsmeistarakeppninni. 12.2.2007 13:58 Með 70 grafir í bakgarðinum Serbneskur maður vill breyta heimili sínu í kirkju þar sem fjöldi nágranna hans og vina eru grafnir í bakgarðinum. Fyrir tíu árum sótti Dragan Djordjevic frá þorpinu Grbavce um leyfi til að skrá garðinn sinn sem kirkjugarð svo hann gæti jarðað móður sína þar, en hún var þá nýlátin. Næsti kirkjugarður var of langt í burtu. 12.2.2007 13:28 Anna Nicole Smith vildi deyja Skömmu fyrir andlát sitt sagði fyrirsætan Anna Nicole Smith vinkonu sinni að lífið væri að buga sig. „Ég get ekki haldið áfram, lífið er að drepa mig,“ sagði Anna grátandi í símtali. Hún var undir áhrifum fjölda lyfja en mikil lyfjaneysla hafði sett sitt mark á hana. Anna hringdi í vinkonu sína skömmu eftir að hún kom á hótelið í Flórída þar sem hún lést 48 klukkustundum síðar. 12.2.2007 10:30 Breiðavík eftir harmleikinn „Við vissum að þarna hefði ofbeldi átt sér stað, en ekki að það var kynferðislegt," segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri um Breiðavíkurmálið. 12.2.2007 10:00 Fréttir af fólki Söngkonan Celine Dion ætlar að flytja lagið I Knew I Loved You á næstu óskarsverðlaunahátíð, sem verður haldin í Los Angeles 25. febrúar. Lagið er tileinkað ítalska tónskáldinu Ennio Morricone, sem fær afhentan heiðursóskar á hátíðinni. 12.2.2007 09:45 Frítt í Róm Hljómsveitin Genesis ætlar að halda ókeypis tónleika fyrir rúmlega 400 þúsund aðdáendur á fornum tónleikastað í Róm hinn 14. júlí. Þetta verða lokatónleikar sveitarinnar á fyrstu tónleikaferð sinni í fimmtán ár. Vegna tónleikanna í Róm þurfti Genesis að fresta tónleikum sínum í Austurríki og Tékklandi. 12.2.2007 09:30 Gifting á Hawaii Tvær af stjörnum sjónvarpsþáttarins vinsæla Lost, þau Dominic Monaghan og Evangeline Lilly, ætla að gifta sig í júlí. Monaghan, sem leikur Charlie, og Lilly, sem leikur Kate, hafa átt í ástarsambandi undanfarin misseri og vilja nú ganga upp að altarinu. Athöfnin verður látlaus og mun fara fram á meðan þau eru í sumarfríi frá tökum á Lost. Athöfnin fer fram á Hawaii, þar sem ástarblossinn á milli þeirra kviknaði við tökur á þættinum. 12.2.2007 09:15 Glaðir gestir á önugri Önnu Tölvuteiknaða stuttmyndin Anna og skapsveiflurnar var forsýnd í Smárabíói fyrir fullum sal á fimmtudag. Góður rómur var gerður að myndinni og ekki annað að heyra en áhorfendur létu ólundina í Önnu sér vel líka. 12.2.2007 09:00 Íslenskt æði í Þrándheimi „Þeir eru alveg til í þetta rokk, Norðmenn eru ekki eins leiðinlegir og ég bjóst við," segir Valdimar Jóhannsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Reykjavík! Valdimar var staddur á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm í Þrándheimi um helgina en Íslendingar voru afar áberandi á hátíðinni. Auk Reykjavíkur! spiluðu Lay Low og Últra Mega Teknóbandið Stefán á hátíðinni um helgina. 12.2.2007 08:45 Langar að ættleiða Jessicu Simpson langar að feta í fótspor Angelinu Jolie og ættleiða börn. Í viðtali við breska tímaritið Star sagðist söngkonan vilja eignast stóra fjölskyldu, en að hún óttaðist að hún gæti ekki afborið fæðingu oftar en einu sinni. „Mig langar í þrjú börn, en ég veit ekki hvort ég get fætt þrisvar. 12.2.2007 08:30 MTV-hátíð handan við hornið í Reykjavík „Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. 12.2.2007 08:15 Sáttir við Prince Rokksveitin Foo Fighters er ánægð með ákvörðun Prince um að syngja lag hennar Best of You í hálfleik á úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar í fótbolta, Super Bowl hinn 4. febrúar. 12.2.2007 08:00 Til minja um Leg Hljómsveitin Flís er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hefur að geyma tónlist við söngleikinn Leg sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 8. mars. 12.2.2007 07:30 Dixie Chics með fimm Grammy-verðlaun Bandaríska stelpusveitasöngvagrúppan Dixie Chics varð sigursælust á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Þær fóru heim með fimm verðlaun, þar af verðlaun fyrir plötu ársins, lag ársins og smáskífu ársins. Þá var Carrie Underwood valin nýliði ársins. Nokkrir góðkunningjar fóru heim með Grammy verðlaun, þeirra á meðal Bob Dylan, Tony Bennet og Stevie Wonder. 12.2.2007 07:21 The Queen sigursæl á Bafta Drottningin, eða The Queen var valin besta mynd síðasta árs á Bafta-verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar sem afhent voru í gærkvöldi, þá var Helen Mirren sem lék titilhlutverkið í sömu mynd valin leikkona ársins. 12.2.2007 07:15 Tvöföld tímamót Carminu Kammerkórinn Carmina tekur þátt í virtri endurreisnar- og barokktónlistarhátíð í Svíþjóð á komandi sumri og heldur þá í sína fyrstu utanlandsferð. Fram undan eru einnig tímamótatónleikar í Kristskirkju. Kórinn var stofnaður fyrir aðeins þremur árum og Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi hópsins, útskýrir að því sé þetta mikill heiður fyrir félaga hans. 12.2.2007 07:15 Þrjú nöfn bætast við Þrjú nöfn frá Skandinavíu hafa bæst við þá sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í byrjun júlí. Thomas Dybdahl, sem spilar kassagítartónlist í anda Neil Young og Jeff Buckley, hefur skráð sig til leiks auk hljómsveitarinnar 120 Days frá Noregi og Dúné frá Danmörku. Áður höfðu hljómsveitirnar The Who og Red Hot Chili Peppers boðað komu sína auk Bjarkar Guðmundsdóttur. Verða þetta einu tónleikar Bjarkar á Norðurlöndunum í sumar. 12.2.2007 07:00 Fjórflétta send heim Fjórflétta, sönghópur Páls Óskars, þurfti að kveðja X-Factor á föstudagskvöldið eftir æsispennandi símakosningu á þriðja úrslitakvöldinu í Vetrargarðinum. Eftir að atkvæðagreiðslu lauk var ljóst að Jóhanna, úr hópi yngri þátttakenda undir stjórn Ellýar, og Fjórflétta hefðu hlotið fæst atkvæði. Því kom það í hlutverk Einars Bárðarsonar að velja þann sem myndi ljúka keppni á þriðja úrslitakvöldinu. Eftir erfiðar vangaveltur ákvað Einar að Fjórflétta ætti frá að hverfa. 12.2.2007 06:45 Norah þótti of feit Söngkonan Norah Jones var ekki ánægð með fyrstu kynni sín af Hollywood. Norah hefur nú leikið í sinni fyrstu kvikmynd, My Blueberry, og henni leist ekki á blikuna þegar henni var skipað að grennast fyrir hlutverk sitt. 12.2.2007 06:30 Átta ár eru ágætis törn Bjarni Daníelsson lætur af störfum sem óperustjóri Íslensku óperunnar í lok þessa starfsárs í júní næstkomandi. 12.2.2007 06:15 Klassískur dulbúningur Tónlist leikur stórt hlutverk í teiknimyndinni Önnu og skapsveiflunum, sem frumsýnd var á föstudag, enda verkið upphaflega samið til að vekja áhuga barna og unglinga á klassískri tónlist. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við handritshöfundinn Sjón og tónskáldið Julian Nott en þeir sömdu verkið saman. 11.2.2007 16:30 Þrjár sýningar á einum degi „Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. 11.2.2007 16:00 Vilja framhald Viðræður eru hafnar á milli breska grínistans Sacha Baron Cohen og kvikmyndaframleiðandans 20th Century Fox um að gera framhald af gamanmyndinni vinsælu, Borat. 11.2.2007 15:30 Sá fyrir stækkun álvers í 35 ára gamalli teiknimyndasögu „Vegna frétta um stækkun ÍSÁL (lesið LÁSÍ aftur á bak) og það að færa þurfi veginn, mundi ég eftir teiknimyndasögu sem ég teiknaði í Spegilinn í 7. tölublað árið 1971 sem ég kallaði „Velkomin til LÁSÍ"," segir Jón Axel Egilsson kvikmyndagerðarmaður. 11.2.2007 14:30 Police snúa aftur Liðsmenn hljómsveitarinnar The Police hafa tilkynnt að þeir hyggist koma saman aftur í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sting, söngvari The Police, segir á heimasíðu sinni að um 20 hörðum aðdáendum verði boðið á æfingu sveitarinnar sem haldin verður á tónleikastaðnum Whisky A Go Go á mánudaginn. 11.2.2007 13:30 Lýðræðið nema hvað? ReykjavíkurAkademían, félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, gengst fyrir hádegisfundaröð um lýðræði og sam-félag nú í aðdraganda kosninganna. Yfirskrift fundanna er „Lýðræði hvað?“ og verður þar rætt á gagnrýninn máta um ýmis brýn samfélags- og lýðræðismál. 11.2.2007 12:30 Kjaftshögg fyrir þjóðina Breiðavíkur-málið á hug þjóðarinnar um þessar mundir. Fyrir þrjátíu árum kom út bók sem varpaði einstöku ljósi á dvölina þar en var stungið undir stól af þjóðinni. 11.2.2007 12:00 Grafík á Miðbakka Það er velkunnugt leyndarmál að félagsskapurinn Íslensk grafík rekur lítið safn, sölu og sýningarsal, í Hafgnarhúsinu á Miðbakkanum í gömlu höfninni í Reykjavík. Þar eru gjarnan uppi sýningar á verkum félagsmanna og gesta þeirra og þar er nú sýning á ljósmyndaverkum Soffíu Gísladóttur. 11.2.2007 10:00 Anna and the Moods - fjórar stjörnur Sagan um Önnu og skapsveiflurnar er blessunarlega laus við klassískan boðskap flestra teiknimynda enda er hlutverk hennar ekki að hvetja áhorfendur sína til að vera trúir sjálfum sér, trúa á mátt kærleikans eða vináttunnar heldur er þarna á ferð lítil saga um stórt og algengt vandamál. 11.2.2007 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hvaða rakspíra notar Justin Timberlake ? Sambandið milli söngvarans Justins Timberlake og leikkonunnar Scarlett Johansson, virðist hitna með hverjum deginum sem líður. Þau sáust saman í samkvæmi í Miami um síðustu helgi, og fór að sögn vel á með þeim. Timberlake er sagður vera óðum að jafna sig eftir tveggja ára samband við Cameron Diaz og á eftir henni Jessicu Biel. 14.2.2007 11:46
Leo ennþá með ísra-elskunni sinni Heimildarmaður sem er sagður í innsta hring hjartaknúsarans Leonardo DiCaprio, segir að hann sé alls ekki hættur sambandi sínu við ísraelsku fyrirsætuna Bar Rafaelli. Frá því var skýrt nýlega að hann hefði heyrst tala við hana í síma og þá öskrað; "Ég er búinn að fá nóg af þessu." 14.2.2007 11:19
Hún er svo góð Indverska leikkona Shilpa Shetty er á leiðinni til Bretlands á nýjan leik, til þess að hugga þáttakanda í raunveruleikaþættinum Big Brother, sem úthúðaði henni sem mest þegar hún tók þar þátt. Jo O´Mera er sögð sokkin í hyldýpi örvæntingar og er undir sérstöku eftirliti 14.2.2007 10:34
Holdafar fær mesta athygli Tískuvikan í London hófst í gær, mánudag. Athyglin hefur þó ekki beinst að tískufötunum sjálfum, eins og venja er, heldur eru það fyrirsæturnar og holdafar þeirra sem fær mesta athygli. Tískumógular og annað frægt og fallegt fólk hefur streymt til London síðustu daga til að vera viðstatt tískuvikuna. Skipleggjendur tískuvikunnar eru þó að lenda í því sem þeir hafa ekki lent í áður, að þurfa að verja þá ákvörðun sína að hafa ekki sérstakt þyngarlágmark sem fyrirsæturnar verða að uppfylla. 13.2.2007 18:00
Nýtt tímarit um Íslands- og mannkynssögu SAGAN ÖLL er nýtt tímarit á Íslandi og mun koma út í fyrsta sinn fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi, síðan mánaðarlega. Umfjöllunarefnið er Íslandssagan og mannkynssagan í máli og myndum. 13.2.2007 17:07
Police í tónleikaferðalag Meðlimir hljómsveitarinnar The Police komu saman og opnuðu Grammy tónlistarverðlaunahátíðina síðasta sunnudag. Þeir höfðu ekki spilað saman síðan árið 1984. Hljómsveitina skipa Sting, Andy Summers og Stewart Copeland en þeir fóru allir að einbeita sér að sólóferli sínum eftir daga Police. 13.2.2007 17:00
Anna Nicole vildi ekki læknishjálp Howard K. Stern, kærasti Önnu Nicole Smith heitinnar, var nýfarinn af hóteli hennar þegar hún lést. Hún var þá orðin mjög veik. Systir Howards, Bonnie Stern, segir frá þessu í viðtali við fréttastofu Yahoo. Howard sagði systur sinni, rétt fyrir andlát Önnu, að hún væri með mikinn hita og hjúkrunarkona gætti hennar. Hafði hjúkrunarkonan verið að reyna að kæla Önnu Nicole niður sökum hitans. 13.2.2007 15:15
Sigur Rós spila á styrktartónleikum Lifi Álafoss! er yfirskrift tónleika sem haldnir verða til styrktar Varmársamtökunum, íbúasamtökum í Mosfellsbæ sem vilja standa vörð um framtíð Varmársvæðisins. Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 18. febrúar í BaseCamp verinu. Fram koma meðal annara Sigur Rós, Bogomil Font og Pétur Ben. 13.2.2007 15:00
Safnaramarkaður Safnaramarkaður með frímerki, mynt, seðla, barmmerki og margt fleira verður haldinn sunnudaginn 18. febrúar næstkomandi. Verður safnaramarkaðurinn til húsa að Síðumúla 17, á annarri hæð. 13.2.2007 14:40
Sigríður Thorlacius og Babar Á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar, mun Sigríður Thorlacius ásamt djasstríóinu Babar flytja tónlist eftir sig og aðra á veitingastaðnum DOMO við Þingholtsstræti 5 í Reykjavík. 13.2.2007 14:29
Robbie í afvötnun Söngvarinn Robbie Williams er kominn í afvötnun vegna ofnotkunar lyfja. Robbie, sem á 33 ára afmæli í dag, skráði sig inn á hæli í Bandaríkjunum. Fjölmiðlafulltrúi hans segir að frekari upplýsingar verði ekki gefnar. 13.2.2007 11:13
Hamingjusöm í afvötnun Móðir leikkonnunar ungu Lindsey Lohan segir að hún sé alsæl í afvötnuninni í Wonderland Center í Los Angeles. Lohan, sem er 20 ára gömul, innritaði sig á hælið í síðasta mánuði. Í desember síðastliðnum staðfesti fjölmiðlafulltrúi hennar að hún væri farin að sækja fundi hjá AA samtökunum. 13.2.2007 10:14
Jude Law á Íslandi Samkvæmt heimildum Vísis.is var Jude Law að lenda á Keflavíkurflugvelli. Hann kom með síðdegisvél Icelandair frá London. Með honum í för voru þrjú börn hans og barnfóstra. 12.2.2007 17:01
Vinningshafar Grammy Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. 12.2.2007 16:45
Dressin á Grammy Heitustu Hollywood dívurnar létu sig ekki vanta á Grammy tónlistarverðlaunaafhendinguna sem fram fór Vestanhafs í gærkvöldi. Það skiptir stjörnurnar miklu máli að líta sem best út á atburðum sem þessum því tískupressan er með arnarauga á klæðnaði fræga fólksins. Grammy verðlaunin eru öðruvísi en til dæmis Óskarinn, því stjörnurnar leyfa sér oft að vera aðeins djarfari í klæðaburði en við þá verðlaunaafhendingu. 12.2.2007 16:00
Fíkniefni í ísskáp Önnu Nicole Andlát Önnu Nicole Smith hefur vakið mikla athygli og fjölmiðlar reyna að gera sem mest úr því. Til að mynda hefur fréttasíðan TMZ komist yfir myndir sem sagðar eru vera úr ísskáp hennar. Ískápurinn var í svefnherbergi Önnu Nicole í íbúð hennar á Bahamas. Þar mátti meðal annars finna ávanabindandi vímuefnið methadone og nokkrar dósir af megrunarlyfinu Slim-Fast, en Anna Nicole var talsmaður TRIMPSA fyrirtækisins sem framleiðir það. 12.2.2007 14:00
Fótbolta-barna-sprengja Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem haldin var í Þýskalandi sl. sumar hefur leitt af sér mikla fjölgun væntanlegra fæðinga. Yfirbókanir eru á fæðingardeildum um allt landið í apríl þegar mæður "fótboltabarnanna" eiga von á sér. Sömu sögu er að segja af fæðingarnámskeiðum sem eru fullbókuð. Barbara Freischuetz ljósmóðir í Köln sagði að margar mæðranna segðu að börnin væru "minjagripir" frá Heimsmeistarakeppninni. 12.2.2007 13:58
Með 70 grafir í bakgarðinum Serbneskur maður vill breyta heimili sínu í kirkju þar sem fjöldi nágranna hans og vina eru grafnir í bakgarðinum. Fyrir tíu árum sótti Dragan Djordjevic frá þorpinu Grbavce um leyfi til að skrá garðinn sinn sem kirkjugarð svo hann gæti jarðað móður sína þar, en hún var þá nýlátin. Næsti kirkjugarður var of langt í burtu. 12.2.2007 13:28
Anna Nicole Smith vildi deyja Skömmu fyrir andlát sitt sagði fyrirsætan Anna Nicole Smith vinkonu sinni að lífið væri að buga sig. „Ég get ekki haldið áfram, lífið er að drepa mig,“ sagði Anna grátandi í símtali. Hún var undir áhrifum fjölda lyfja en mikil lyfjaneysla hafði sett sitt mark á hana. Anna hringdi í vinkonu sína skömmu eftir að hún kom á hótelið í Flórída þar sem hún lést 48 klukkustundum síðar. 12.2.2007 10:30
Breiðavík eftir harmleikinn „Við vissum að þarna hefði ofbeldi átt sér stað, en ekki að það var kynferðislegt," segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri um Breiðavíkurmálið. 12.2.2007 10:00
Fréttir af fólki Söngkonan Celine Dion ætlar að flytja lagið I Knew I Loved You á næstu óskarsverðlaunahátíð, sem verður haldin í Los Angeles 25. febrúar. Lagið er tileinkað ítalska tónskáldinu Ennio Morricone, sem fær afhentan heiðursóskar á hátíðinni. 12.2.2007 09:45
Frítt í Róm Hljómsveitin Genesis ætlar að halda ókeypis tónleika fyrir rúmlega 400 þúsund aðdáendur á fornum tónleikastað í Róm hinn 14. júlí. Þetta verða lokatónleikar sveitarinnar á fyrstu tónleikaferð sinni í fimmtán ár. Vegna tónleikanna í Róm þurfti Genesis að fresta tónleikum sínum í Austurríki og Tékklandi. 12.2.2007 09:30
Gifting á Hawaii Tvær af stjörnum sjónvarpsþáttarins vinsæla Lost, þau Dominic Monaghan og Evangeline Lilly, ætla að gifta sig í júlí. Monaghan, sem leikur Charlie, og Lilly, sem leikur Kate, hafa átt í ástarsambandi undanfarin misseri og vilja nú ganga upp að altarinu. Athöfnin verður látlaus og mun fara fram á meðan þau eru í sumarfríi frá tökum á Lost. Athöfnin fer fram á Hawaii, þar sem ástarblossinn á milli þeirra kviknaði við tökur á þættinum. 12.2.2007 09:15
Glaðir gestir á önugri Önnu Tölvuteiknaða stuttmyndin Anna og skapsveiflurnar var forsýnd í Smárabíói fyrir fullum sal á fimmtudag. Góður rómur var gerður að myndinni og ekki annað að heyra en áhorfendur létu ólundina í Önnu sér vel líka. 12.2.2007 09:00
Íslenskt æði í Þrándheimi „Þeir eru alveg til í þetta rokk, Norðmenn eru ekki eins leiðinlegir og ég bjóst við," segir Valdimar Jóhannsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Reykjavík! Valdimar var staddur á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm í Þrándheimi um helgina en Íslendingar voru afar áberandi á hátíðinni. Auk Reykjavíkur! spiluðu Lay Low og Últra Mega Teknóbandið Stefán á hátíðinni um helgina. 12.2.2007 08:45
Langar að ættleiða Jessicu Simpson langar að feta í fótspor Angelinu Jolie og ættleiða börn. Í viðtali við breska tímaritið Star sagðist söngkonan vilja eignast stóra fjölskyldu, en að hún óttaðist að hún gæti ekki afborið fæðingu oftar en einu sinni. „Mig langar í þrjú börn, en ég veit ekki hvort ég get fætt þrisvar. 12.2.2007 08:30
MTV-hátíð handan við hornið í Reykjavík „Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. 12.2.2007 08:15
Sáttir við Prince Rokksveitin Foo Fighters er ánægð með ákvörðun Prince um að syngja lag hennar Best of You í hálfleik á úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar í fótbolta, Super Bowl hinn 4. febrúar. 12.2.2007 08:00
Til minja um Leg Hljómsveitin Flís er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hefur að geyma tónlist við söngleikinn Leg sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 8. mars. 12.2.2007 07:30
Dixie Chics með fimm Grammy-verðlaun Bandaríska stelpusveitasöngvagrúppan Dixie Chics varð sigursælust á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Þær fóru heim með fimm verðlaun, þar af verðlaun fyrir plötu ársins, lag ársins og smáskífu ársins. Þá var Carrie Underwood valin nýliði ársins. Nokkrir góðkunningjar fóru heim með Grammy verðlaun, þeirra á meðal Bob Dylan, Tony Bennet og Stevie Wonder. 12.2.2007 07:21
The Queen sigursæl á Bafta Drottningin, eða The Queen var valin besta mynd síðasta árs á Bafta-verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar sem afhent voru í gærkvöldi, þá var Helen Mirren sem lék titilhlutverkið í sömu mynd valin leikkona ársins. 12.2.2007 07:15
Tvöföld tímamót Carminu Kammerkórinn Carmina tekur þátt í virtri endurreisnar- og barokktónlistarhátíð í Svíþjóð á komandi sumri og heldur þá í sína fyrstu utanlandsferð. Fram undan eru einnig tímamótatónleikar í Kristskirkju. Kórinn var stofnaður fyrir aðeins þremur árum og Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi hópsins, útskýrir að því sé þetta mikill heiður fyrir félaga hans. 12.2.2007 07:15
Þrjú nöfn bætast við Þrjú nöfn frá Skandinavíu hafa bæst við þá sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í byrjun júlí. Thomas Dybdahl, sem spilar kassagítartónlist í anda Neil Young og Jeff Buckley, hefur skráð sig til leiks auk hljómsveitarinnar 120 Days frá Noregi og Dúné frá Danmörku. Áður höfðu hljómsveitirnar The Who og Red Hot Chili Peppers boðað komu sína auk Bjarkar Guðmundsdóttur. Verða þetta einu tónleikar Bjarkar á Norðurlöndunum í sumar. 12.2.2007 07:00
Fjórflétta send heim Fjórflétta, sönghópur Páls Óskars, þurfti að kveðja X-Factor á föstudagskvöldið eftir æsispennandi símakosningu á þriðja úrslitakvöldinu í Vetrargarðinum. Eftir að atkvæðagreiðslu lauk var ljóst að Jóhanna, úr hópi yngri þátttakenda undir stjórn Ellýar, og Fjórflétta hefðu hlotið fæst atkvæði. Því kom það í hlutverk Einars Bárðarsonar að velja þann sem myndi ljúka keppni á þriðja úrslitakvöldinu. Eftir erfiðar vangaveltur ákvað Einar að Fjórflétta ætti frá að hverfa. 12.2.2007 06:45
Norah þótti of feit Söngkonan Norah Jones var ekki ánægð með fyrstu kynni sín af Hollywood. Norah hefur nú leikið í sinni fyrstu kvikmynd, My Blueberry, og henni leist ekki á blikuna þegar henni var skipað að grennast fyrir hlutverk sitt. 12.2.2007 06:30
Átta ár eru ágætis törn Bjarni Daníelsson lætur af störfum sem óperustjóri Íslensku óperunnar í lok þessa starfsárs í júní næstkomandi. 12.2.2007 06:15
Klassískur dulbúningur Tónlist leikur stórt hlutverk í teiknimyndinni Önnu og skapsveiflunum, sem frumsýnd var á föstudag, enda verkið upphaflega samið til að vekja áhuga barna og unglinga á klassískri tónlist. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við handritshöfundinn Sjón og tónskáldið Julian Nott en þeir sömdu verkið saman. 11.2.2007 16:30
Þrjár sýningar á einum degi „Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. 11.2.2007 16:00
Vilja framhald Viðræður eru hafnar á milli breska grínistans Sacha Baron Cohen og kvikmyndaframleiðandans 20th Century Fox um að gera framhald af gamanmyndinni vinsælu, Borat. 11.2.2007 15:30
Sá fyrir stækkun álvers í 35 ára gamalli teiknimyndasögu „Vegna frétta um stækkun ÍSÁL (lesið LÁSÍ aftur á bak) og það að færa þurfi veginn, mundi ég eftir teiknimyndasögu sem ég teiknaði í Spegilinn í 7. tölublað árið 1971 sem ég kallaði „Velkomin til LÁSÍ"," segir Jón Axel Egilsson kvikmyndagerðarmaður. 11.2.2007 14:30
Police snúa aftur Liðsmenn hljómsveitarinnar The Police hafa tilkynnt að þeir hyggist koma saman aftur í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sting, söngvari The Police, segir á heimasíðu sinni að um 20 hörðum aðdáendum verði boðið á æfingu sveitarinnar sem haldin verður á tónleikastaðnum Whisky A Go Go á mánudaginn. 11.2.2007 13:30
Lýðræðið nema hvað? ReykjavíkurAkademían, félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, gengst fyrir hádegisfundaröð um lýðræði og sam-félag nú í aðdraganda kosninganna. Yfirskrift fundanna er „Lýðræði hvað?“ og verður þar rætt á gagnrýninn máta um ýmis brýn samfélags- og lýðræðismál. 11.2.2007 12:30
Kjaftshögg fyrir þjóðina Breiðavíkur-málið á hug þjóðarinnar um þessar mundir. Fyrir þrjátíu árum kom út bók sem varpaði einstöku ljósi á dvölina þar en var stungið undir stól af þjóðinni. 11.2.2007 12:00
Grafík á Miðbakka Það er velkunnugt leyndarmál að félagsskapurinn Íslensk grafík rekur lítið safn, sölu og sýningarsal, í Hafgnarhúsinu á Miðbakkanum í gömlu höfninni í Reykjavík. Þar eru gjarnan uppi sýningar á verkum félagsmanna og gesta þeirra og þar er nú sýning á ljósmyndaverkum Soffíu Gísladóttur. 11.2.2007 10:00
Anna and the Moods - fjórar stjörnur Sagan um Önnu og skapsveiflurnar er blessunarlega laus við klassískan boðskap flestra teiknimynda enda er hlutverk hennar ekki að hvetja áhorfendur sína til að vera trúir sjálfum sér, trúa á mátt kærleikans eða vináttunnar heldur er þarna á ferð lítil saga um stórt og algengt vandamál. 11.2.2007 00:01