Fleiri fréttir Vann gjafabréf á Argentínu steikhús Eins og landsmenn hafa án efa tekið eftir fór verðlaunaafhending Eddunnar fram í gær á Nordica hótel. Hér á Vísi gátu landsmenn tekið þátt í kosningunni. 20.11.2006 16:28 Úrin vinsæl hjá Íslandsvininum Eli Roth Í verslun Gilberts Ó. Guðjónssonar úrsmiðs á Laugaveginum má fá íslensk gæðaúr, sem framleidd eru af syni Gilberts og tveimur samstarfsmönnum hans. Um er að ræða fyrstu íslensku úrin, en þau hafa ekki einungis notið vinsælda landsmanna, heldur vakið athygli Íslandsvinanna Eli Roth og Quentin Tarantino. 20.11.2006 16:00 Mýrin slær aðsóknarmet Mýrin heldur áfram sigurgöngu sinni og er orðin aðsóknarmesta mynd ársins, hefur slegið út kafla tvö í þríleik Disney um afturgengna sjóræningja í Karabíska hafinu. Þegar þetta er ritað um miðjan dag á sunnudegi hafa sjötíu þúsund kvikmyndahúsagestir séð gerð Baltasar Kormáks af sakamálasögu Arnaldar Indriðasonar. 20.11.2006 14:45 Megasukk í Köben Hljómsveitin Megasukk, sem er skipuð Megasi og Súkkati, heldur tónleika á Atlantshafsbryggjunni í Kaupmannahöfn laugardaginn 25. nóvember. Fetar Megasukk þar með í fótspor rokksveitarinnar Ham sem spilaði þar fyrir nokkrum vikum. 20.11.2006 14:15 Líkaminn fram yfir lífið Umræðan um of mjóar fyrirsætur fer hátt um þessar mundir en átröskunarsjúkdómar og svelti hafa löngum verið tengd tískuheiminum. Nú hafa tvær frægar fyrirsætur dáið úr átröskunarsjúkdómnum með stuttu millibili og þær fréttir skekja nú tískuheiminn. 20.11.2006 13:45 Leitað að íslenskri Janis Joplin Leit stendur yfir að leikkonum til að fara með hlutverk bandarísku söngkonunnar Janis Joplin í nýju leikriti sem verður frumsýnt á Nasa um áramótin. 20.11.2006 13:30 Kidman ófrísk? Nú ganga þeir sögusagnir fjöllum hærra að óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman eigi von á barni. Það mun vera útistandandi magi leikkonunnar sem ýtti þessu slúðri af stað en Kidman var búin að lýsa því yfir að hún væri tilbúin í barneignir með nýbökuðum eiginmanni sínum, Keith Urban. 20.11.2006 12:30 K-Fed heimtar fullt forræði Kevin Federline, fráfarandi eiginmaður poppstjörnunnar Britney Spears, hefur farið fram á fullt forræði yfir sonum þeirra tveim og ber við að Britney sé ekki fær um að annast þá. 20.11.2006 12:15 Bæði nakin í nýju tónlistarmyndbandi Peter André og Katie Price, eða Jordan, hafa nú gefið út myndband við lag sitt. Parið er eitt af vinsælustu pörum í Bretlandi enda skrautlegir karakterar. Lagið Lagið A Whole New World með skötuhjúunum er frumraun þeirra saman á tónlistarsviðinu en André gaf út nokkrar smáskífur á árum áður. 20.11.2006 12:00 Eivör með dívunum Eivør Pálsdóttir hefur bæst í hópinn með þeim Sissel Kyrkjebø og Petulu Clark sem syngja á jólatónleikunum Frostroses: European Divas í Laugardalshöll 5. desember. Miðasala á tónleikana er hafin en hún fer fram á vefsíðu Frost, www.frostid.is, midi.is, verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. 20.11.2006 11:00 Boxæði í Keflavík Guðjón Vilhelm boxþjálfari var einn af þeim frumkvöðlum sem komu boxíþróttinni á kortið hér á landi fyrir nokkrum árum og vann mikið starf í Keflavík við uppgang íþróttarinnar þar. Hann tók sér frí frá þjálfun í tvö ár en er nú mættur til starfa á ný hjá BAG í Keflavík. 20.11.2006 10:00 Árni syngur lög Ása í Bæ Út er komin platan Gaman að vera til. Á henni syngja Árni Johnsen og félagar 29 lög frá Ása í Bæ, auk þriggja gestalaga. 20.11.2006 09:30 Aftur í Höllinni Sálin hans Jóns míns og Gospelkór Reykjavíkur munu halda aðra tónleika í Laugardalshöll þann 30. desember næstkomandi vegna gífurlegrar eftirspurnar. 20.11.2006 09:00 Þetta verður kvöldið hans Péturs “Hvaaaa, neineineineineinei... ég verð ekki fullur. Geri allt svona sóber,” segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann mun standa í eldlínunni í kvöld ásamt Ragnhildi Steinunni þegar þau verða kynnar í því sem hlýtur að teljast einn hápunkta samkvæmislífsins í henni Reykjavík. 19.11.2006 14:00 Biðja vegfarendur að mála ást Þeir Davíð Óskar Ólafsson, Hreinn Beck og Árni Filippusson vinna nú að verkefni sem þeir kalla Painting Love, ásamt Dananum Bjarke von Koning. „Við förum til tólf borga, stillum upp trönum og striga og biðjum vegfarendur um að mála ást," útskýrði Davíð. 19.11.2006 13:30 Joanna í Undralandi Það er erfitt að lýsa nýjasta hljóðævintýri Joannu Newsom með orðum. Einhvern tímann frá því að hún gaf út síðustu plötu fyrir tveimur árum síðan hefur hún elt hvítu kaninuna ofan í holuna á trénu sem leiddi Lísu til undralands og komið sér vel fyrir þar. 19.11.2006 13:00 Magnaðir Molar Það ríkti mikil eftirvænting í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Höllin var vel full og útlendingar áberandi í salnum. Sennilega hafa aldrei fleiri komið til landsins gagngert til þess að fara á tónleika. 19.11.2006 12:00 Syngja lög eftir konur Platan Sögur af konum er komin út. Þar syngja þær Selma og Hansa tólf ný lög eftir íslenskar konur. Selmu og Hönsu langaði til að gera tónlistarkonum á Íslandi hátt undir höfði á þessari plötu og völdu því eingöngu lög og texta eftir konur. 19.11.2006 11:00 Söng með Pearl Jam Bono, söngvari U2, og rokksveitin Pearl Jam komu óvænt fram saman á tónleikum í Ástralíu sem báru yfirskriftina „Make Poverty History“. Sungu þeir félagar Bono og Eddie Vedder lag Neil Young, Rockin in the Free World. 19.11.2006 10:00 Bölvun eða blessun Braga Aðalpersónan í nýjustu skáldsögu Braga Ólafssonar er ljóðskáldið Sturla Jón Jónsson, rithöfundur með snert af sjálfseyðingarhvöt sem ferðast til Litháen á ljóðahátíð. Skáldsagan Sendiherrann fjallar um þrá þessa Sturlu Jóns eftir persónulegri formbyltingu, hann vill segja skilið við ljóðið en allt hans líf virðist líka litað af meiriháttar óþreyju - kannski er hann í óttalegri miðlífskrísu eða kannski er hann bara ofurvenjulegur nútímamaður. 19.11.2006 09:45 Tónað inn í aðventu á Melum Kirkjur landsins eru í vaxandi mæli teknar að vera skjól listafólki vikurnar fyrir aðventu og á aðventunni sjálfri, rétt eins og listasamfélagið vilji eyða svartasta myrkrinu fyrir skemmstan dag. Þannig verður átak í Neskirkju vestur á Melum og hefst í dag. Tónlistarhátíð Neskirkju „Tónað inn í aðventu“ er nú haldin í þriðja sinn. 18.11.2006 16:30 Sófakynslóð frumsýnd Heimildarmyndin Sófakynslóðin – heimildarmynd um aktívisma á Íslandi, verður frumsýnd í Háskólabíói í dag. Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson gerðu myndina og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. Myndin hefst klukkan 13.00 í sal 3 og er ókeypis inn. Myndin verður síðan sýnd í framhaldsskólum víða um land. 18.11.2006 16:00 Saltbreiður í sundlaugunum Kuldakastið sem riðið hefur yfir landið undanfarna daga hefur væntanlega aftrað einhverjum frá sundferðum. Þeir sem lagt hafa leið sína í Laugardalslaugina hafa hins vegar þurft að eiga við miklar, grófar saltbreiður á bökkunum, sem eiga að koma í veg fyrir hálkumyndun en eru varla til þess að gera sundferðina þægilegri. 18.11.2006 15:00 Slær met í Bretlandi Nýjasta Bond-myndin, Casino Royale, náði inn meiri peningum á sínum fyrsta sýningardegi í Bretlandi en nokkur önnur Bond-mynd. Alls seldust 1,7 milljón miðar á myndina. Er það tvöfalt meira en keypt var á fyrsta sýningardegi Bond-myndarinnar Die Another Day, sem átti fyrra metið. 18.11.2006 15:00 Myndband frá Rice Myndband við lagið 9 Crimes, sem er fyrsta smáskífulag nýjustu plötu Damien Rice, 9, verður frumsýnt í Bretlandi hinn 25. nóvember. 18.11.2006 14:30 Magni með útvarpsþátt fram að jólum Magni Ásgeirsson, sem gerði garðinn frægan í Rockstar:Supernova, heldur aftur á öldur ljósvakans á næstunni, en hann mun ásamt vini sínum Ómari Berg Torfasyni stýra útvarpsþætti á KissFM í desember. 18.11.2006 14:00 Lokuð inni í skóla Leikkonan heimsfræga var föst inni í skóla eftir að læti brustust út á tökustað nýjustu myndar hennar á Indlandi. Lætin brustust út meðal foreldra þegar verið var að taka upp atriði í myndinni „A mighty heart“ í strætó við hliðina á skóla. Fannst foreldrum lífverðir Jolie vera að hóta börnunum og brutust því út ólæti á skólalóðinni meðal fjölda manna. 18.11.2006 13:30 Aðdáendur vilja endurgreiðslu Reiðir aðdáendur popparans Michael Jackson vilja fá miðana sem þeir borguðu inn á heims-tónlistarverðlaunin í London á dögunum endurgreidda. 18.11.2006 12:00 Íslensk náttúra í tísku Glöggir lesendur nýjasta tölublaðs tískuritsins Vogue hafa eflaust rekið augun í stóran tískuþátt þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. 18.11.2006 12:00 Hörinn í striganum Hildur Bjarnadóttir opnar í dag sýningu í Safninu í gamla Faco-húsinu við Laugaveg. Verkin sem hún sýnir eru öll unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu Safnsins. Hildur hefur á undanförnum árum fengist við gerð verka sem sækja í eldri hannyrðir. 18.11.2006 11:45 Hulda í Grasrótinni Grasrótarsýningar Nýlistasafnsins eru undanfarin sex ár búnar að vera spennandi samantekt á því hvað er að gerast í yngsta hópi starfandi myndlistarmanna. 18.11.2006 11:30 Heitasta andlitið í dag Nafn fyrirsætunnar Jessicu Stam er á hvers manns vörum þessa dagana. Hún er vinsælasta andlitið í tískuheiminum í dag þrátt fyrir að vera aðeins tvítug á þessu ári. Stam hefur verið á forsíðum helstu tímarita heims og er meðal annars bæði andlit Marc Jacobs og MiuMiu auglýsingaherferðanna. 18.11.2006 11:00 Gussi úti í kuldanum hjá Hemma „Mér var orðið dálítið kalt á þumalputta hægri handar en annars hafði ég það bara fínt,“ segir Gunnar Jónsson, yfirdyravörður á Kaffi Oliver, var hífður upp í 30 metra hæð fyrir framan NASA á Austurvelli á fimmtudagskvöld. Þar var hann látinn hanga í fimbulkulda og roki í eina klukkustund í sex stiga frosti og talsverðum vindi. 18.11.2006 10:30 Gefa út DVD Rokksveitin Guns "N" Roses gefur hinn 5. febrúar á næsta ári út DVD-mynddiskinn Live in Chic-ago. Á disknum verða meðal annars lögin Mr. Brownstone, Live and Let Die, Patience, Civil War, Welcome to the Jungle og November Rain sem hljómsveitin flutti á tónleikum í Chicago. 18.11.2006 10:00 Á lag í bandarískum kántrí-raunveruleikaþætti Gísli Jóhannsson, betur þekktur sem Gis, hefur loksins látið gamlan draum rætast og komið sér fyrir í mekka kantrí-tónlistarinnar, Nashville. „Hérna er nú bara rok og rigning,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. 18.11.2006 09:30 Ampop siglir til tunglsins Hljómsveitin Ampop gefur út sína fjórðu plötu, Sail to the Moon, á þriðjudag. Platan fylgir eftir vinsældum My Delusions sem kom út seint á síðasta ári. 18.11.2006 09:00 Afmælisfundur hjá Al-Anon Al-Anon samtökin voru stofnuð á Íslandi 18. nóvember 1972 og fagna því 34 ára afmæli sínu í dag. Af því tilefni boða samtökin til afmælis- og kynningarfundar í Háteigskirkju klukkan 20.30 í kvöld. Þar munu tveir Al-Anon félagar, einn Al-Ateen félagi og einn AA-félagi deila reynslusögum sínum með fundargestum. 18.11.2006 08:30 Af ástum og örlögum Félag um átjándu aldar fræði gengst fyrir málþingi í fyrirlestra-sal Þjóðarbókhlöðu í dag og hefst það kl. 13 og lýkur um kaffileytið. Þar verða flutt sex erindi fræðimanna um ýmislegt er lýtur að sögulegum minnum frá einkalífi þess tíma sem félagið einbeitir sér einkum að. 18.11.2006 08:00 Playstation 3 komin í búðir í USA Þúsundir biðu í röðum fyrir utan búðir í Bandaríkjunum í dag til þess að reyna að tryggja sér eintak af hinni nýju Playstation tölvu en hún er sú þriðja sem er gefin út og gengur jafnan undir nafninu Playstation 3. Ofbeldi setti hins vegar svartan blett á daginn en einn maður var skotinn í röðinni. 17.11.2006 20:33 Inngangur að rökfræði Særhæfð fræði framreidd þannig að leikmenn geti notið og úr verður fyrirtaks hugarleikfimi. Hroðvirkur frágangur rænir bókina hins vegar stjörnu. 17.11.2006 17:00 Einfalt og hrífandi gospel Páll Óskar Hjálmtýsson, Eiríkur Hauksson og Margrét Eir syngja saman gospelsálma á nýrri plötu frá útgáfufyrirtækinu Frost sem nefnist Horfðu til himins. 17.11.2006 16:30 Brjálað stuð á Basshunter á Broadway Í vikunni var haldið ball fyrir grunn- og framhaldsskólanema á Broadway af útvarpsstöðinni Flass 104,5. Hápunktur kvöldsins var þegar plötusnúðurinn Basshunter steig á svið ásamt dönsurum. Basshunter hefur gert allt vitlaust í Evrópu með lögunum Boten Anna og Vi sitter i ventrilo och spelar Dota. 17.11.2006 16:00 Baulað á Jackson Tónlistarmaðurinn Michael Jackson, sem eitt sinn kallaði sig konung poppsins, söng hluta af laginu We Are The World þegar Heimstónlistarverðlaunin voru afhent í London. 17.11.2006 15:30 Stormurinn siglir lygnan sjó Veðurfræðingurinn rómaði Sigurður Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, flytur reglulega veðurfréttir í morgunþættinum Ísland í bítið, en þar hefur Krakkaveðrið nýlega bæst við venjulega veðurspá. Vakti það athygli fólks í gærmorgun þegar Sigurður tók það sérstaklega fram að krakkafígúrurnar sem birtast á skjánum séu af báðum kynjum. 17.11.2006 14:30 Stones á toppnum Tónleikaferð rokkhundanna í The Rolling Stones, Bigger Bang, hefur verið valin tónleikaferð ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Billboard. Byggðist valið á aðsóknartölum og því hversu mikið tónleikaferðin þénaði. 17.11.2006 14:00 Sjá næstu 50 fréttir
Vann gjafabréf á Argentínu steikhús Eins og landsmenn hafa án efa tekið eftir fór verðlaunaafhending Eddunnar fram í gær á Nordica hótel. Hér á Vísi gátu landsmenn tekið þátt í kosningunni. 20.11.2006 16:28
Úrin vinsæl hjá Íslandsvininum Eli Roth Í verslun Gilberts Ó. Guðjónssonar úrsmiðs á Laugaveginum má fá íslensk gæðaúr, sem framleidd eru af syni Gilberts og tveimur samstarfsmönnum hans. Um er að ræða fyrstu íslensku úrin, en þau hafa ekki einungis notið vinsælda landsmanna, heldur vakið athygli Íslandsvinanna Eli Roth og Quentin Tarantino. 20.11.2006 16:00
Mýrin slær aðsóknarmet Mýrin heldur áfram sigurgöngu sinni og er orðin aðsóknarmesta mynd ársins, hefur slegið út kafla tvö í þríleik Disney um afturgengna sjóræningja í Karabíska hafinu. Þegar þetta er ritað um miðjan dag á sunnudegi hafa sjötíu þúsund kvikmyndahúsagestir séð gerð Baltasar Kormáks af sakamálasögu Arnaldar Indriðasonar. 20.11.2006 14:45
Megasukk í Köben Hljómsveitin Megasukk, sem er skipuð Megasi og Súkkati, heldur tónleika á Atlantshafsbryggjunni í Kaupmannahöfn laugardaginn 25. nóvember. Fetar Megasukk þar með í fótspor rokksveitarinnar Ham sem spilaði þar fyrir nokkrum vikum. 20.11.2006 14:15
Líkaminn fram yfir lífið Umræðan um of mjóar fyrirsætur fer hátt um þessar mundir en átröskunarsjúkdómar og svelti hafa löngum verið tengd tískuheiminum. Nú hafa tvær frægar fyrirsætur dáið úr átröskunarsjúkdómnum með stuttu millibili og þær fréttir skekja nú tískuheiminn. 20.11.2006 13:45
Leitað að íslenskri Janis Joplin Leit stendur yfir að leikkonum til að fara með hlutverk bandarísku söngkonunnar Janis Joplin í nýju leikriti sem verður frumsýnt á Nasa um áramótin. 20.11.2006 13:30
Kidman ófrísk? Nú ganga þeir sögusagnir fjöllum hærra að óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman eigi von á barni. Það mun vera útistandandi magi leikkonunnar sem ýtti þessu slúðri af stað en Kidman var búin að lýsa því yfir að hún væri tilbúin í barneignir með nýbökuðum eiginmanni sínum, Keith Urban. 20.11.2006 12:30
K-Fed heimtar fullt forræði Kevin Federline, fráfarandi eiginmaður poppstjörnunnar Britney Spears, hefur farið fram á fullt forræði yfir sonum þeirra tveim og ber við að Britney sé ekki fær um að annast þá. 20.11.2006 12:15
Bæði nakin í nýju tónlistarmyndbandi Peter André og Katie Price, eða Jordan, hafa nú gefið út myndband við lag sitt. Parið er eitt af vinsælustu pörum í Bretlandi enda skrautlegir karakterar. Lagið Lagið A Whole New World með skötuhjúunum er frumraun þeirra saman á tónlistarsviðinu en André gaf út nokkrar smáskífur á árum áður. 20.11.2006 12:00
Eivör með dívunum Eivør Pálsdóttir hefur bæst í hópinn með þeim Sissel Kyrkjebø og Petulu Clark sem syngja á jólatónleikunum Frostroses: European Divas í Laugardalshöll 5. desember. Miðasala á tónleikana er hafin en hún fer fram á vefsíðu Frost, www.frostid.is, midi.is, verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. 20.11.2006 11:00
Boxæði í Keflavík Guðjón Vilhelm boxþjálfari var einn af þeim frumkvöðlum sem komu boxíþróttinni á kortið hér á landi fyrir nokkrum árum og vann mikið starf í Keflavík við uppgang íþróttarinnar þar. Hann tók sér frí frá þjálfun í tvö ár en er nú mættur til starfa á ný hjá BAG í Keflavík. 20.11.2006 10:00
Árni syngur lög Ása í Bæ Út er komin platan Gaman að vera til. Á henni syngja Árni Johnsen og félagar 29 lög frá Ása í Bæ, auk þriggja gestalaga. 20.11.2006 09:30
Aftur í Höllinni Sálin hans Jóns míns og Gospelkór Reykjavíkur munu halda aðra tónleika í Laugardalshöll þann 30. desember næstkomandi vegna gífurlegrar eftirspurnar. 20.11.2006 09:00
Þetta verður kvöldið hans Péturs “Hvaaaa, neineineineineinei... ég verð ekki fullur. Geri allt svona sóber,” segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann mun standa í eldlínunni í kvöld ásamt Ragnhildi Steinunni þegar þau verða kynnar í því sem hlýtur að teljast einn hápunkta samkvæmislífsins í henni Reykjavík. 19.11.2006 14:00
Biðja vegfarendur að mála ást Þeir Davíð Óskar Ólafsson, Hreinn Beck og Árni Filippusson vinna nú að verkefni sem þeir kalla Painting Love, ásamt Dananum Bjarke von Koning. „Við förum til tólf borga, stillum upp trönum og striga og biðjum vegfarendur um að mála ást," útskýrði Davíð. 19.11.2006 13:30
Joanna í Undralandi Það er erfitt að lýsa nýjasta hljóðævintýri Joannu Newsom með orðum. Einhvern tímann frá því að hún gaf út síðustu plötu fyrir tveimur árum síðan hefur hún elt hvítu kaninuna ofan í holuna á trénu sem leiddi Lísu til undralands og komið sér vel fyrir þar. 19.11.2006 13:00
Magnaðir Molar Það ríkti mikil eftirvænting í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Höllin var vel full og útlendingar áberandi í salnum. Sennilega hafa aldrei fleiri komið til landsins gagngert til þess að fara á tónleika. 19.11.2006 12:00
Syngja lög eftir konur Platan Sögur af konum er komin út. Þar syngja þær Selma og Hansa tólf ný lög eftir íslenskar konur. Selmu og Hönsu langaði til að gera tónlistarkonum á Íslandi hátt undir höfði á þessari plötu og völdu því eingöngu lög og texta eftir konur. 19.11.2006 11:00
Söng með Pearl Jam Bono, söngvari U2, og rokksveitin Pearl Jam komu óvænt fram saman á tónleikum í Ástralíu sem báru yfirskriftina „Make Poverty History“. Sungu þeir félagar Bono og Eddie Vedder lag Neil Young, Rockin in the Free World. 19.11.2006 10:00
Bölvun eða blessun Braga Aðalpersónan í nýjustu skáldsögu Braga Ólafssonar er ljóðskáldið Sturla Jón Jónsson, rithöfundur með snert af sjálfseyðingarhvöt sem ferðast til Litháen á ljóðahátíð. Skáldsagan Sendiherrann fjallar um þrá þessa Sturlu Jóns eftir persónulegri formbyltingu, hann vill segja skilið við ljóðið en allt hans líf virðist líka litað af meiriháttar óþreyju - kannski er hann í óttalegri miðlífskrísu eða kannski er hann bara ofurvenjulegur nútímamaður. 19.11.2006 09:45
Tónað inn í aðventu á Melum Kirkjur landsins eru í vaxandi mæli teknar að vera skjól listafólki vikurnar fyrir aðventu og á aðventunni sjálfri, rétt eins og listasamfélagið vilji eyða svartasta myrkrinu fyrir skemmstan dag. Þannig verður átak í Neskirkju vestur á Melum og hefst í dag. Tónlistarhátíð Neskirkju „Tónað inn í aðventu“ er nú haldin í þriðja sinn. 18.11.2006 16:30
Sófakynslóð frumsýnd Heimildarmyndin Sófakynslóðin – heimildarmynd um aktívisma á Íslandi, verður frumsýnd í Háskólabíói í dag. Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson gerðu myndina og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. Myndin hefst klukkan 13.00 í sal 3 og er ókeypis inn. Myndin verður síðan sýnd í framhaldsskólum víða um land. 18.11.2006 16:00
Saltbreiður í sundlaugunum Kuldakastið sem riðið hefur yfir landið undanfarna daga hefur væntanlega aftrað einhverjum frá sundferðum. Þeir sem lagt hafa leið sína í Laugardalslaugina hafa hins vegar þurft að eiga við miklar, grófar saltbreiður á bökkunum, sem eiga að koma í veg fyrir hálkumyndun en eru varla til þess að gera sundferðina þægilegri. 18.11.2006 15:00
Slær met í Bretlandi Nýjasta Bond-myndin, Casino Royale, náði inn meiri peningum á sínum fyrsta sýningardegi í Bretlandi en nokkur önnur Bond-mynd. Alls seldust 1,7 milljón miðar á myndina. Er það tvöfalt meira en keypt var á fyrsta sýningardegi Bond-myndarinnar Die Another Day, sem átti fyrra metið. 18.11.2006 15:00
Myndband frá Rice Myndband við lagið 9 Crimes, sem er fyrsta smáskífulag nýjustu plötu Damien Rice, 9, verður frumsýnt í Bretlandi hinn 25. nóvember. 18.11.2006 14:30
Magni með útvarpsþátt fram að jólum Magni Ásgeirsson, sem gerði garðinn frægan í Rockstar:Supernova, heldur aftur á öldur ljósvakans á næstunni, en hann mun ásamt vini sínum Ómari Berg Torfasyni stýra útvarpsþætti á KissFM í desember. 18.11.2006 14:00
Lokuð inni í skóla Leikkonan heimsfræga var föst inni í skóla eftir að læti brustust út á tökustað nýjustu myndar hennar á Indlandi. Lætin brustust út meðal foreldra þegar verið var að taka upp atriði í myndinni „A mighty heart“ í strætó við hliðina á skóla. Fannst foreldrum lífverðir Jolie vera að hóta börnunum og brutust því út ólæti á skólalóðinni meðal fjölda manna. 18.11.2006 13:30
Aðdáendur vilja endurgreiðslu Reiðir aðdáendur popparans Michael Jackson vilja fá miðana sem þeir borguðu inn á heims-tónlistarverðlaunin í London á dögunum endurgreidda. 18.11.2006 12:00
Íslensk náttúra í tísku Glöggir lesendur nýjasta tölublaðs tískuritsins Vogue hafa eflaust rekið augun í stóran tískuþátt þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. 18.11.2006 12:00
Hörinn í striganum Hildur Bjarnadóttir opnar í dag sýningu í Safninu í gamla Faco-húsinu við Laugaveg. Verkin sem hún sýnir eru öll unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu Safnsins. Hildur hefur á undanförnum árum fengist við gerð verka sem sækja í eldri hannyrðir. 18.11.2006 11:45
Hulda í Grasrótinni Grasrótarsýningar Nýlistasafnsins eru undanfarin sex ár búnar að vera spennandi samantekt á því hvað er að gerast í yngsta hópi starfandi myndlistarmanna. 18.11.2006 11:30
Heitasta andlitið í dag Nafn fyrirsætunnar Jessicu Stam er á hvers manns vörum þessa dagana. Hún er vinsælasta andlitið í tískuheiminum í dag þrátt fyrir að vera aðeins tvítug á þessu ári. Stam hefur verið á forsíðum helstu tímarita heims og er meðal annars bæði andlit Marc Jacobs og MiuMiu auglýsingaherferðanna. 18.11.2006 11:00
Gussi úti í kuldanum hjá Hemma „Mér var orðið dálítið kalt á þumalputta hægri handar en annars hafði ég það bara fínt,“ segir Gunnar Jónsson, yfirdyravörður á Kaffi Oliver, var hífður upp í 30 metra hæð fyrir framan NASA á Austurvelli á fimmtudagskvöld. Þar var hann látinn hanga í fimbulkulda og roki í eina klukkustund í sex stiga frosti og talsverðum vindi. 18.11.2006 10:30
Gefa út DVD Rokksveitin Guns "N" Roses gefur hinn 5. febrúar á næsta ári út DVD-mynddiskinn Live in Chic-ago. Á disknum verða meðal annars lögin Mr. Brownstone, Live and Let Die, Patience, Civil War, Welcome to the Jungle og November Rain sem hljómsveitin flutti á tónleikum í Chicago. 18.11.2006 10:00
Á lag í bandarískum kántrí-raunveruleikaþætti Gísli Jóhannsson, betur þekktur sem Gis, hefur loksins látið gamlan draum rætast og komið sér fyrir í mekka kantrí-tónlistarinnar, Nashville. „Hérna er nú bara rok og rigning,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. 18.11.2006 09:30
Ampop siglir til tunglsins Hljómsveitin Ampop gefur út sína fjórðu plötu, Sail to the Moon, á þriðjudag. Platan fylgir eftir vinsældum My Delusions sem kom út seint á síðasta ári. 18.11.2006 09:00
Afmælisfundur hjá Al-Anon Al-Anon samtökin voru stofnuð á Íslandi 18. nóvember 1972 og fagna því 34 ára afmæli sínu í dag. Af því tilefni boða samtökin til afmælis- og kynningarfundar í Háteigskirkju klukkan 20.30 í kvöld. Þar munu tveir Al-Anon félagar, einn Al-Ateen félagi og einn AA-félagi deila reynslusögum sínum með fundargestum. 18.11.2006 08:30
Af ástum og örlögum Félag um átjándu aldar fræði gengst fyrir málþingi í fyrirlestra-sal Þjóðarbókhlöðu í dag og hefst það kl. 13 og lýkur um kaffileytið. Þar verða flutt sex erindi fræðimanna um ýmislegt er lýtur að sögulegum minnum frá einkalífi þess tíma sem félagið einbeitir sér einkum að. 18.11.2006 08:00
Playstation 3 komin í búðir í USA Þúsundir biðu í röðum fyrir utan búðir í Bandaríkjunum í dag til þess að reyna að tryggja sér eintak af hinni nýju Playstation tölvu en hún er sú þriðja sem er gefin út og gengur jafnan undir nafninu Playstation 3. Ofbeldi setti hins vegar svartan blett á daginn en einn maður var skotinn í röðinni. 17.11.2006 20:33
Inngangur að rökfræði Særhæfð fræði framreidd þannig að leikmenn geti notið og úr verður fyrirtaks hugarleikfimi. Hroðvirkur frágangur rænir bókina hins vegar stjörnu. 17.11.2006 17:00
Einfalt og hrífandi gospel Páll Óskar Hjálmtýsson, Eiríkur Hauksson og Margrét Eir syngja saman gospelsálma á nýrri plötu frá útgáfufyrirtækinu Frost sem nefnist Horfðu til himins. 17.11.2006 16:30
Brjálað stuð á Basshunter á Broadway Í vikunni var haldið ball fyrir grunn- og framhaldsskólanema á Broadway af útvarpsstöðinni Flass 104,5. Hápunktur kvöldsins var þegar plötusnúðurinn Basshunter steig á svið ásamt dönsurum. Basshunter hefur gert allt vitlaust í Evrópu með lögunum Boten Anna og Vi sitter i ventrilo och spelar Dota. 17.11.2006 16:00
Baulað á Jackson Tónlistarmaðurinn Michael Jackson, sem eitt sinn kallaði sig konung poppsins, söng hluta af laginu We Are The World þegar Heimstónlistarverðlaunin voru afhent í London. 17.11.2006 15:30
Stormurinn siglir lygnan sjó Veðurfræðingurinn rómaði Sigurður Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, flytur reglulega veðurfréttir í morgunþættinum Ísland í bítið, en þar hefur Krakkaveðrið nýlega bæst við venjulega veðurspá. Vakti það athygli fólks í gærmorgun þegar Sigurður tók það sérstaklega fram að krakkafígúrurnar sem birtast á skjánum séu af báðum kynjum. 17.11.2006 14:30
Stones á toppnum Tónleikaferð rokkhundanna í The Rolling Stones, Bigger Bang, hefur verið valin tónleikaferð ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Billboard. Byggðist valið á aðsóknartölum og því hversu mikið tónleikaferðin þénaði. 17.11.2006 14:00