Lífið

Íslensk náttúra í tísku

Fyrirsætunni hefur eflaust ekki liðið vel í þessari stellingu en myndin er flott.
Fyrirsætunni hefur eflaust ekki liðið vel í þessari stellingu en myndin er flott.

Glöggir lesendur nýjasta tölublaðs tískuritsins Vogue hafa eflaust rekið augun í stóran tískuþátt þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki.

Myndirnar eru teknar af hinum fræga þýska ljósmyndara Horst Diekgerdes og er notuð ein fyrirsæta sem skartar nýjustu vetrartískunni í takt við gráa náttúrufegurð Íslands.

Stuðlabergið, mosinn og hrá náttúra landsins er notuð mikið og eru myndirnar mjög fallegar. Ljósmyndaranum hefur tekist vel til og fer með hið stórbrotna íslenska landslag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.