Lífið

Boxæði í Keflavík

gríðarlegt forvarnargildi Guðjón Vilhelm segist sannfærður um að boxíþróttin hafi gríðarlegt forvarnargildi ef réttum boðskap er miðlað inni í klúbbunum.
gríðarlegt forvarnargildi Guðjón Vilhelm segist sannfærður um að boxíþróttin hafi gríðarlegt forvarnargildi ef réttum boðskap er miðlað inni í klúbbunum.

Guðjón Vilhelm boxþjálfari var einn af þeim frumkvöðlum sem komu boxíþróttinni á kortið hér á landi fyrir nokkrum árum og vann mikið starf í Keflavík við uppgang íþróttarinnar þar. Hann tók sér frí frá þjálfun í tvö ár en er nú mættur til starfa á ný hjá BAG í Keflavík.

„Ég tók að mér barna- og unglingastarfið núna í haust og það gengur alveg blússandi vel," segir Guðjón en yfir hundrað krakkar á grunnskólaaldri eru búnir að skrá sig í boxið fyrir veturinn. „Það var ráðinn erlendur þjálfari til að sjá um eldri boxarana og hann er bara að keyra það áfram," bætir hann við en BAG er með stór áform fyrir veturinn. „Við ætlum að halda mót hérna í Reykjanesbæ eftir áramótin og fá írskt hnefaleikalið í heimsókn. Það verður þá keppt bæði í yngri og eldri flokkum."

Guðjón tók sér frí frá boxinu til þess að byggja upp fyrirtækið sitt, Humarsöluna, sem nú er komin á gott skrið. „Mig langaði til þess að fara aftur að þjálfa og vinna þá með krökkunum. Upphaflega var markmiðið að ná til þeirra krakka sem eru ekki þegar í einhverjum öðrum íþróttum enda sannfærðist ég enn frekar um það meðan ég var fyrir utan þetta hversu gríðarlegt forvarnargildi boxið hefur," segir Guðjón en hann segir það lykil-atriði að miðla réttum boðskap inn í klúbbana. „Ég á sjálfur fjögur börn og mér finnst alveg frábært að vera að þjálfa vini þeirra og kunningja því þannig tengist ég börnunum mínum enn frekar."

Guðjón segir gríðarlega efnilega krakka vera að æfa í BAG í vetur. „Það eru margir sem eru ekki með minni hæfileika en Skúli „Tyson" á sínum tíma þannig að ég held að við eigum eftir að sjá marga góða stráka koma úr Keflavík á næstu árum," segir Guðjón Vilhelm stoltur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.