Fleiri fréttir

Tiger Woods þriðji íþróttamaðurinn til að verða milljarðamæringur
Einn besti og vinsælasti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, varð í vikunni aðeins þriðji íþróttamaðurinn í sögunni til að fá nafnbótina milljarðamæringur.

DeChambeau nýjasta stórstjarnan til að ganga til liðs við LIV-mótaröðina
Bryson DeChambeau er nýjasta stórstjarnan innan golfheimsins til að yfirgefa PGA-mótaröðina og ganga til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina.

Barátta tveggja fylkinga fram undan - Poulter ætlar að áfrýja
Útlit er fyrir baráttu tveggja fylkinga sem myndast hafa í golfheiminum. Annars vegar þeirra sem standa að PGA-mótaröðinni og spila þar og hins vegar forráðamanna LIV Golf og þeirra sem taka þátt í boðsmótum á vegum þeirra.

Þátttakendum á LIV vísað úr PGA-mótaröðinni
Forráðamenn PGA-mótaraðarinnar í golfi hafa tekið þá ákvörðun að vísa öllum þeim kylfingum úr keppni sem taka þátt í LIV boðsmótinu í þessari viku.

PGA-mótaröðin setur kylfingana sem spila í dag í bann
Forráðamenn vinsælustu golfmótaraðar heims, PGA-mótaraðarinnar, hafa nú ákveðið að banna þá kylfinga sem keppa munu á fyrsta móti sádi-arabísku LIV-mótaraðarinnar sem hefst í dag.

Eru bara að þessu fyrir „bílfarma af peningum“
Golfararnir sem taka þátt á LIV-mótaröðinni, sem fjármögnuð er af Sádum, eru aðeins að því fyrir bílfarma af peningum segir norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy.

Slegið í gegn: Uppgjör nýliðanna á golfvellinum
Vísir frumsýnir lokaþátt golfþáttarins Slegið í gegn. Lokaeinvígi nýliðanna, Arnhildar og Egils, er aðalefni þáttarins

Axel fór holu í höggi í Danmörku
Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Keili fór holu í höggi á Thomas Bjørn Samsø Classic-mótinu í Danmörku í dag. Hann hefur aldrei farið holu í höggi á móti áður.

Segist ekki styðja mannréttindabrot og vonast til að láta gott af sér leiða
Kylfingurinn Phil Mickelson mun taka þátt á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í golfi en um er að ræða ofurdeild sem er fjármögnuð af ríkisstjórn Sádi-Arabíu. Þá átti Graeme McDowell erfitt með að svara spurningum um málefni líðandi stundar í S-Arabíu.

Tiger Woods ekki með á Opna bandaríska: „Líkaminn þarf meiri tíma“
Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, hefur staðfest að hann muni ekki taka þátt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku.

Mickelson til liðs við Sádi-arabísku ofurdeildina
Phil Mickelson mun spila á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er styrkt af Sádi-Arabíu og er talin einkar umdeild.

Þrír íslenskir kylfingar fyrir ofan Tiger á heimslistanum
Tiger Woods tók nokkuð óvænt þátt á PGA-meistaramótinu í golfi í síðasta mánuði en þurfti á endanum að draga sig úr keppni þar sem hann treysti sér ekki til að halda áfram. Hann er sem stendur í 881. sæti heimslistans í golfi en þrír Íslendingar eru fyrir ofan hann á listanum.

Grátlega nálægt því að komast á Opna bandaríska meistaramótið
Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús var hársbreidd frá því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi er hann keppti á úrtökumóti í New York á sunnudag.

Slegið í gegn: Hver er betri en Hasselhoff í sandinum?
Vísir frumsýnir níunda þátt golfþáttarins Slegið í gegn. Glompuhögg eru í forgrunni í þætti dagsins.

Dustin Johnson óvænt meðal kylfinga í ofurdeild sem fjármögnuð er af Sádi-Arabíu
Dustin Johnson, sem var um tíma talinn besti kylfingur í heimi, er óvænt meðal kylfinga í LIV-mótaröðinni sem er fjármögnuð með peningum frá Sádi-Arabíu. Hans helsti styrktaraðili hefur slitið samstarfi þeirra á milli vegna ákvörðunar Johnson.

Kaflaskipt frammistaða hjá Haraldi Franklín
Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús lauk í dag keppni á Scottish Challenge-mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi.

Ólafía ofarlega eftir flottan fyrsta hring
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á pari vallarins á fyrsta hring á opna belgíska mótinu í golfi í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Slegið í gegn: Nýliðarnir á réttri leið
Vísir frumsýnir áttunda þátt golfþáttarins Slegið í gegn. Húkkið skal lagað í þætti dagsins.

Justin Thomas bar sigur úr býtum eftir mikla dramatík
Það þurfti að grípa til umspils til að skera úr um sigurvegara á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fór í Tulsa, Oklahoma í Bandaríkjunum um helgina.

Tiger dregur sig úr keppni á PGA
Tiger Woods hefur lokið leik á PGA meistaramótinu í golfi en hann hefur ekki náð sér á strik eftir bílslys sem hann lenti í á síðasta ári.

Pereira og Zalatoris leiða á PGA | Woods í 62. sæti
Tveir nokkuð óþekktir kylfingar leiða PGA-meistaramótið í þegar öðrum hring mótsins er nærri lokið.

McIlroy leiðir eftir fyrsta dag
Norður-Írinn Rory McIlroy er í forystu á PGA-meistaramótinu í golfi eftir fyrsta hring.

Tiger segist hafa „klifið Everest“ en sé nú tilbúinn að keppa um titla
Tiger Woods fullyrðir að hann geti keppt um sinn sextánda risatitil þegar PGA-meistaramótið fer fram um helgina, fimm vikum eftir að hafa „klifið Everest“ í endurkomu sinni á Masters-mótið eins og hann orðaði það.

Slegið í gegn: Að velja pútter er eins og að velja sér maka
Vísir frumsýnir sjöunda þátt golfþáttarins Slegið í gegn. Púttin eru í forgrunni í dag.

Forseti GSÍ: Landsbyggðin þarfnast stuðnings við útbreiðslu
Golfsamband Íslands hélt kynningafund þar sem golfsumarið 2022 var kynnt. Hulda Bjarnadóttir tók nýverið við sem forseti GSÍ og var rætt við hana í Sportpakka Stöðvar 2 varðandi helstu áherslur nýrrar stjórnar Golfsambands Íslands.

Guðrún Brá sótti milljón til Taílands
Guðrún Brá Björgvinsdóttir uppskar tæplega eina milljón króna á stóru golfmóti í Taílandi um helgina.

Phil Mickelson dregur sig úr PGA meistaramótinu
Ríkjandi meistari Phil Mickelson mun ekki verja titil sinn á PGA meistaramótinu sem fram fer næstu helgi þar sem hann hefur dregið sig úr leik.

Slegið í gegn: Keppt með húfu fyrir augunum
Vísir frumsýnir sjötta þátt golfþáttarins Slegið í gegn. Fleyghögg eru í forgrunni í dag.

Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku
Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí.

Ólafía Þórunn leikur erlendis í fyrsta skipti í tæp tvö ár
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er skráð til leiks á Jabra Ladies Open-mótinu þann 19. til 21. maí. Það verður hennar fyrsta mót erlendis síðan í ágúst 2020.

Slegið í gegn: Óvænt úrslit í áskorun dagsins
Vísir frumsýnir fimmta þátt golfþáttarins Slegið í gegn. Takt og flæði eru í forgrunni í dag.