Guðrún Brá sótti milljón til Taílands Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 15:01 Guðrún Brá Björgvinsdóttir fer næst til Frakklands eftir mótið í Taílandi. Getty/Charles McQuillan Guðrún Brá Björgvinsdóttir uppskar tæplega eina milljón króna á stóru golfmóti í Taílandi um helgina. Fyrst var keppt í liðakeppni þar sem Guðrún lék með kylfingum frá Svíþjóð og Noregi auk áhugakylfings frá Bandaríkjunum. Þær enduðu í 10. sæti og það skilaði Guðrúnu 5.358 evrum eða um 750.000 krónum. Guðrún tók svo skorið sitt með áfram í einstaklingskeppnina sem lauk á laugardag og endaði í 55.-57. sæti sem skilaði henni 230.000 krónum til viðbótar. Guðrún var í 33. sæti fyrir þriðja og síðasta hringinn en þar fóru fyrstu tvær holurnar illa með hana. Fyrst fékk hún fjórfaldan skolla og svo tvöfaldan skolla en hún lék hringinn samtals á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún hafði leikið fyrsta hring á 74 höggum og annan hring á 71 höggi, og var því samtals á átta höggum yfir pari. Manon De Roey frá Belgíu vann einstaklingskeppnina með frábærum lokahring sem hún fór á 66 höggum. Hún endaði á samtals 13 höggum undir pari, þremur höggum fyrir ofan Johönnu Gustavsson frá Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf) De Roey fékk að launum 71.857 evrur, eða jafnvirði rúmlega 10 milljóna króna, fyrir sigurinn í einstaklingskeppninni og hafði áður fengið 915.000 krónur fyrir að lenda í 6. sæti í liðakeppninni. Keppni á Evrópumótaröðinni færist nú til Frakklands þar sem næsta mót hefst á fimmtudaginn. Guðrún Brá verður þar á meðal keppenda sem og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem snýr aftur til keppni eftir að hafa eignast son á síðasta ári. Golf Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Fyrst var keppt í liðakeppni þar sem Guðrún lék með kylfingum frá Svíþjóð og Noregi auk áhugakylfings frá Bandaríkjunum. Þær enduðu í 10. sæti og það skilaði Guðrúnu 5.358 evrum eða um 750.000 krónum. Guðrún tók svo skorið sitt með áfram í einstaklingskeppnina sem lauk á laugardag og endaði í 55.-57. sæti sem skilaði henni 230.000 krónum til viðbótar. Guðrún var í 33. sæti fyrir þriðja og síðasta hringinn en þar fóru fyrstu tvær holurnar illa með hana. Fyrst fékk hún fjórfaldan skolla og svo tvöfaldan skolla en hún lék hringinn samtals á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún hafði leikið fyrsta hring á 74 höggum og annan hring á 71 höggi, og var því samtals á átta höggum yfir pari. Manon De Roey frá Belgíu vann einstaklingskeppnina með frábærum lokahring sem hún fór á 66 höggum. Hún endaði á samtals 13 höggum undir pari, þremur höggum fyrir ofan Johönnu Gustavsson frá Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf) De Roey fékk að launum 71.857 evrur, eða jafnvirði rúmlega 10 milljóna króna, fyrir sigurinn í einstaklingskeppninni og hafði áður fengið 915.000 krónur fyrir að lenda í 6. sæti í liðakeppninni. Keppni á Evrópumótaröðinni færist nú til Frakklands þar sem næsta mót hefst á fimmtudaginn. Guðrún Brá verður þar á meðal keppenda sem og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem snýr aftur til keppni eftir að hafa eignast son á síðasta ári.
Golf Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira