Axel fór holu í höggi í Danmörku Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júní 2022 13:30 Axel Bóasson kveðst aldrei hafa farið holu í höggi á móti áður. mynd/seth@golf.is Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Keili fór holu í höggi á Thomas Bjørn Samsø Classic-mótinu í Danmörku í dag. Hann hefur aldrei farið holu í höggi á móti áður. Axel hóf leik á 17. braut vallar í dag og var á einu höggi undir pari þegar hann steig á 8. braut. Þar sló hann draumahöggið sem fór frá teig beint ofan í holuna. „Þetta voru 144 metrar, það var smá vindur frá hægri til vinstri, léttur bakspuni og ofan í - alveg fullkomið högg. Ég hef aldrei farið holu í höggi í móti áður, það var mjög gaman.“ hefur Kylfingur.is eftir Axel um höggið. View this post on Instagram A post shared by ECCO Tour (@eccotour) Axel er jafn í öðru sæti mótsins á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta daginn, einu höggi á eftir Rasmus Lind sem leiðir. Bjarki Pétursson er jafn Axel, á fjórum höggum undir, eftir að hafa fengið fjóra fugla og engan skolla á hringnum. Andri Þór Björnsson og Aron Júlíusson eru einnig á meðal keppenda á mótinu en hafa ekki lokið við fyrsta hring. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Axel hóf leik á 17. braut vallar í dag og var á einu höggi undir pari þegar hann steig á 8. braut. Þar sló hann draumahöggið sem fór frá teig beint ofan í holuna. „Þetta voru 144 metrar, það var smá vindur frá hægri til vinstri, léttur bakspuni og ofan í - alveg fullkomið högg. Ég hef aldrei farið holu í höggi í móti áður, það var mjög gaman.“ hefur Kylfingur.is eftir Axel um höggið. View this post on Instagram A post shared by ECCO Tour (@eccotour) Axel er jafn í öðru sæti mótsins á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta daginn, einu höggi á eftir Rasmus Lind sem leiðir. Bjarki Pétursson er jafn Axel, á fjórum höggum undir, eftir að hafa fengið fjóra fugla og engan skolla á hringnum. Andri Þór Björnsson og Aron Júlíusson eru einnig á meðal keppenda á mótinu en hafa ekki lokið við fyrsta hring.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira