Golf

Slegið í gegn: Uppgjör nýliðanna á golfvellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nýliðarnir há mikið einvígi í lokaþættinum.
Nýliðarnir há mikið einvígi í lokaþættinum.

Vísir frumsýnir lokaþátt golfþáttarins Slegið í gegn. Lokaeinvígi nýliðanna, Arnhildar og Egils, er aðalefni þáttarins

Þau fá að fara út á golfvöll og spila alvöru golf. Við fáum loksins að sjá hverju öll kennslan hefur skilað.

Snorri Páll aðstoðar Egil að þessu sinni en Dagur Snær fylgir Arnhildi Önnu eftir sem fyrr.

Þau keppa á þremur holum - par 5, par 4 og par 3. Eins og við mátti búast gengur á ýmsu enda ekki alveg það sama að spila út á velli og í golfhermi.

Keppnin var æsispennandi og skemmtileg eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.