Golf

Pereira og Zalatoris leiða á PGA | Woods í 62. sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mito Pereira er sem stendur á toppi PGA-meistaramótsins.
Mito Pereira er sem stendur á toppi PGA-meistaramótsins. Christian Petersen/Getty Images

Tveir nokkuð óþekktir kylfingar leiða PGA-meistaramótið í þegar öðrum hring mótsins er nærri lokið.

PGA-meistaramótið er eitt af fjórum risamótunum í golfi. Líkt og vanalega er mikil spenna fyrir móti ársins. Justin Thomas fór virkilega vel af stað og leiddi um tíma en er sem stendur í 3. sæti á sex höggum undir pari.

Mito Pereira frá Síle og Will Zalatoris frá Bandaríkjunum eru jafnir þegar þetta er skrifað á átta höggum undir pari. Pereira hefur leikið 17 holur á meðan Zalatoris hefur leikið 15 holur.

Tiger Woods er jafn öðrum kylfingum í 62. sæti á fjórum höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×