Golf

Kaflaskipt frammistaða hjá Haraldi Franklín

Hjörvar Ólafsson skrifar
Haraldur Franklín hefur verið í eldlínunni í Aberdeenshire í Skotlandi síðustu dagana. 
Haraldur Franklín hefur verið í eldlínunni í Aberdeenshire í Skotlandi síðustu dagana.  Vísir/Getty

Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús lauk í dag keppni á Scott­ish Chal­lenge-mót­inu, sem er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi.  

Har­ald­ur Frank­lín Magnús lék fjórða og síðasta hring­inn á 72 höggum eða einum yfir pari en það er næstbesti hringur hans á mótinu.

Mótið var kaflaskipt hjá Haraldi Franklín en hann byrjaði vel og fór fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. 

Honum tókst hins vegar ekki að fylgja því eftir og spilaði annan hringinn á 77 höggum. Haraldur Franklín náði vopnum sínum þó aftur og lék þriðja hringinn á 73 höggum.  

Þessi frammistaða skilaði Haraldi Franklín í 56. sæti á mótinu. Á lokahringnum í dag fékk hann tvo fugla en fimm skolla. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.