Golf

Justin Thomas bar sigur úr býtum eftir mikla dramatík

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sáttur.
Sáttur. vísir/Getty

Það þurfti að grípa til umspils til að skera úr um sigurvegara á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fór í Tulsa, Oklahoma í Bandaríkjunum um helgina.

Sílemaðurinn Mito Pereira fór illa að ráði sínu á lokasprettinum en hann var í kjörstöðu þegar hann fór á teig á átjándu og síðustu holu mótsins í kvöld. 

Hinn fremur reynslulitli Pereira átti þá skelfilegt upphafshögg og endaði á tvöföldum skolla sem færði hann úr efsta sæti mótsins niður í það þriðja og í kjölfarið voru Justin Thomas og Will Zalatoris orðnir jafnir í fyrsta sæti.

Því þurfti að leika þriggja holu umspil og þar hafði Justin Thomas betur og er þetta í annað sinn sem hann vinnur mótið sem er eitt af risamótunum fjórum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.