Fleiri fréttir

Skoraði sitjandi frá þriggja stiga línunni

Bandaríska körfuboltakonan Madison Cox er ein af fáum leikmönnum í sögu skóla síns sem hefur skorað yfir þúsund stig fyrir körfuboltalið skólans og það þarf ekki að koma neinum á óvart sem sáu hana skora magnaða körfu á dögunum.

„Það sem að ég fékk var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd“

„Við erum búnir að tapa fullt af leikjum í röð þannig að þetta var geggjað. Þetta var frábær frammistaða svona heilt yfir,“ segir Ísak Máni Wíum, hinn ungi þjálfari ÍR, eftir dýrmætan og sætan sigur gegn Þór úr Þorlákshöfn í Breiðholti í kvöld, 79-73, í Subway-deildinni í körfubolta.

„Þetta var mjög þungt“

Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum.

„Hann er náttúrulega bara Herra Þorlákshöfn“

Emil Karel Einarsson átti frábæran leik með Þór þegar liðið vann loksins leik í Subway deildinni en sigurinn kom á móti einu af efstu liðum deildarinnar og eftir að Þórsliðið hafði lent í miklu mótlæti.

Lög­mál leiksins: „Ég er ekki að setja hann í efstu hillu“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Hörður Unnsteinsson og Máté Dalmay, þjálfari Hauka í Subway deild karla.

„Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“

Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu.

„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki á­hyggjur af fram­haldinu“

Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94.

Yngvi mun ekki klára tíma­bilið í Kópavogi

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Yngvi Gunnlaugsson mun ekki klára tímabilið sem þjálfari meistaraflokks kvenna sem leikur í Subway deild kvenna. Jeremy Smith, leikmaður karlaliðs Breiðabliks, mun stýra liðinu út tímabilið.

Kyrie Irving slapp úr banninu í nótt

Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving gat loksins mætt í vinnuna í NBA-deildinni í nótt en hann snéri þá aftur í lið Brooklyn Nets eftir tveggja vikna fjarveru.

„Fyrir mér er þetta löngu búið“

Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti.

Jón Axel með tíu stig í sigri Pesaro

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro unnu 104-72 sigur á liði Happy Casa Brindisi í ítölsku Serie A í körfuknattleik í dag. Jón Axel skoraði tíu stig í leiknum en Pesaro er í fimmta sæti deildarinnar eftir sjö umferðir

Maté: Ekki fallegt og ekki skemmtilegt

Haukar lögðu ÍR að velli í leik sem náði aldrei neinu flugi í Ólafssal í kvöld. Þjálfari liðsins gat verið ánægður með sigurinn en fannst sínir menn geta gert betur. Haukar unnu leikinn með 20 stigum, 93-73, og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu.

Lygileg frumraun Dwight Howard í Taívan

Tröllvaxni körfuboltamaðurinn Dwight Howard færði sig um set á dögunum og yfirgaf NBA deildina til þess að ganga í raðir Taoyuan Leopards sem leikur í Taívan.

Er Keflavík óstöðvandi?

Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi.

Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til

Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.