Fleiri fréttir

Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda

Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Jónatan um brott­hvarf sitt frá KA: „Engin dramatík í þessu“

Jónatan Magnússon mun hætta sem þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta að tímabilinu loknu. Jónatan segir ástæðuna einfalda, hann hafi verið lengi með liðið og tími til kominn að fá inn ferskt blóð. Að sama skapi segir hann að arftaki sinn muni taka við góðu búi enda sé vel staðið að öllu hjá KA.

„Það væri ekkert eðli­lega fal­leg jóla­saga ef Sti­ven fengi tæki­færið“

Arnar Daði Arnarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar og Handkastsins, um Olís deild karla sem og íslenska landsliðið velti fyrir sér hvernig landsliðshópur Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, fyrir HM í janúar myndi líta út. Vísir spurði því „Sérfræðinginn“ einfaldlega hvernig hann sæi þetta fyrir sér.

Ómar Ingi og Sandra Erlings Hand­knatt­leiks­fólk ársins 2022

Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Magdeburgar, og Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og íslenska landsliðsins, eru Handknattleiksfólk ársins að mati Handknattleikssambands Íslands.

Vandræði Bjarna og félaga halda áfram

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við enn eitt tapið er liðið tók á móti Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 26-30, en Skövde er nú án sigurs í 11 af seinustu 13 leikjum sínum í öllum keppnum.

„Lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér“

Karlalið Vals í handbolta fagnar fríinu eftir mikið álag síðustu vikur. Meiðsli hafa hrjáð liðið síðustu vikur en liðið er þrátt fyrir það efst í Olís-deildinni, komið áfram í bikarnum og á góðan möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni á nýju ári.

Rúnar og Viggó slegnir niður á jörðina

Leipzig laut í lægra haldi í fyrsta skipti eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við stjórnartaumunum hjá liðinu þegar liðið fékk Arnór Þór Gunnarsson og samherja hans hjá Bergischer í heimsókn í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld.

Bjarki Már Elíasson með 100% nýtingu í sigri

Bjarki Már Elíasson fór mikinn með liði sínu Telekom Veszprém í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í dag gegn HÉP-Cegléd. Veszprém vann leikinn örugglega og var Bjarki næst markahæstur í liði sínu.

Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburg

Íslendingarnir tveir í Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu mjög flotta frammistöðu í dag þegar Magdeburg lagði Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Leikurinn endaði 31-28 og var Ómar Ingi markahæstur.

Lærisveinar Gumma Gumm lágu fyrir GOG

Guðmundur Guðmundsson, ásamt Einari Ólafssyni, fóru í heimsókn til GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þeir þurftu að lúta í gras fyrir topp liðið deildarinnar GOG 39-32 á útivelli.

Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsarar síðastir inn í átta liða úrslitin

Valur vann ÍBV með minnsta mun 30-31 og tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit bikarsins. Meistararnir voru með leikinn í hendi sér í seinni hálfleik en Eyjamenn gerðu vel í að koma til baka og fengu síðustu sókn leiksins til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Valur fór áfram. 

Aron Pálmarsson í eldlínunni í danska handboltanum í dag

Íslendingaliðin Álaborg, Ribe-Esbjerg og Lemvig Thyboron stóðu í ströngu í dag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Aron Pálmarson lagði heldur betur lóð á vogaskálarnar fyrir sína menn í Álaborg. Aron skoraði sjö mörk og Ribe-Esbjerg og Lemvig-Thyboron áttust við í Íslendingaslag.

„Leikmennirnir hafa snúið þessu við"

Rúnar Sigtryggsson hefur farið einkar vel af stað sem þjálfari Leipzig, sem leikur í þýsku efstu deildinni í handbolta karla. Rætt var við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem birtist í gærkvöldi um vistaskiptin frá Ásvöllum til Leipzig og fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu.

Hörður á­fram í bikarnum

Hörður frá Ísafirði lagði Kórdrengi í Coca Cola-bikar karla í handbolta í kvöld, lokatölur 25-38.

„Mér líður alls ekki vel“

Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var skiljanlega ekki eins glaður og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, þegar hann ræddi við undirritaðan í leikslok. Leiknum lauk með sex marka sigri ÍR sem þýðir að Selfoss er fallið úr leik í Coca Cola-bikar karla í handbolta.

„Þetta var frá­bær sigur, þó að leikurinn sjálfur var það ekki“

Stjarnan sigraði FH með minnsta mun í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handbolta í  kvöld og tryggði sér þar með farseðilinn í 8-liða úrslitin. Lokatölur í Kaplakrika 23-24 og eðlilega var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur í leikslok.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnu­menn á­fram með minnsta mun

Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli.

Góður leikur Arons ekki nóg gegn Kiel

Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Álaborg þegar þýska stórliðið Kiel kom í heimsókn í Meistaradeild Evrópu. Það dugði þó ekki til sigurs en Kiel vann með fjórum mörkum, 26-30. Þá átti Bjarki Már Elísson fínan leik í liði Veszprém sem gerði jafntefli við Dinamo Búkarest.

Elvar Örn frá­bær í sigri Melsun­gen

Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í sigri Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach töpuðu heima fyrir Hannover.

Bene­dikt Gunnar ó­brotinn

Benedikt Gunnar Óskarsson meiddist í blálokin á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi, þriðjudag. Óttast var að leikmaðurinn gæti verið ristarbrotinn en svo er ekki.

„Við getum sjálfum okkur um kennt“

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32.

Sjá næstu 50 fréttir