Handbolti

Lærisveinar Gumma Gumm lágu fyrir GOG

Árni Jóhansson skrifar
Gumma tókst ekki að skáka einu af toppliðinu. EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT
Gumma tókst ekki að skáka einu af toppliðinu. EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT

Guðmundur Guðmundsson, ásamt Einari Ólafssyni, fóru í heimsókn til GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þeir þurftu að lúta í gras fyrir topp liðið deildarinnar GOG 39-32 á útivelli.

Leikurinn var jafn í þrjár mínútur og svo tóku heimamenn völdin og juku við forskot sitt jafnt og þétt þangað til staðan var orðin 6-2. Þá tóku Frederica við sér og jafnaði metin í 7-7. Þá komust GOG aftur á flug og komst mest í sex stiga forskot 21-15 og hélt það í hálfleik 22-16.

GOG hélt sínu striki í seinni hálfleik og sigldu heim sjö marka sigri 39-32.  Einar Ólafsson náði ekki að setja mark sitt á leikinn nema að vera vísað út af einu sinni.

Frederica situr í níunda sæti með 16 stig á meðan GOG komst aftur að hlið við Álaborg á toppi deildarinnar en bæði liðin eru með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×