Handbolti

Stiven með bestu skotnýtinguna meðal þeirra markahæstu í Evrópudeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stiven Tobar Valencia hefur leikið einkar vel í Evrópudeildinni.
Stiven Tobar Valencia hefur leikið einkar vel í Evrópudeildinni. vísir/vilhelm

Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia er með bestu skotnýtingu af þrjátíu markahæstu leikmönnum Evrópudeildarinnar í handbolta.

Stiven hefur skorað 35 mörk í fyrstu sex leikjum Vals í B-riðli Evrópudeildarinnar. Hann hefur aðeins þurft 42 mörk til að skora mörkin 35 sem gerir 83,3 prósent skotnýtingu.

Enginn af þrjátíu markahæstu leikmönnum Evrópudeildarinnar í vetur er með betri skotnýtingu en Stiven.

Stiven er næstmarkahæstur Valsmanna í Evrópudeildinni. Jafnaldri hans, Arnór Snær Óskarsson, er markahæstur í liði Vals og næstmarkahæstur í keppninni með 43 mörk. Ihor Turchenko, leikmaður úkraínska liðsins Motor, er markahæstur með 45 mörk.

Valur er í 4. sæti B-riðils með fimm stig. Valsmenn unnu fyrstu tvo leiki sína en hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum í Evrópudeildinni. Næsti leikur Vals í keppninni er gegn Flensburg í Þýskalandi 7. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×