Handbolti

Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburg

Árni Jóhannsson skrifar
Ómar Ingi fór mikinn að venju.
Ómar Ingi fór mikinn að venju. Twitter@SCMagdeburg

Íslendingarnir tveir í Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu mjög flotta frammistöðu í dag þegar Magdeburg lagði Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Leikurinn endaði 31-28 og var Ómar Ingi markahæstur.

Leikurinn var í járnum á fyrstu mínútunum en þegar um stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik þá náðu drengirnir frá Magdeburg að síga örlítið fram úr. Staðan var 7-7 en breyttist í 12-9 á um 10 mínútna kafla og Magdeburg náði að halda þeim mun út hálfleikinn og leiddi 16-13.

Magdeburg komst mest í fjögurra marka forskot og náð að halda Erlangen frá sér allan hálfleikinn. Gestirnir komust næst tveimur mörkum og Magdeburg sigldi heim 31-28 sigri. 

Ómar Ingi Magnússon, eins og áður segir, var markahæsti leikmaður vallarins með átta mögk og fjórar stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson var þá með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar og má með sanni segja að enn og aftur hafi Íslendingarnir dregið vagninn fyrir Magdeburg.

Magdeburg er eftir leikinn í fjórða sæti með 23 stig og er því fimm stigum frá toppliði Kiel. 

Næsti leikur Magdeburg er í þýska bikarnum og verður leikinn á miðvikudaginn 21. desember. Mótherjarnir eru Bergischer og leika ekki í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×