Handbolti

Rúnar og Viggó slegnir niður á jörðina

Hjörvar Ólafsson skrifar
Viggó Kristjánsson átti fínan leik þrátt fyrir tapið. 
Viggó Kristjánsson átti fínan leik þrátt fyrir tapið.  Vísir/Getty

Leipzig laut í lægra haldi í fyrsta skipti eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við stjórnartaumunum hjá liðinu þegar liðið fékk Arnór Þór Gunnarsson og samherja hans hjá Bergischer í heimsókn í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld.

Lokatölur í leiknum urðu 32-27 Bergischer í vil en Leipzig hafði haft betur í fyrstu sex deildarleikjum sínum í stjórnartíð Rúnars fyrir leikinn í kvöld. 

Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk í þessari viðureign og mataði auk þess liðsfélaga sína með sex stoðsendingum. Arnór Þór komst hins vegar ekki á blað hjá Bergischer að þessu sinni. 

Leipzig situr í tíunda sæti af 18 liðum deildarinnar með 16 stig eftir 17 leiki líkt og Gummersbach. Leipzig var í fallsæti þegar Rúnar tók við keflinu hjá liðinu. Bergischer hefur tveimur stigum minna en Leipzig og Gummersbach og er 13. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×