Handbolti

Teitur og félagar enn á toppnum eftir öruggan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í kvöld.
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í kvöld. Javier Borrego/Europa Press via Getty Images

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í þýska stórliðinu Flensburg unnu öruggan tólf marka sigur er liðið tók á móti Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 42-30.

Gestirnir í Ferencváros skoruðu fyrsta mark leiksins, en það var líka í eina skiptið sem liðið vara yfir í leiknum. Heimamenn náðu fljótt góðum tökum á leiknum og skoruðu tíu af næstu 13 mörkum leiksins. Flensburg jók forskot sitt svo jafnt og þétt það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og fór inn í hléið með átta marka forystu, staðan 23-15.

Sigur heimamanna var því aldrei í hættu í síðari hálfleik og liðið vann að lokum afar öruggan tólf marka sigur, 42-30.

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í kvöld, en liðið trónir á toppi B-riðilsins með tíu stig eftir sex leiki, sjö stigum meira en Ferencváros sem situr á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×