Handbolti

Línumaður og hornamaður stilla saman strengi sína og gefa út jólalag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson og Svanur Páll Vilhjálmsson hafa stillt saman strengi sína og gefið út jólalag.
Kári Kristján Kristjánsson og Svanur Páll Vilhjálmsson hafa stillt saman strengi sína og gefið út jólalag. Vísir/Vilhelm og ÍBV

Handboltamennirnir Kári Kristján Kristjánsson og Svanur Páll Vilhjálmsson eru ekki bara lunknir með boltann í höndunum. Liðsfélagarnir hjá ÍBV hafa nú stillt saman strengi sína og gefið út jólalag.

Lagið ber heitið „Við um jólin“ og birtist það á Youtube-rás landsliðslínumannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar í gær.

Liðsfélagarnir skipta með sér söngnum og textinn í laginu fjallar um allt það sem þeim sem flytur lagið langar að gera með sínum nánustu yfir jólahátíðina.

Það er því augljóst að þeir félagar í Vestmannaeyjum sitja ekki auðum höndum á meðan Olís-deildin í handbolta er í jóla- og HM fríi fram í febrúar á næsta ári, en hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×