Handbolti

Aron Pálmarsson í eldlínunni í danska handboltanum í dag

Árni Jóhansson skrifar
Aron Pálmarson átti ansi góðan leik í dag og lítur vel út fyrir HM í handbolta.
Aron Pálmarson átti ansi góðan leik í dag og lítur vel út fyrir HM í handbolta. Vísir/Getty

Íslendingaliðin Álaborg, Ribe-Esbjerg og Lemvig Thyboron stóðu í ströngu í dag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Aron Pálmarson lagði heldur betur lóð á vogaskálarnar fyrir sína menn í Álaborg. Aron skoraði sjö mörk og Ribe-Esbjerg og Lemvig-Thyboron áttust við í Íslendingaslag.

Aron Pálmarson var næstmarkahæstur í liði Álaborgar sem lagði Bjerringbro/Silkeborg 29-36 en danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen var markahæstur með átta mörk. Báðir fundu þeir svo liðsfélaga sína með fimm stoðsendingum. 

Álaborg tók völdin mjög snemma og voru komnir 1-4 forskot mjög snemma og héldu þeir andstæðingum sínum tveimur til fjórum mörkum fyrir aftan sig lengi vel. Staðan var 14-19 í hálfleik og saga síðari hálfleiksins var svipuð þeim fyrri. Álaborg hélt stjórninni sín megin og náð að auka muninn jafnt og þétt þangað til yfir lauk með úrslitunum 29-36 eins og áður sagði.

Markmennirnir Ágúst Elí Björgvinsson og og Daníel Freyr Andrésson fengu ekki mikil tækifæri í leik Lemvig-Thyboron og Ribe-Esbjerg. Daníel Freyr varði eitt skot fyrir sitt lið Lemvig og Ágúst Elí varði tvo bolta fyrir Ribe-Esbjerg. Samherji Ágústs, Elvar Ásgiersson átti þá eina stoðsendingu en Ribe Esbjerg vann leikinn 27-32 á útivelli.

Eftir leiki dagsins þá er Álaborg í efsta sæti deildarinna með 31 stig og tveimur stigum á undan GOO. Ribe-Esbjerg er í sjötta sæti með 18 stig en Lemvig-Thyborøn er í 12. sæti með 10 stig en liðin hafa öll leikið 18 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×