Handbolti

Jóla­álfurinn mætti í Seinni bylgjuna og kallaði fram ófá hlátur­köstin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var mikið hlegið í Jólaþætti Seinni bylgjunnar fyrir Olís deild kvenna.
Það var mikið hlegið í Jólaþætti Seinni bylgjunnar fyrir Olís deild kvenna. S2 Sport

Svava Kristín Gretarsdóttir gerði upp fyrri hluta Olís deildar kvenna með sérfræðingum sínum í Jólaþættinum og þar vantaði ekki hlátursköstin enda jólaálfurinn í settinu.

Sérfræðingarnir Einar Jónsson og Sigurlaug Rúnarsdóttir voru bæði mætt í sínu fínasta pússi eins og þáttarstjórnandinn Svava Kristín.

Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, misskildi hins vegar aðeins skilaboðin um hvað það þýddi að mæta jólaleg í þáttinn. Reyndar sá Brynhildur oftast til þess að það var oft mikið hlegið í þættinum.

„Þegar ég talaði um jólaþátt og að við ætluðum að vera svolítið jólaleg og flott. Þá var ég að tala um að vera svolítið hátíðleg,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir.

„Ég er að fatta það núna hvað þú varst að tala um. Ég er samt bara mjög ánægð með búninginn og mjög heitt,“ sagði Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir og sýndi álfaskóna sína.

Brynhildur hélt áfram að kalla fram mikil hlátursköst hjá Svövu og sérfræðingunum.

Einu sinni voru þau Einar og Sigurlaug alls ekki sammála um hvaða lið geti ógnað Val eftir áramót.

„Mér líður eins og ég sé skilnaðarbarn og að ég hafi neitt ykkur saman af því að ég er að fermast,“ sagði Brynhildur og uppskar auðvitað annað hláturskast.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur góð hlátursköst úr þættinum. Það er líka erfitt að springa ekki úr hlátri þegar Brynhildur mætir í Seinni bylgjuna hvað þá þegar hún mætir í álfabúningi. Við mælum því með fyrir þessu myndbandi fyrir þá sem þurfa á smá jólagleði að halda.

Klippa: Seinni bylgjan: Jólaálfur og hlátursköst



Fleiri fréttir

Sjá meira


×